Fara í efni

Hreyfum okkur daglega - 2

Hreyfum okkur daglega - 2

Dagleg hreyfing er mikilvæg til að viðhalda líkamlegri og andlegri getu. Hún er ekki síst mikilvæg til að auka líkamlegan og andlegan styrk og vellíðan svo að fólki gangi betur að takast á við verkefni daglegs lífs. Fullorðnir eru einnig mikilvæg fyrirmynd sem getur haft mikið að segja um hversu mikið börn og ungt fólk hreyfir sig.

Líkamsrækt:

Listamannaleiðin
Útisýningin, Listamannabærinn Hveragerði, er í Lystigarðinum á Fossflöt.
Sýningin er byggð upp með níu glerflekum þar sem fjallað er um níu listamenn og er verkum og lífshlaupi þeirra gerð skil á myndrænan og skemmtilegan hátt.

Gangið inn í Lystigarðinn meðfram Varmá að austanverðu. Þar eru 9 skilti í boga í útjaðri grasflatarinnar. Gerið æfingar við skiltin og á milli æfinga er tilvalið að ganga rösklega/skokka/hlaupa í 30 sekúndur og færa sig að næsta skilti. Í þeim æfingum þar sem er notuð teygja má einnig kreppa hnefana og spenna handleggsvöðva og axlir.

Styrktarþjálfun og teygjur – níu stöðvar:

“Lífið er ekki verkefni til að leysa heldur leyndardómur til að uppgötva” Amrit Desai

Njótum okkar nánasta umhverfis um páska !

Jóhanna Margrét Hjartardóttir
Menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 6. apríl 2020
Getum við bætt efni síðunnar?