Fara í efni

Heilsuefling eldri íbúa í Hveragerði

Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og er kennt á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 11:00 upp í Hamarshöll. Námskeiðið er í boði Hveragerðisbæjar þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennari námskeiðsins er Berglind Elíasdóttir M.s Íþrótta- og heilsufræðingur en hún hefur sérhæft sig í þjálfun eldri aldurshópa og vann meistaraverkefnið sitt í tengslum við það. Hún kemur til með að sjá um utanumhald námskeiðsins og skipulag tíma.

Rannsóknir sýna að heilsurækt er gríðarlega mikilvæg fyrir eldri aldurshópa og með reglubundinni hreyfingu er hægt að hægja á þeim líkamsbreytingum sem eiga sér stað með hækkandi aldri. Þessar breytingar eru m.a minna úhald og vöðvarýrnun, skortur á jafnvægi og skert viðbragðshæfni. Markmiðið með námskeiðinu er að stuðla að aukinni hreyfingu, koma inn styrktarþjálfun, auka úthald og bæta andlega líðan. Ávinningur af slíkri heilsueflingu eykur færni og sjálfsbjargargetu í athöfnum daglegs lífs og gerir eldri íbúum kleift að búa við sem best lífsgæði svo lengi sem unnt er.

Rannveig Reynisdóttir
Forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna aldraðra


Síðast breytt: 8. september 2020
Getum við bætt efni síðunnar?