Fara í efni

Dagur leikskólans 6. febrúar

Í tilefni að degi leikskólans hafa verið settar upp sýningar á listaverkum barna frá leikskólum bæjarins í Sunnumörk, í gluggum bæjarskrifstofunnar á Breiðumörk 20 og hjá heilsugæslunni.

Ljósmyndasýningin frá leikskólanum í Sunnumörk sem ber yfirheitið

Heimur barnsins í gegn um linsuna

Öll börn leikskólans Undralands í Hveragerði eiga verk á sýningunni
Sýningin verður í Sunnumörk frá 4 – 17 Febrúar.

Sýningar frá leikskólanum Óskalandi bera heitið

Ég sjálfur og fjölskylda mín.

Og eru til sýnis í gluggum heilsugæslunnar og á bæjarskrifstofunni.

Í dag fóru svo þrjár elstu deildir Óskalands að syngja fyrir heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Ás.


Síðast breytt: 6. febrúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?