Breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis vegna íþróttahúss
Auglýsing um skipulag – Hveragerði
Breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis vegna íþróttahúss
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11. september 2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan nær til samfélagsþjónustusvæðis S6 þar sem grunnskóla, íþróttahús, hús gamla Mjólkurbúsins og Skátaheimilis er að finna. Markmið breytingarinnar er að stækka heimild til byggingar nýs íþróttasalar til þess að koma til móts við vandamál sem upp kom við grundun nýs íþróttahúss. Færa þarf hús um 1,8 m til vesturs vegna þessa. Stækkar lóð íþróttahúss og minnkar lóð Breiðumerkur 22, sem því nemur. Nýtingarhlutfall verður óbreytt 0,6 á reitnum í heild í samræmi við skilmála aðalskipulags.
Tillagan sem er aðgengileg á Skipulagsgátt undir málsnúmeri 1263/2025, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 sem og á heimasíðu Hveragerðisbæjar.
Breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis vegna íþróttahúss.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflega athugasemd með umsögn á Skipulagsgátt, í síðasta lagi 31. október 2025.
Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið gfb@hveragerdi.is.
Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar.