Fara í efni

Safneignin lifnar við, myndlistarnámskeið fyrir 9 - 13 ára börn

Listasafn Árnesinga 24.-28. jún
Safneignin lifnar við
 
Sumar myndlistarnámskeið fyrir börn
24. – 28. júlí 2023 kl. 10:00 – 13:00
 
Myndlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9 -13 ára er með Frönsk/sænsku listakonunni Thomasine Giesecke. Thomasine er reyndur fræðslufulltrúi og kennari á safni og hefur unnið á stærstu söfnum Parísarborgar, meðal annars við Musee d ́Orsay, Le Louvre og Orangerie museum og nú hefur Listasafn Árnesinga fengið hana í samstarf við að halda myndlistarnámskeið á safninu í sumar. Thomasine leggur áherslu á að örva ímyndunarafl barna með fjölbreyttri nálgun í listsköpun sem felur í sér t.d. að vinna stafræn verk, teikningar, ljósmyndun, grafík, skúlptúr og málun á ýmsa miðla. Drifkraftur Thomasine er að vinna með börnum og fullorðnum á öllum aldri og skoða sköpunarferlið út frá einstaklingnum og í því ferli hefur hún fylgst með því m.a. hvernig möguleikar ólíks efniviðs hvetur börn til að kanna, upplifa og rækta sköpunargáfuna. Unnið verður með fjölbreyttan efniðvið með mismunandi nálgunum.
 
Unnið verður með safneign Listasafnsins.
 
Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25.000 kr.
 
Skráning er nauðsynleg: fraedsla@listasafnarnesinga.is


Listasafn Árnesinga - viðburður 

Getum við bætt efni síðunnar?