Fara í efni

Rófurass

Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21 6. feb - 23. maí

“Hundar tala, en aðeins til þeirra sem kunna að hlusta.” – Orhan Pamuk.

Sýningin samanstendur af teikningum, ljósmyndum, skúlptúr, kvikmyndum, málverkum og hljóðverkum. Ljós og myrkur leika líka hlutverk, sem kemur fram í myndskeiði frá 16mm filmu og í fósfór-malverkum. Með þessu breytist andrúmsloft verkanna frá því að snúast um hreina gleði yfir í að sýna uggvænlegan andlegan undirtón sem liggur eins og rauður þráður í gengum sýninguna. Samhliða sýningunni er gefin út bók um sama efni. Samoyed hundarnir sem líkjast nánast draugum – sem upphaflega voru ræktaðir til að veiða, draga sleða, og smala hreindýrum, sjást í kvikmyndinni – og sjást líka aftur og aftur í bókinni. Þeir sjást á teikningum, grafíkverkum og ljósmyndum af villihundum í Litháen, af gæludýrum og félögum, og konu með hund innan í líkamanum sínum, sem vill komast út. Því betur sem við kynnumst mannfólkinu, virðist hún segja, því meira elskum við hunda.

Bjargey Ólafsdóttir lærði ljósmyndun, málaralist og blandaða tækni í Listaháskóla Íslands og Listaakademíunni í Helsinki, og handritsgerð og leikstjórn í Binger Filmlab í Amsterdam. Hún vinnur í fjölbreyttum miðlum, og verður útkoman oft í formi íronískra verka, stundum ofbeldisfullra eða óhugnanlegra, og dregur hún innblástur af þráhyggju og fantasíum af nútímalífi. Persónurnar í verkum hennar eru gjarnan einstaklingar sem týnast í kunnuglegum en þó framandi aðstæðum. Hún hefur gert nokkrar kvikmyndir sem hlotið hafa lof gagnrýnenda, og hefur sýnt verk sín víða um lönd, t.d. í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu í Reykjavík, Kunstverein í München, KunstWerke í Berlín, Galaria Traschi í Santiago, Chile og Färgfabriken Norr í Östersund, Svíþjóð.

Sýningarstjóri: Jonatan Habib Engqvist

www.bjargey.com

Getum við bætt efni síðunnar?