Notalegur laugardagur í Laugaskarði
Laugaskarð
9.-23. des
Jólastemmning í Laugaskarði á laugardögum á aðventunni.
Notalegir laugardagar og jólastemmning verður í Sundlauginni Laugaskarði á opnunartíma laugarinnar dagana 9., 16. og 23. desember.
Laugin verður sérstaklega hlý, saltvatn í kaldapottinum, Epsom salt og ilmkjarnaolíur í gufunni, jólalög, jólate og piparkökur.
Komið og njótið jólastemmningar í Laugaskarði fyrir jólin.
Getum við bætt efni síðunnar?