Fara í efni

Ljóðaupplestur

Bókasafnið í Hveragerði 8. febrúar | 17:00-18:00

Skáldin Eyrún Ósk Jónsdóttir og Draumey Aradóttir munu lesa upp ljóð á Bókasafninu í Hveragerði miðvikudaginn 8. febrúar kl. 17.00

Eyrún Ósk Jónsdóttir er rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún vann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2016. Auk þess að senda frá sér fjórar skáldsögur, níu ljóðabækur og eina myndskreytta barnabók hefur Eyrún skrifað leikrit, kvikmyndahandrit, greinar og fyrirlestra.

Draumey Aradóttir hefur skrifað bæði ljóðabækur og barnabækur auk þess sem hún starfar sem kennari. Hún mun lesa úr nýútkominni ljóðabók sinni Varurð.

Getum við bætt efni síðunnar?