Lærðu að skrifa á arabísku - með Yara Zein
Listasafn Árnesinga
29. apríl | 13:00-15:00
Yara Zein myndlistarmaður frá Líbanon mun leiða smiðju í arabískri skrift þann 29. apríl frá kl. 13-15. Yara mun segja aðeins frá sínum menningarheimi, tungumáli og arabískri skrautskrift. Yara mun kenna þátttakendum listina að teikna upp arabíska stafi og orð með mismunandi aðferðum.
Takmörkuð pláss.
Skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði
Getum við bætt efni síðunnar?