Fara í efni

Guided Drawing – teiknað með innri leiðbeiningu. Ætlað fullorðnum

Listasafn Árnesinga 1.- 2. júl

Námskeiðið er í sjálfu sér listmeðferð fyrir einstaklinga sem hafa upplifað áföll eða erfiðleika í lífinu og verður það skoðað í gegnum Guided Drawing (Leiðbeiningar teikningu) og náttúrutengingu. Námskeiðið fer fram bæði inni og úti í náttúrunni. Guided drawing er tvíhliða teikniaðferð sem styður við líkamskortlagningu áfalla á upplýstan hátt. Þátttakendur teikna taktfast endurtekið “krot” til að tjá innri spennu og sársauka í líkamanum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi heilun í gegnum listsköpun á sínum forsendum.

Leiðbeinandi er Íris Lind Sævarsdóttir listmeðferðarfræðingur og listamaður.

Takmarkaður fjöldi og skráning er nauðsynleg: fraedsla@listasafnarnesinga.is

Getum við bætt efni síðunnar?