Vinnuskóli
Vinnuskólinn er vinnustaður fyrir unglinga. Áhersla er á ánægjulegt starfsumhverfi þar sem gefst kostur á starfskynningu, listasmiðjum og fjölbreytni í vinnutilhögun. Vinnuskólinn er oft á tíðum fyrsta launaða vinna unglinganna og því mikilvægt að vel takist til, því lengi býr að fyrstu gerð. Vinnan í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjuskapandi. Unglingunum er kennt að umgangast verkefni sín og samstarfsfólk af virðingu og hvernig á að meðhöndla verkfæri.
Vinnuskólinn er fyrir 8.-10.bekk
Markmið vinnuskólans
- að læra stundvísi
- að hafa ánægju af því að skila góðu verki
- að læra að umgangast bæinn okkar af virðingu
- að auka færni í samskiptum
- að læra vinnubrögð og meðferð verkfæra
- að fegra og snyrta umhverfi okkar
Vinnutími:
kl. 9:30 - 12:00 og 13:00 - 15:30 alla virka daga.
Lögð er áhersla á að nemendur klæði sig eftir veðri í viðeigandi fatnað.
Starfsreglur:
- Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður
- Mæta ber stundvíslega til vinnu
- Beiðni um leyfi eða frívikur afgreiðir flokksstjóri
- Ef veikindi eiga sér stað, ber að tilkynna það flokksstjóra símleyðis að morgni dags.
- Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna af samviskusemi og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum flokksstjóra.
- Vinnuskólinn leggur ekki til vinnufatnað.
- Engin ábyrgð er tekin á fötum, reiðhjólum eða öðrum hlutum sem starfsmenn er með á vinnustað.
- Notkun farsíma/ipod við vinnu er ekki heimil.
Nánari upplýsingar gefur Kristín Snorradóttir s. 483 4000 eða kristins@hveragerdi.is
Síðast breytt: 04.06.2020
Getum við bætt efni síðunnar?