Fara í efni

Vefsvæðið - Fötluð börn opnar á island.is

Mynd tekin af vefnum unsplash.com/@Ben Wicks
Mynd tekin af vefnum unsplash.com/@Ben Wicks

Upplýsingatorg opnar á Island.is.

Nú má finna á einum stað ítarlegar upplýsingar um greiningu, réttindi og þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
Þetta vefsvæði, sem unnið er af Þroskahjálp markar tímamót í þjónustu við aðstandendur fatlaðra barna.

Vefsvæðið kallast Fötluð börn og er undir Lífsviðburðir á Island.is

Katarzyna Beata Kubiś, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp hefur borið hitann og þungann af þessu verkefni. Frumkvæðið varð til hjá henni eftir að hafa þvælst um kerfið að leita að úrræðum fyrir son sinn. Kasia, eins og hún er kölluð, vildi ekki bara safna saman upplýsingunum saman á einn stað, heldur gera þjónustuna aðgengilega fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna.


Á Island.is er verkefnið bæði á íslensku og ensku.

Í næsta áfanga verkefnisins verða upplýsingarnar aðgengilegar á fleiri tungumálum og efninu miðlað á fjölbreyttan hátt.
Verkefnið er unnið af Þroskahjálp í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem veitti styrk til þess árið 2023.


Síðast breytt: 5. maí 2025
Getum við bætt efni síðunnar?