Bókasafnið í Hveragerði auglýsir eftir sumarstarfsmanni.
25.04
Frétt
Laus störf
Bókasafnið í Hveragerði auglýsir eftir sumarstarfsmanni.
Starfið felst í afgreiðslu og upplýsingagjöf til lánþega, þrifum og frágangi á safnkosti, aðstoð við viðburði og fleira tilfallandi. Vinnutími er ýmist til 17 eða 18:30 virka daga og annan hvern laugardag. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
Krafist er ríkrar þjónustulundar, góðrar hæfni í mannlegum samskiptum, góðrar tölvukunnáttu, stundvísi og jákvæðni. Íslenskukunnátta er nauðsynleg.
Áhugasamir geta skilað umsókn í gegnum Íbúagátt Hveragerðisbæjar eða með tölvupósti í netfangið eddahrund@hveragerdi.is
Síðast breytt: 25. apríl 2025
Getum við bætt efni síðunnar?