Opnun tilboða í verkið ,,Aðveitulögn að Árhólma"
Opnun tilboða/verðkönnunar í verkið ,,Aðveitulögn að Árhólma" sem er vatnsveita að nýju baðlóni og uppbyggingu í Árhólma fór fram föstudaginn 2. maí 2025, á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20.
Verkið felur í sér að leggja nýja vatnsveitulögn frá Selhæðum að Árhólma í Hveragerði í samræmi við verðkönnunargögn frá Eflu verkfræðistofu, sem send voru á hóp jarðvinnuverktaka með mikla reynslu af sambærilegum verkum, og sem hafa unni mikið fyrir Hveragerðisbæ.
Byggingarfulltrúi sá um framkvæmd opnunarinnar.
Verkkaupi er Hveragerðibær.
Engar athugasemdir komu við útboðsgögn né við opnun tilboða.
Bjóðendur:
Gröfutækni ehf. .................. tilboð upp á 29.939.000 kr. (108,8%).
Sportþjónustan ehf. ........... tilboð upp á 39.831.500 kr. (144,7%).
Hverafell ehf. ....................... tilboð upp á 26.942.000 kr. (97,9%).
Aðalleið ehf. ......................... tilboð upp á 24.631.000 kr. (89,5%).
Auðverk ehf. ........................ tilboð upp á 31.165.000 kr. (113,2%).
Kosntnaðaráætlun Eflu verkfræðistofu: 27.530.000 kr.