Fara í efni

Deiliskipulagsáætlanir í kynningu

Deiliskipulagsáætlanir í kynningu

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi reitar AF2 og nýs deiliskipulags

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11. apríl 2024 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á reit AF2 í aðalskipulagi og nýs deiliskipulags fyrir afþreyingarsvæði í Kömbum ofan við Hveragerði.

Markmið skipulagsbreytingarinnar er að víkka út afþreyingarmöguleika í hlíðum Kamba með sleðabraut (e. Alpine Coaster) samsíða Zip-line. Sleðabrautin er ætluð öllum aldurshópum.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á Skipulagsgátt, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 sem og á heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflega athugasemd með umsögn á Skipulagsgátt, málsnúmer 463/2024, í síðasta lagi 18. maí 2024. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/463

Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið hildur@hveragerdi.is


Breyting á reit S2 í aðalskipulagi og á deiliskipulagi Finnmarkar í Hveragerði

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11. maí 2023 að auglýsa samhliða breytingu á reit S2 Finnmörk-Réttarheiði og aðliggjandi opnu svæði í Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og deiliskipulagi Finnmarkar í samræmi við 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðal- og deiliskipulagsbreyting eru auglýstar skv. 31. og 41. gr. sömu laga.

Markmið skipulagsbreytinganna er að stækka reit S2 fyrir samfélagsþjónustu, fjölga leikskóladeildum, stækka byggingareit og heimila aukið byggingarmagn til þess að koma til móts við fjölgun leikskólabarna í Hveragerðisbæ.

Aðalskipulagsbreyting við Finnmörk - Réttarheiði
Deiliskiplagsbreyting við Réttarheiði og Finnmörk, Leikskólinn Óskaland

Deiliskipulagsbreyting ferðaþjónustusvæðis við Árhólma í Hveragerði

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11. maí 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipuagi Árhólma skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið deiliskipulagbreytingar er að byggja upp heildstæða ferðaþjónustu sem þjónar breiðum hópi ferða- og heimafólks og er áhugavert svæði og áfangastaður í sjálfu sér. Skilmálar eru um heildaryfirbragð bygginga verði í vistvænum anda og um góða aðlögun að landi, ásýnd og staðaranda.

Tillögur að aðal- og deiliskipulagsbreytingum liggja frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 frá og með 15. maí 2023 og eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi þann 25. júní 2023 á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið hildur@hveragerdi.is

Ferðaþjónusta við Árhólma í Hveragerði - greinagerð
Árhólmar - Deiliskipulagsbreyting
Árhólmar - Deiliskipulagsbreyting með skýringum

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

 

 

Síðast breytt: 24.04.2024