Fara í efni

Hveragarðurinn

Hverasvæðið í Hveragerði er staðsett inni í miðjum kaupstaðnum og er eitt af merkilegri náttúruperlum Suðurlands. Hveragerði er í austurjaðri gosbeltis sem liggur frá Reykjanesi um Þingvelli og norður Langjökul og liggur hverasvæðið þvert á þetta gosbelti.
Á staðnum er móttaka fyrir ferðamenn í skála sem er við Hveramörk, austast á hverasvæðinu. Þar er hægt að afla sér margvíslegra upplýsinga um tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði, jarðfræði, sprungur og eldvirkni. Auk þess er þar útskýrt hvernig nýting jarðhitans fer fram, greint frá dýpi borhola, afli sem úr þeim fæst og hvernig það er nýtt.

Þar er hægt að sjóða egg og fá hverabakað rúgbrauð. Skoða gróðurhúsið og lesa um ruslahver með skemmtilega sögu svo er hægt að fara í fótabað og leirfótaböð á sumrin.

Síðast breytt: 21.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?