Fara í efni

Fréttir

Lífrænn úrgangur - ný karfa - nýir pokar

Frá áramótum tekur við ný meðferð á lífrænum úrgangi og frá þeim tíma má ekki setja maíspoka í lífræna úrganginn. Ástæða þess er sú að lífræni úrgangurinn fer í moltugerð hjá Gas- og jarðgerðarstöð Gaju á Álfsnesi. Sú stöð tekur ekki við maíspokum þar sem þeir geta valdið vandræðum í vélbúnaði stöðvarinnar. 

Njótum aðventunnar í Hveragerði

Til þess að halda utan um viðburðina leggur Hveragerðisbær til viðburðadagatal Hveragerðisbæjar þar sem hægt er að senda inn viðburði og fylgjast með dagskrá desembermánaðar undir liðnum ,,Jól í bæ". Þar verða viðburðirnir saman komnir með smá lýsingu á hverjum viðburði, tímasetningu og mynd. Þar geta þá Hvergerðingar og gestir fylgst með öllum þeim viðburðum sem eru fyrirhugaðir á aðventu og jólum í bænum.

Þjófnaður og skemmdarverk í lystigarðinum!

Ítrekað hafa verið unnin skemmdarverk á ljósum og rafbúnaði garðsins og einnig stolið talverðu af ljósum. Það er ljóst að ef þetta heldur áfram mun ekki verða hægt að halda úti þessum skemmtilegu og fallegu skreytingum sem lífga svo upp á skammdegið.

Umhverfishreinsun og aðstoð við skólastarf

Samningur um umhverfishreinsun var undirritaður milli Hveragerðisbæjar og 7. bekkjar Grunnskólans í Hveragerði sl. mánudag, 13. nóvember. Á sama tíma var undirritaður samningur við 10. bekk skólans um aðstoð við skólastarf.
Getum við bætt efni síðunnar?