Fara í efni

Fréttir

Heimsókn þingmanna í kjördæmaviku

Kjördæmadagar eru 2.–5. október og verða því engir þingfundir á Alþingi þá vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Vefslóð á íbúafund vegna nýs flokkunarkerfis

Eins og áður hefur komið fram þá  verður haldinn íbúafundur um nýtt flokkunarkerfi úrgangs miðvikudagskvöldið 4. október. Fundurinn verður haldinn á Hótel Örk kl. 20:00 en einnig verður honum streymt á á Youtuberás Hveragerðisbæjar.

Forvarnardagurinn 2023

Miðvikudaginn 4. október 2023 verður Forvarnardagurinn haldinn í átjánda sinn í grunnskólum landsins og í þrettánda sinn í framhaldsskólum. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Aðrir samstarfsaðilar að Forvarnardeginum eru Embætti landlæknis, sem sér um verkefnisstjórn dagsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Samfés, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátar, Rannsóknir og greining, Planet Youth, og SAFF- Samstarf félagasamtaka í forvörnum.

Kaldavatnslokun - Aldinmörk, Edenmörk og hluti Reykjamarkar

Vegna vinnu veð tengingar vatnsveitu geta orðið truflanir á kalda vatninu við Aldinmörk, Edenmörk og hluta Reykjamarkar. Þrýstingur getur minnkað eða jafnvel lokast alveg tímabundið fyrir vatnið milli 14:30 og 17:30 mánudaginn 2. október.

Endurgreiðsla til foreldra

Hveragerðisbær vill minna á að foreldrar barna sem eru orðin 12 mánaða og velja að barnið sé í vistun hjá dagforeldrum geta fengið endurgreitt hjá bæjarskrifstofum þannig að þau munu greiða sama gjald og ef barnið væri á leikskóla.
Getum við bætt efni síðunnar?