Fara í efni

Fréttir

Fimmtán listamenn dvelja í Varmahlíð árið 2024

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar hefur lokið við úthlutun á dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð fyrir árið 2024. Alls bárust 36 umsóknir og var ákveðið að 15 fengju úthlutun.

Gönguskíðabraut á golfvellinum

Starfsmenn Golfvallar Hveragerðis hafa troðið tvö gönguspor á golfvellinum og er brautin um 700 metrar. Það skefur hratt í en reynt verður að halda þeim við eins og hægt verður næstu daga. Grunnt er á einum stað en þetta er á grasi svo það ætti ekki að gera neitt nema hægja á.

Stækkun leikskólans Óskalands

Í gær var undirritaður samningur um stækkun leikskólans Óskalands. Samningurinn er þríhliða á milli Hveragerðisbæjar, byggingaraðilans Hrafnshóls og fasteignafélagsins Eikar, sem fjármagnar stækkunina.

Hveragerðisbær semur við Listasafn Árnesinga

Undirritun nýs þjónustusamnings milli Hveragerðisbæjar og Listasafns Árnesinga var undirritaður í Listasafninu í gær. Samningurinn er til þriggja ára, til ársloka 2026. Meginmarkmið samningsins er að auka samstarf Hveragerðisbæjar og Listasafnsins og efla þar með menningarstarf, sýningahald og safnastarf í bænum. Samningurinn fellur að stefnu Hveragerðibæjar þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að unnið sé með sérstöðu bæjarins á sviði lista og að byggð sé upp skapandi menning í bænum.

Hvergerðingar á Mannamótum Markaðsstofanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna var haldið í Kórnum í Kópavogi í gær, 18. janúar. Mannamót eru haldin í janúar hvert ár í þeim tilgangi að ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni fái tækifæri til að kynna sig og sínar vörur og þjónustu fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu.
Getum við bætt efni síðunnar?