Fara í efni

Álagning fasteignagjalda í Hveragerði 2024

mynd: Hveragerðisbær
mynd: Hveragerðisbær

Álagningu fasteignagjalda í Hveragerði fyrir árið 2024 er nú lokið.

Sami háttur er þetta árið og undanfarin ár að álagningaseðlar eru ekki sendir út heldur eru þeir birtir rafrænt á vefsíðunni www.island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með rafrænum skilríkjum eða með íslykli.

Fasteignagjöld eru greidd með 11 gjalddögum 1. febrúar til 1. desember. Kröfur vegna fasteignagjaldanna birtast í netbanka greiðanda. Einstaklingar sem vilja fá senda greiðsluseðla í pósti þurfa að óska eftir því með því að vera í sambandi við skrifstofu bæjarins í síma 483-4000 eða senda tölvupóst á mottaka@hveragerdi.is

Minnt er á að hægt er að setja fasteignagjöld á boðgreiðslur greiðslukorta.

Upplýsingar um forsendur álagningar og tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum er hægt að nálgast hér

Borgað þegar hent er - ný kerfi við innheimtu 

Nýtt kerfi við innheimtu gjalda fyrir meðhöndlun úrgangs var innleitt hjá Hveragerðisbæ um áramótin í samræmi við lagaákvæði sem tóku gildi á síðasta ári. Innheimtan tekur í dag mið af aðferð sem hefur verið nefnd „Borgað þegar hent er“ (e. Pay as you throw) sem gengur út á að innheimt er eftir magni og tegund úrgangs í stað fasts gjalds. Þannig verður til fjárhagslegur hvati til að draga úr myndun úrgangs en jafnframt hvati til að skila úrgangi flokkuðum til endurnotkunar og endurvinnslu, fremur en með blönduðum úrgangi.

Íbúar hafa ákveðinn sveigjanleika til að hafa áhrif á kostnað sinn við meðhöndlun úrgangs með því að ákveða stærð, fjölda og tegund íláta við sitt heimili. Þannig geta þeir sem láta minna af úrgangi frá sér og flokka meira, lækkað kostnað sinn vegna meðhöndlunar úrgangs. Á álagningarseðlum sem íbúar fá í ár er að finna upplýsngar um gjöld annars vegar byggð á stærðum, fjölda og tegundum íláta og hins vegar gjöld vegna fasts kostnaðar vegna reksturs grenndar- og söfnunarstöðva og annars fasts kostnaðar.

Innheimta eftir stærð og fjölda íláta í gegnum álagningarkerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar, svokölluð rúmmálsleið, er einfaldasta leiðin til að innleiða Borgað þegar hent er kerfi. Rúmmálsleiðin uppfyllir kröfur laga um meðhöndlun úrgangs og krefst þess að sveitarfélög kortleggi fjölda og stærð íláta,útfæri gjaldskrá sem tekur mið af magni og tegund úrgangs og bjóði íbúum sínum upp á að geta breytt fjölda, stærð og tegund íláta sem þeim ber að hafa við heimili sitt samkvæmt fyrirmælum sveitarstjórnar.

Fast gjald vegna meðhöndlunar úrgangs má samkvæmt lögum takmarkast við 50% af innheimtu til ársins 2025. Frá og með áramótum 2025 mega föst gjöld þó aðeins vera 25% af innheimtu sveitarfélaga og breytileg gjöld 75% af innheimtu sveitarfélaga.

Tenglar með upplýsingum um ,,Borgað þegar hent er" innheimtu:

Spurt & svarað í úrgangsmálum – upplýsingar á vefsíðu samband Íslenskra sveitafélaga:

https://www.samband.is/verkefnin/umhverfis-og-urgangsmal/innleiding- hringrasarhagkerfis/spurt-og-svarad-i-urgangsmalum/

Borgað þegar hent er heim í hérað – upplýsingar á vefsíðu sambandsins: https://www.samband.is/verkefnin/umhverfis-og-urgangsmal/innleiding- hringrasarhagkerfis/borgad-thegar-hent-er/

Sjá einnig mjög stuttan texta hér: urgangur.is og hér: https://urgangur.is/betur-gert-flokkad-og- merkt/


Síðast breytt: 31. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?