Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

1. fundur 26. september 2023 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Hlynur Kárason varaformaður
  • Thelma Rún Runólfsdóttir
  • Brynja Hrafnkelsdóttir
  • Sigurður Einar Guðjónsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Höskuldur Þorbjarnarson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Hlynur Karlsson kom inn á fund kl. 17:34

1.Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar

2309087

Lögð fram drög að erindisbréfi skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar.

2.Árhólmar - deiliskipulagsgerð

2302004

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa við athugasemdum eftir auglýsingu deiliskipulagsbreytingar Árhólma. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11. maí 2023 að auglýsa skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytingu á deiliskipulagi Árhólma. Markmið breytingartillögu er að byggja upp ferðaþjónustu sem þjónar jafnt breiðum hópi ferðafólks og heimafólks. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 15. maí til og með 25. júní 2023. Engar athugasemdir bárust en eftirfarandi lögbundnir umsagnaraðilar gáfu umagnir: Hafrannsóknarstofnun dags. 5. júní 2023; Sveitarfélagið Ölfus, dags. 9. júní 2023; Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 23. júní 2023; Minjastofnun Íslands, dags. 10. júlí 2023 og Vegagerðinni dags. 15. júní 2023.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytt deiliskipulag Árhólma með áorðnum breytingum í samræmi við niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2023.

3.Dynskógar 22 - umsögn vegna athugasemda við grenndarkynningu

2209002

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugsasemda við grenndarkynnt byggingaráform. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11. maí 2023 að grenndarkynna öðru sinni umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun einbýlishúss á lóð Dynskóga 22. Lagðir voru fram nýir aðaluppdrættir þar sem brugðist hafði verið við athugasemdum nágranna frá fyrri grenndarkynningu, sem heimiluð var á fundi bæjarstjórnar þann 20. október 2022.



Frá fyrri tillögu er búið að lækka hæð einbýlishússins sem er nú aðeins á einni hæð. Byggt er beggja megin við núverandi einbýlishús meðfram götu og inn í garð. Stærð einbýlis nú er 66,8 m2 en verður eftir stækkun 186 m2, þar af gróðurhús 32,7m2. Stærð lóðar er 1.268,5m2. Nýtingarhlutfall er 0,15.



Stækkun er innan heimildar Aðalskipulags Hveragerðisbæjar fyrir íbúðabyggð ÍB6 sem heimilar aukningu byggingarmagns á núverandi íbúðarhúsalóðum í allt að nýtingarhlutfall 0,3-0,45. Leitast skal við að byggja á baklóðum skv. skilmálum aðalskipulags og halda götumynd eins og kostur er.



Athugasemdir bárust frá Gísla Sigurðssyn Dynskógum 20, Baldvini Þórs Svavarssyni og Sunnu Ósk Hafliðadóttur Dynskógum 24 og Ragnhildi Gísladóttur og Þráni Ævarssyni Dynskógum 26.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja grenndarkynnt byggingaráform með breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2023.

4.Aðalskipulagsbreyting Öxl 6

2305105

Lögð er fram skipulagslýsing JVST Iceland ehf. f.h. lóðarhafa á Öxl 6 og tillaga að breyttu aðalskipulagi.



Áður hefur skipulags- og mannvirkjanefnd afgreitt fyrirspurn sömu aðila um breytta landnotkun á fundi sínum þann 16. janúar 2023. Bókaði nefndin að fyrirspurn JVST Iceland um að breyta notkun á lóðinni Öxl 6 í verslunar- og þjónustulóð geti ágætlega samræmst endurskoðun aðalskipulags. Ef séð væri fram á að tilfærsla Suðurlandsvegar og bygging nýrra gatnamóta myndi gerast fyrir gildistöku nýs aðalskipulags, gæti komið til álita að flýta aðal- og deiliskipulagsgerð á lóð Öxl 6, enda væri starfsemi lóðarinnar skv. fyrirspurn nátengd verslun- og þjónustu við þjóðveginn með fyrirvörum um byggingarmagn og aðra skilmála.



Skv. ósamþykktri samgönguáætlun 2024-2038 er tilfærsla þjóðvegar ekki áformuð fyrr en árin 2027-2028. Gert er ráð fyrir að nýtt aðalskipulag Hveragerðisbæjar hafi tekið gildi fyrir þann tíma. Ekki eru því lengur forsendur fyrir því að flýta skipulagsgerð á lóð Axlar 6. Skipulagslýsingin og tillögur að aðal- og deiliskipulagsbreytingu verða lagðar inn í yfirstandandi vinnu við aðalskipulag Hveragerðisbæjar.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna framlagðri skipulagslýsingu og tillögu að breyttu aðalskipulagi og vísa tillögum að skipulagsbreytingum inn í yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags Hveragerðisbæjar.

5.Deiliskipulagsbreyting á Öxl 6

2309084

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi JVST Iceland ehf. f.h. lóðarhafa á Öxl 6.



Áður hefur skipulags- og mannvirkjanefnd afgreitt fyrirspurn sömu aðila um breytta landnotkun á fundi sínum þann 16. janúar 2023. Bókaði nefndin að fyrirspurn JVST Iceland um að breyta notkun á lóðinni Öxl 6 í verslunar- og þjónustulóð geti ágætlega samræmst endurskoðun aðalskipulags. Ef séð væri fram á að tilfærsla Suðurlandsvegar og bygging nýrra gatnamóta myndi gerast fyrir gildistöku nýs aðalskipulags, gæti komið til álita að flýta aðal- og deiliskipulagsgerð á lóð Öxl 6, enda væri starfsemi lóðarinnar skv. fyrirspurn nátengd verslun- og þjónustu við þjóðveginn með fyrirvörum um byggingarmagn og aðra skilmála.



Skv. ósamþykktri samgönguáætlun 2024-2038 er tilfærsla þjóðvegar ekki áformuð fyrr en árin 2027-2028. Gert er ráð fyrir að nýtt aðalskipulag Hveragerðisbæjar hafi tekið gildi fyrir þann tíma. Ekki eru því lengur forsendur fyrir því að flýta skipulagsgerð á lóð Axlar 6. Skipulagslýsingin og tillögur að aðal- og deiliskipulagsbreytingu verða lagðar inn í yfirstandandi vinnu við aðalskipulag Hveragerðisbæjar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna framlagðri tillögu að deiliskipulagi og vísa tillögum að skipulagsbreytingum inn í yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags Hveragerðisbæjar.

6.Athafnasvæði við Vorsabæ - deiliskipulagsbreyting vegna Vorsabæjar 8 og 10

2309053

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 9. maí 2019, vegna lóðanna Vorsabær 8 og 10. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að færa til lóðamörk á milli lóðanna um 12,2 m. Engin breyting er á notkun, nýtingarhlutfalli, útliti eða formi svæðisins og telst deiliskipulagsbreytingin því óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skilmálar eru settir um raflýsingu.
Meirihluti nefndarinnar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. D-listi situr hjá.

7.Laufskógar 41 - umsókn um gerð bílastæða

2309046

Umsækjandi sækist eftir því, með tölvupósti dags. 1. júní 2023, að bærinn útbúi malbikuð bílastæði á grasbletti á bæjarlandi framan við lóð hennar að Laufskógum 41. Í öðrum tölvupósti fer lóðarhafi fram á við bæinn að fella niður annan göngustíg, sem er við lóðamörk, vegna slæms útsýnis frá lóð á börn sem koma á hjólum og rafhlaupahjólum niður stíginn, þegar bakkað er út af bílastæði.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna gerð bílastæða á bæjarlandi en leggja í hendur umhverfisfulltrúa að fjarlægja stíg nær lóðamörkum.

8.Bláskógar 9 - breytingar á bílskúr grenndarkynning

2308002

Með tölvupósti dags. 17. júlí 2023 er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun bílskúrs að Bláskógum 9. Skv. teikningum Bölta ehf. dags. 14. júlí er breytt notkun bílskúrs geymsla og vinnustofa. Baðherbergi og rými fyrir inntök eru einnig sýnd á grunnmynd auk þess sem útliti er breytt með nýjum gluggum og hurðum. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir lóðina og því umsóknin lögð fram til grenndarkynningar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Grenndarkynning nær til Frumskóga 6 og 8 og Bláskóga 6,7 og 11.

9.Þórsmörk 3 - breytt byggingaráform - grenndarkynning

2305106

Lögð eru fram breytt byggingaráform á lóð Þórsmerkur 3 til grenndarkynningar í fjórða sinn. Skv. kynningargögnum er gert ráð fyrir að fjölga íbúðum á lóð um þrjár íbúðir. Verður öðru 3 íbúða raðhúsi breytt í 6 íbúða fjölbýli. 3 íbúðir verða á neðri hæð, aðgengilegar frá inngarði eins og áður, og þrjár minni íbúðir á efri hæð með aðkomu vestan megin við hús. Nýting kjallara verður breytt úr geymslu- og tæknirýmum í nýtanleg íverurými íbúðar neðri hæðar. Bílastæðum á lóð fjölgar ekki og verður áfram gert ráð fyrir 12 bílastæðum.



Jákvætt var tekið í fyrirspurn lóðarhafa um að grenndarkynna breytt áform á fundi skipulags og mannvirkjanefndar þann 30. maí 2023.



Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Grenndarkynning nær til Þórsmerkur 1a, 4 og 5 og Fljótsmerkur 2,4 og 6-12.

10.Umsókn um að fella hverfisverndað tré

2308023

Með umsókn á vef Hveragerðisbæjar dags. 14. ágúst 2023 óskar lóðarhafi að Heiðmörk 21 eftir því að fella 17 m hátt grenitré á framlóð sinni. Tréð er sitkagreni sem er hverfisverndað skv. aðalskipulagi Hveragerðisbæjar. Umsögn garðyrkjustjóra sem mælir með trjáfellingu fylgir.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila niðurfellingu trésins.

11.Aðalskipulagsbreyting miðsvæðis M! - umsagnarbeiðni

2309052

Hveragerðisbær er umsagnaraðili aðalskipulagsbreytinga sveitarfélagsins Ölfus. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi í miðbæ Þorlákshafnar á svæði M1. Gert er ráð fyrir að fjölga íbúðum á svæðinu úr 80 í 200 í fjölbýlishúsum á allt að 6 hæðum með verslun og þjónustu á jarðhæð. Skv. deiliskipulagstillögu, sem lögð er fram samhliða, er byggingareitum breytt og þeir aðlagaðir að íbúðabyggð með miðlægu torgi og garðsvæði, áhersla sögð verða lögð á þéttari byggð, skjól og rýmismyndun. Bílastæði eru á yfirborði, aðallega meðfram götum.
Skipulags- og umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar gerir ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Ölfuss á svæði M1 í Þorlákshöfn.

12.Hólmabrún 10 og 12 - fyrirspurn um niðurfellingu á stíg

2309051

Lóðarhafar á lóðum Hómabrúnar 10 og 12 óska eftir því að stígur, sem áformaður er á bæjarlandi á milli lóðanna, verði felldur út af skipulagi og lóðirnar stækkaðar sem gögnustígnum nemur. Þannig liggi lóðamörkin saman, eins og annars staðar í götunni.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna beiðninni. Stígurinn sem liggur á milli lóðanna er bæði sýndur á aðalskipulagi og á deiliskipulagi. Hann er bein tenging frá stíg sem liggur á milli Heiðarbrúnar og Dalsbrúnar og liggur framhjá leikskvæði og leikskóla í gegnum nýja byggð Hólmabrúnar og út á opið svæði við stígakerfi við Varmá þar sem gert er ráð fyrir göngubrú á aðalskipulagi. Breytingin myndi hafa neikvæð áhrif á göngustígatengingar í hverfinu.

13.Heiðmörk 53 - gisting í flokki II

2309050

Lóðarhafi að Heiðmörk 53 óskar eftir að sækja um gistileyfi í flokki II fyrir íbúð í bílskúr, sem árið 2018 var samþykkt notkunarbreyting á í tvö íbúðarherbergi og geymslu. Viðkomandi er þegar með gistileyfi í flokki I.



Almennt er ekki heimilt að reka gistiþjónustu í íbúðahverfi en skv. aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 er heimiluð gistiþjónausta í flokki II innan íbúðarsvæða sem eru innan skilgreinds svæðis í miðbænum og nágrenni hans. Heiðmörk 53 er innan þess svæðis. Sé sótt um slíkt leyfi skal umsóknin grenndarkynnt ef fjöldi gistiheimila á viðkomandi svæði er innan hæfilegra marka að mati bæjarstjórnar.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna umsókn um gistileyfi í flokki II í samræmi við skilmála aðalskipulags. Grenndarkynning nær til Heiðmerkur 51, 55, 60, 62 og 64 a-d.

14.Sunnumörk 4 - tjaldhýsi á lóð

2309049

Lóðarhafi á Sunnumörk 4 óskar eftir leyfi fyrir tjaldhýsi sem Pure North hyggst reisa á lóð sinni. Tilgangur tjaldhýsisins er að vera köld geymsla með m.a. möguleika á að hluti rýmisins hýsi lyktarhreinsibúnað sem mun þjóna verksmiðjunni.
Til kynningar
fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni síðunnar?