Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

224. fundur 02. maí 2023 kl. 17:00 - 18:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Marta Rut Ólafsdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Kristján Björnsson
  • Sigurður Einar Guðjónsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Þórsmörk 3 - grenndarkynning

2302003

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemdar vegna grenndarkynntrar umsóknar um byggingarleyfi Þórsmerkur 3. Á fundi bæjarstjórnar dags. 9. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir Þórsmörk 3. Grenndarkynnt breyting felst í breytingu frá samþykktum aðalteikningum, er nú sótt um að hækka mænishæð um 0,45m og vegghæð um 1,1m. Tilgangur umsóknar er að nýta efri hæð betur. Ekki er um aðrar breytingar að ræða. Athugasemdafrestur var til 16. apríl. Ein athugasemd barst frá Valdimari Thorlaciuc Þórsmörk 4, dags. 4. apríl 2023.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja grenndarkynnt áform um byggingarleyfi.

2.Dynskógar 22

2209002

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda vegna grenndrarkynntrar umsóknar um byggingarleyfi ásamt nýjum aðaluppdráttum vegna umsóknar um byggingarleyfi á lóð Dynskóga 22. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 20. október 2022 að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun einbýlishúss á lóð Dynskóga 22. Stækkunin var 131,2 m2, að hluta til á tveimur hæðum, með gróðurskála og utanáliggjandi tröppum á suð-vesturhlið byggingar. Lóð er 1268,5m2. Stærð einbýlis eftir breytingu yrði 198 m2 og nýtingarhlutfall 0,16.

Stækkun er innan heimildar Aðalskipulags Hveragerðisbæjar fyrir íbúðabyggð ÍB6 sem heimilar aukningu byggingarmagns á núverandi íbúðarhúsalóðum í allt að nýtingarhlutfalli 0,3-0,45. Leitast skal við að byggja á baklóðum skv. skilmálum aðalskipulags og halda götumynd eins og kostur er.

Athugasemdir bárust frá Gísla Sigurðssyn Dynskógum 20, Sólborgu Ósk Kragh Laufskógum 25, Baldvini Þórs Svavarssyni og Sunnu Ósk Hafliðadóttur Dynskógum 24, Raghildi Gísladóttur og Þráni Ævarssyni Dynskógur 26 auk sameiginlegrar athugasemdar frá íbúum Dynskóga 18, 20, 24 og 26.

Lagðir eru fram nýjir aðaluppdrættir þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum nágranna. Frá fyrri tillögu er búið að lækka húsið úr 5,6 í 4,5m. Hækkun mænishæðar er 1,2m frá því sem það er í dag. Stærð einbýlis eftir stækkun er 186 m2, þar af gróðurhús 32,7. Nýtingarhl. 0,15.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja í grenndarkynningu breyttar teikningar vegna umsóknar um byggingarleyfi. Grenndarkynning nær til Dynskóga 18, 20, 24 og 26 og Laufskóga 21, 23 og 25.

3.Leikskólinn Óskaland - skipulagslýsing

2303081

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemdar við auglýsta skipulagslýsingu vegna leikskólans Óskalands. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. apríl 2023 að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 vegna reitar S2 og aðliggjandi reitar OP í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við fjölgun leikskólabarna í bænum með stækkun reitar S2 til austurs, þar sem fyrir er opið svæði. Athugasemdafrestur var til 28. apríl. Athugasemdir bárust frá Helgu Björt Guðmundsdóttur dags. 27. apríl 2023 og Eyjólfi Kristni Kolbeins og Elínu Brynju Hilmarsdóttur, Réttarheiði 24, dags. 28. apríl 2023.
Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að skipulagslýsing og áformaðar aðal- og deiliskipulagsbreytingar við Finnmörk og Réttarheiði, vegna fjölgunar leikskólabarna, horfa til ábyrgrar uppbyggingar innviða Hveragerðisbæjar til framtíðar. Engar breytingar eru á fyrirkomulagi bílastæða starfsmanna við Réttarheiði frá því sem nú er heimilað. Hæðarskilgreiningum verður komið inn í deiliskipulagstillögu og grænt opið svæði verður hluti af leikskólalóð sem opin verður almenningi utan opnunartíma leikskóla. Gert er ráð fyrir að nýr hóll verði gerður á lóðinni.

4.Aðalskipulagsbreyting - Finnmörk-Réttarheiði

2304075

Markmið aðalskipulagsbreytingar S2 Finnmarkar-Réttarheiði er að fjölga leikskóladeildum, stækka reit S2 úr 0,7 ha í 1,0 ha og fella út opið almennt svæði OP sem liggur austan við reitinn. Aðalskipulagsbreytingin er auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingu fyrir sömu reiti. Áður hefur bæjarstjórn Hveragerðisbæjar auglýst skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja í auglýsingu breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar á reit S2 og aðliggjandi reit OP vegna fjölgunar leikskóladeilda í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin er auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 41. gr. sömu laga.

5.Breyting á deiliskipulagi Finnmarkar

2304076

Markmið deiliskipulagsbreytingar við Réttarheiði og Finnmörk er að stækka byggingareit á Finnmörk 1, skilgreina byggingareit á Réttarheiði 45, fjölga leikskóladeildum þannig að heimild verði fyrir 8-10 deilda leiskóla á lóðum Finnmarkar 1 og Réttarheiði 45 og sameiginlegt heimilað byggingarmagn verði 2.028 m2. Deiliskipulagsbreytingin er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja í auglýsingu breytingu á deiliskipulagi Finnmarkar vegna fjölgunar leikskóladeilda í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bætt verður inn í skilmála deiliskipulags, fyrir auglýsingu, að aðlaga skuli byggingu Réttarheiði 45 að hæð lands vegna hæðarmismunar á milli lóðanna. Deiliskipulagsbreytingin er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 41. gr. sömu laga.

6.Árhólmar - deiliskipulagsgerð

2302004

Lögð er fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Árhólmasvæðis í Hveragerði. Deiliskipulagstillagan tekur til heildarsvæðis Árhólma VÞ1 í aðalskipulagi og tjaldsvæðis á OP3 opnu landi þar sem í gildi er deiliskipulag. Markmið deiliskipulagstillögu er að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu sem þjónar jafnt breiðum hópi ferðafólks og heimafólks.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytingu Árhólma í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangengnum almennum íbúafundi. Sýna þarf tjaldsvæði á uppdrætti í stað glamping.

7.Álfahvammur - bréf til skipulags- og mannvirkjanefndar

2304091

Lögð eru fram tvö bréf dags. 29. mars og 15. apríl frá eiganda Álfahvamms í Hveragerði. Bréfritari er ósáttur við framkvæmdir vegna vegagerðar við Álfahvamm og Álfafell. Gengið hafi verið á lóð hans við vegagerðina og tré felld ásamt því að rótarslíta önnur tré. Hann hafi strax komið óánægju sinni á framfæri við starfsmenn bæjarins og komið hafi í ljós að vegaframkvæmdin var ekki í samræmi við samþykkt lóðamörk. Bréfritari fer ekki fram á fébætur en gerir að tillögu sinni að stækka lóð sína um 100 m2 við lóðarmörk við enda botnlanga. Nokkrar tillögur að breytingu á deiliskipulagi fylgja; gerð snúningshaus fyrir bíla fyrir botni botnlanga, leggja gangstíga beggja vegna götu, stækka byggingareiti og taka út skilgreinda þakhalla fyrir aukið frelsi væntanlegra lóðarhafa.

Bréfritari er einnig ósáttur við hæð gangstígs við vesturlóðamörk Álfahvamms. Hæð stígs er um 1,5 - 2,0 m hærri en landið var í upphafi. Afleiðing þessa er að gangandi vegfarendur eru í þakhæð fyrirhugaðs húss Álfahvamms 2 þar sem hafnar voru undirbúningsframkvæmdir á; grunnur fylltur, lagnir lagðar í jörðu og frárennslislögn í rotþró og siturlögn lögð, þegar Álfahvammur 1 var byggður.

Starfmenn Hveragerðisbæjar hafa unnið með bréfritara að lausn mála. Þannig er búið að leiðrétta vegahönnun að réttum lóðamörkum og færa göngustíg og lækka í landi frá því sem áður var sbr. framlagðan tölvupóst frá byggingarfulltrúa auk fleiri breytinga sem gerðar voru í samráði við bréfritara og eiganda Álfahvamms.
Skipulags- og mannvirkjanefnd harmar mistök sem gerð hafa verið við undirbúning og framkvæmd gatna- og stígaframkvæmdar við Álfahvamm en fagnar um leið að búið er að vinna með lóðarhafa að lausn mála. Við tilfærslu göngustígs verður stækkun lóðar Álfahvamms möguleg. Þakkað er fyrir ábendingar vegna gildandi deiliskipulags sem hugsanlega verða teknar til skoðunar ef breyta á deiliskipulagi.

8.Álfahvammur - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

2304074

Lögð er fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi við Varmá í Hveragerði þar sem óskað er eftir að skipta lóð Álfahvamms, þar sem fyrir er einbýlishús og stakstæður bílskúr auk gróðurhúss og skúrabyggingar, upp í þrjár lóðir fyrir jafnmörg einbýli.

Lóð Álfahvamms er rúmir 3200 m2. Í gildi er deiliskipulag við Varmá sem samþykkt var þann 12. maí 2021. Heimild er fyrir 600 m2 byggingarmagni á 1-2 hæðum á stórum byggingareit Álfafells en aðeins er heimild fyrir einni íbúð, þó heimild sé fyrir nýju íbúðarhúsi með bílskúr. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir sérbýlishúsum í einbýli, par- og raðhúsum á lóðum frá 522 - 1003 m2 í næsta nágrenni þar sem botnlangagata nær að lóðmörkum Álfahvamms. Aðkoma að nýjum lóðum er því möguleg frá botnlanga og/eða frá aðkomuvegi Álfahvamms.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Hveragerðisbæjar tekur jákvætt í tillögu að uppskiptingu lóða Álfahvamms í fleiri lóðir og leggur til við bæjarstjórn að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar í samræmi við fyrirspurn.

9.Ölfus- skipulags og matslýsing vegna deiliskipulags Meitla

2304077

Lögð fram til kynningar skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags Meitla í Ölfusi.
Til kynningar.
Kl. 17:59 vék Kristján Björnsson af fundi.

10.Heiðmörk 35 - aðgengismál

2304081

Lögð er fram áskorun frá lóðarhöfum í fjölbýlishúsi við Heiðmörk 35 dags. 19. apríl 2023. Farið er fram á umbætur á aðkomu að lóð og næsta nágrenni. Íbúar í fjölbýlishúsinu þurfi að búa við rykugt, holótt og erfitt malarplan sem þau þurfa að aka um að híbýlum sínum og deila með Garðyrkustöðinni Flóru. Á álagstímum fyllist planið af bílum og kerrum og erfitt er um vik fyrir íbúa sem og viðbragðsaðila til að komast leiðar sinnar. Vilja undirritaðir íbúar að bærinn bæti lýsingu auk þess sem lagt verði varanlegt slitlag á planið.

Planið sem um ræðir er ódeiliskipulagt svæði. Aðalskipulag skilgreinir það sem verslunar og þjónustusvæði VÞ3, óbyggt svæði innan Hveragarðsins í miðbæ Hveragerðisbæjar. Heiðmörk 35 og Flóra eru innan íbúðasvæðis skv. skilgreiningu aðalskipulags. Aðkoma að Flóru og að baklóð Heiðmarkar 35 virðist vera innan lóðar Heiðmarkar 35.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir að lítil prýði er af planinu við Hveragarðinn í miðbæ Hveragerðisbæjar í dag. Áréttað er að aðkoma að baklóð Heiðmarkar 35 er innan lóðar skv. samþykktum aðaluppdrætti frá 2019 og frágangur því ekki á ábyrgð bæjarins. Til stendur að gera deiliskipulag fyrir miðbæ Hveragerðisbæjar og Breiðumörk skv. bókun bæjarstjórnar frá 3. apríl. Lagt er til að deiliskipulagið nái líka til umrædds plans.
Kl. 18:09 kom Kristján aftur inn á fund.

11.Laufskógar 13 - fyrirspurn um stækkun lóðar og byggingu smáhýsis

2304080

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi fyrir reyndarteikningu með fyrri tíma viðbyggingu og smáhýsi á lóð. Meðfylgjandi er ódagsett teikning.
Máli frestað þar sem von er á nákvæmari teikningum með réttum lóðamörkum og staðsetningu smáhýsis.

12.Bláskógar 2a - breytingar á bílskúr

2304082

Lögð er fram til ákvörðunar um grenndarkynningu umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á bílskúr í geymslu með breytingum á ásýnd. Framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og getur því verið grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkkja til grenndarkynningar umsókn um byggingarleyfi Bláskóga 2a skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Bláskóga 2 og 4, Heiðmerkur 25, 27, 29 og 29a.
Kl. 18:12 vék Arnar Ingi Ingólfsson af fundi.

13.Hverahlíð 9 - bílskúr

2304090

Lögð er fram til ákvörðunar um grenndarkynningu umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr. Áður hefur verið gefið út byggingarleyfi fyrir bílskúr sem hafið var framkvæmd á en ekki klárað umfram byggingu sökkuls og lagningu grunnlagna. Sótt er um byggingu stærri bílskúrs á sama grunni og fyrr. Framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og getur því verið grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkkja til grenndarkynningar umsókn um byggingarleyfi Hverahlíð 9 að uppfylltum brunavörnum. Grenndarkynning nær til Hveralíðar 7, 10, 12 og 13 og Brattahlíðar 6 og 8.
Kl. 18:18 koma Arnar Ingi aftur inn á fund.

14.Lóðarblað Öxl 7

2304083

Lagt fram til samþykktar lóðarblað fyrir Öxl 7.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir lóðarblað fyrir Öxl 7 með því skilyrði að lóðin eftir stofnun verði sameinuð lóðinni Öxl 4.

15.Lóðarblað Öxl 15

2304084

Lagt fram til samþykktar lóðarblað fyrir Öxl 15.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir lóðarblað fyrir Öxl 15.

16.Lóðarblað Öxl 16

2304085

Lagt fram til samþykktar lóðarblað fyrir Öxl 16.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir lóðarblað fyrir Öxl 16.

17.Aðalskipulag Hveragerðisbæjar - skipun vinnuhóps

2304086

Kynnt tillaga að stofnun vinnuhóps til að stýra endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar.
Til kynningar.

18.Austurmörk 1-5

2304078

Vigfús Halldórsson óskar eftir breytingu á skilmálum gildandi aðalskipulags fyrir reit M2 sem og breytingum á gildandi deiliskipulagi Miðsvæðis, Austurmarkar, Sunnumarkar og Mánamarkar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 14. desember 2017.

Skilmálar miðsvæðis M2 heimilar blandaða byggð með þjónustu, verslun og íbúðum á 1-3 hæðum með allt að 30% íbúðum sé það skilgreint í deiliskipulagi og gert ráð fyrir dvalarsvæðum á íbúðalóðum. Markmið gildandi deiliskipulags er m.a. að skapa skilyrði fyrir öfluga verslun og þjónustu, þ.m.t. gistiþjónustu, blöndun byggðar og aukinn hlut íbúða frá því sem nú er, aðallega austast á reitnum auk sveigjanleika og aukna möguleika á að breyta atvinnuhúsnæði í heild eða hluta í íbúðir.

Breytingin sem óskað er eftir nær bæði til nýtingar, fjölda hæða byggingar, byggingarmagns á lóð og sameiningar lóða. Óskað er eftir að byggja 2.531 m2 á þremur hæðum, auka hlutfall íbúða í 50% og auka nýtingu lóðarinnar í 0,8. Meðfylgjandi fyrirspurn eru teikningar Balsa ehf. dags. 12. apríl 2023.
Teikningar sýna mikla uppbyggingu íbúða á lóð Austurmerkur 1-5. Uppbyggingin er umfram heimildir núverandi skipulagsskilmála og er ekki möguleg nema að undangenginni aðal- og deiliskipulagsbreytingu. Þónokkrar breytingar verða í næsta nágrenni lóðarinnar á komandi misserum með boðaðri tilfærslu Suðurlandsvegar. Hveragerðisbær áformar að endurskoða aðalskipulag bæjarins á núverandi kjörtímabili og er vinna við það rétt óhafin. Breytingarnar eru ekki tímabærar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?