Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

159. fundur 07. febrúar 2017 kl. 17:30 - 19:20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Björn Kjartansson
  • Njörður Sigurðsson
  • Daði Steinn Arnarsson var fjarverandi
Starfsmenn
  • Oddur Hermannsson Landform
  • Svanhildur Gunnlaugsdóttir Landform
  • Halldór Ásgeirsson
  • Lárus Kristinn Guðmundsson Brunavörnum Árnessýslu
  • Guðmundur F. Baldursson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201602705857
Heiti máls: Tillaga að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 – Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim.

Lýsing
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. tillögu að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og var Skipulagsstofnun sent tillagan til staðfestingar sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. október sl. Skv. bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 20. nóvember sl. verður aðalskipulagið staðfest þegar gerðar hafa verið lagfæringar á aðalskipulagsgögnunum sbr. þær athugasemdir sem fram koma í ofangreindu bréfi stofnunarinnar. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember sl. með samantekt á athugasemdum Skipulagsstofnunar og tillögur skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa um lagfæringar á skipulagstillögunni til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun hefur fallist á lagfæringarnar og telur þær fullnægjandi viðbrögð við athugasemdum hennar.

Oddur gerði grein fyrir þeim lagfæringum sem gerðar voru á aðalskipulagstillögunni.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar verði kynnt á almennum íbúafundi 28. febrúar nk. í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundinum verði kynntir báðir valkostir á legu Suðurlandsvegar á móts við þéttbýlið í Hveragerði.

Nr. 2
Málsnr. 201611925894
Heiti máls Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk - Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim.

Lýsing
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. tillögu breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk og var Skipulagsstofnun sent tillagan til athugunar sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. október sl. Skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafi áttu fund með fulltrúa Skipulagsstofnunar dags. 20. nóvember sl. þar sem hún óskaði eftir lagfæringum á deiliskipulagstillögunni sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember sl.

Lagður fram leiðréttur deiliskipulagsuppdráttur ásamt leiðréttri greinargerð dags. 30. nóvember sl. Með leiðréttingunum er komið til móts við þær athugasemdir sem fram komu á fundi með fulltrúa Skipulagsstofnunar þann 20. nóvember sl. Oddur gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar vora á deiliskipulagstillögunni.

Afgreiðsla
Málið rætt og frekari umræðu vísað til næsta fundar.

Nr. 3
Málsnr. 201612355924
Heiti máls:Tillaga að nýju deiliskipulagi á Edenreit - Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim.

Lýsing
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. tillögu að deiliskipulagi Edenreits og var Skipulagsstofnun sent tillagan til athugunar sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. október sl. Skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafi áttu fund með fulltrúa Skipulagsstofnunar dags. 20. nóvember sl. þar sem hún óskaði eftir lagfæringum á deiliskipulagstillögunni sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember sl. Tillagan hefur verið lagfærð til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar og er nú til athugunar já henni.

Lagður fram leiðréttur deiliskipulagsuppdráttur ásamt leiðréttri greinargerð dags. Með leiðréttingunum er komið til móts við þær athugasemdir sem fram komu á fundi með fulltrúa Skipulagsstofnunar þann 20. nóvember sl. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar vora á deiliskipulagstillögunni.

Afgreiðsla
Málið rætt og frekari umræðu vísað til næsta fundar.

Nr. 4
Málsnr. 201702185926
Heiti máls: Austurmörk 6, verslunar- og þjónustuhús, breyting á skipulags- og byggingarskilmálum.

Lýsing
Lagt fram erindi frá Viktori Sveinssyni dags. 3. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir því að skipulags- og byggingarskilmálum fyrir lóðina Austurmörk 6 verði breytt svo byggja megi hús á lóðinni skv. meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Kára Eiríkssyni arkitekt dags. 26. janúar 2017.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til óska lóðarhafa við breytingu á deiliskipulagi svæðis á milli Austurmerkur og Suðurlandsvegar.

Nr. 5
Málsnr. 20170255927
Heiti máls: Breiðamörk 1C, nýtt deiliskipulag.

Lýsing
Deiliskipulag lóðar Hótels Arkar, Breiðamörk 1C tók gildi með auglýsingu í b-deild Stjórnartíðinda 29. maí sl. Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 26. maí sl. kemur fram að henni hafi borist tölvupóstur með athugasemdum frá hagsmunaaðila um skort á samráði. Stofnunin telur ekki slíkan ágalla á kynningu að endurtaka þurfi málsmeðferð en leggur til við bæjarstjórn að skoða betur athugasemdir um efni deiliskipulagsins.

Lögð fram mótmæli íbúa að Bjarkarheiði 17-23, 25-31og 33-39, móttekin 2. júní 2017 þar sem deiliskipulagi fyrir Breiðumörk 1C og fyrirhugaðri framkvæmd á lóðinni er mótmælt þar sem hún muni hafa veruleg og vond áhrif á nánasta umhverfi og rýra verðgildi húsa þeirra. Þess er krafist að deiliskipulagið verði fellt úr gildi og framkvæmdir stöðvaðar þegar í stað.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gert verði deiliskipulag sem nái einungis til lóðar hótelsins, Breiðumörk 1C með það að markmiði að stækka megi núverandi hótelbyggingu til vesturs um allt að 50% og að viðbygging megi vera allt að þrjár hæðir auk kjallara með vegg og mænishæð sambærilegri við núverandi herbergjaálmu hótelsins. Jafnframt verði núverandi bílastæði stækkuð til vesturs til að mæta aukinni bílastæðaþörf.

Nr. 6
Málsnr. 201609175884
Heiti máls Sunnumörk 6, athafna- og íbúðarhús, breyttir aðaluppdrættir.
Þjóðskr.nr. 8716-01-85730060
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst,verslun,gistihús)
Eigandi Parketslíparinn ehf 4707050430 Lyngheiði 12 810 Hveragerði Stærðir 2738.8 m2 14267.5 m3 Hönnuður Arnar Ingi Ingólfsson 1401814639

Lýsing
Málið var á dagskrá 162. fundar nefndarinnar.

Lagðir fram breyttir aðaluppdrættir dags. 26. júní 2017. Áformað er að byggja tvö hús á lóðinni auk bensínstöðvar sem þar er fyrir. Annarsvegar tveggja hæða þjónustu-, verslunar- og íbúðarhús með fjórum verslunar- og þjónustubilum á 1. hæð og tólf íbúðum á 2. hæð og hinsvegar athafnahús. (iðnaðarhús) með níu athafnabilum. Húsin bæði verða samtals 2.650,7m2. Flatarmál lóðar er 5.349,6m2. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er skv. aðaluppdráttum 0,5. Skv. deiliskipulagi má nýtingarhlutfall vera á bilinu 0,4-0,7. Skv. byggingarskilmálum er mesta leyfilega hæð húss á lóðinni 10,00m. Mesta hæð verslunar-, þjónustu- og íbúðarhússins er 10,18m. Brunavarnir Árnessýslu hafa samþykkt brunahönnun hússins fyrir sitt leyti.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð byggingaráform verði samþykkt í samræmi við breytta afstöðumynd, uppfylli mannvirkin eftir breytingu, ákvæði byggingarreglugerðar að mati byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

Nr. 7
Málsnr. 201702245928
Heiti máls: Heiðmörk 46, ósk um að einbýlishúsalóð verði breytt í tvíbýlishúsalóð.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Sveinbirni Jónssyni verkfræðingi f.h. lóðarhafa, Kristins Hólm Runólfssonar, dags. 6. febrúar 2017, þar sem farið er fram á, að fá að byggja tvíbýli á lóðinni Heiðmörk 46 í stað einbýlis. Um væri að ræða annarsvegar íbúð á jarðhæð og hinsvegar íbúð á efri hæð. Húsið yrði að öllu öðru leyti í samræmi við byggingar- og skipulagsskilmála.

Afgreiðsla Að mati nefndarinnar eru ekki til staðar nægar forsendur til að gera þá breytingu á deiliskipulagi, sem umrædd ósk kallar á. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.

 

Getum við bætt efni síðunnar?