Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

197. fundur 03. nóvember 2020 kl. 17:00 - 18:10 fjarfundur
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Hlynur Kárason
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Snorri Þorvaldsson var fjarverandi.
Starfsmenn
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn var með farfundarfyrirkomulagi og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Fundurinn hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:10.

Mál fyrir fundi:

Nr. 1
Málsnúmer: 202010636072
Heiti máls: Nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð NLFÍ, deiliskipulagslýsing.

Lýsing á máli:
Lagður fram tölvupóstur frá Eflu verkfræðistofu, f.h. Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), dags. 30. október sl. þar sem óskað er eftir því að NLFÍ verði heimilað að hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags íbúðabyggðar á suðurhluta lóðar, við Þelamörk í tengslum við uppbyggingu og starfsemi NLFÍ, í samræmi við meðfylgjandi drög að deiliskipulagslýsingu, dags. 29. október 2020. Um er að ræða lágreista byggð, 2 hæða fjölbýlishúsa með samtals um 100 íbúðum, sem falla eiga vel að yfirbragði nærliggjandi byggðar og umhverfi og vera í góðum tengslum við starfsemi NLFÍ.

NLFÍ leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samhliða gerð deiliskipulags fyrir svæðið verði gerð breyting á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029, sem nái til landnotkunarreita skilgreinda sem VÞ6 og S8 og feli það í sér að svæðið sem ofangreint deiliskipulag nái til verði skilgreint sem íbúðarbyggð (ÍB) og að sá hluti VÞ6 reitsins, sem eftir stendur, renni saman við S8 reitinn, þar sem samfélagsþjónusta (S) verði ríkjandi landnotkun með heimild fyrir verslunar- og þjónustu (VÞ) (Heilsudvalarstað).

Að mati skipulagsfulltrúa vikur ofangreind tillaga ekki frá meginmarkmiðum í Aðalskipulagi en hún dregur skýrari línur á milli þjónustustarfssemi og íbúðarnotkunar á viðkomandi landnotkunarreitum, sem er jákvætt.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún leiti umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila um lýsinguna og kynni hana fyrir almenningi sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Nefndin leggur áherslu á að hugað verði að hleðslustöðvum fyrir rafbíla við deiliskipulagsgerð.

Nr. 2
Málsnúmer. 202010326073
Heiti máls: Ás- og Grundarsvæði, lóð fyrir spennistöð.

Lýsing á máli:
Lagður fram tölvupóstur frá Rarik, dags. 26. október sl. þar sem óskað er eftir því að stofnuð verði 23m2 lóð fyrir spennistöð innan deiliskipulags Ás- og Grundarsvæðis, skv. meðfylgjandi teikningu gerða af Bölta ehf. í samráði við Grund, dags. 31. október sl. en Grund er lóðarhafi allra lóða á deiliskipulagssvæðinu.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við ósk Rarik, gerð af Landform ehf., dags. 2. nóvember sl. Að mati skipulagsfulltrúa er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og frávikið sé þannig að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Bæjarstjórn sé því heimilt að víkja frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu.

Gísli Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ofangreind breytingartillaga verði samþykkt, sem óveruleg breyting á deiliskipulagi og að vikið verði frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu, sbr. 3. mgr. 43. gr. laganna.

Nr. 3
Málsnúmer: 202010176074
Heiti máls: Hlíðarhagi, ósk um að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins.

Lýsing á máli:
Lagt fram erindi frá lóðarhafa lóðarinnar Hlíðarhagi, dags. 2. nóvember sl. um að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í Hlíðarhaga, sbr. meðfylgjandi tillögu gerða af Tark arkitektum dags. 31. október 2020. Í breytingunni fellst að íbúðum á svæðinu fjölgar úr 27 í 45 íbúð, sameiginleg hjóla- og sorpskýli verða á lóðum á lóðum og gólfhæðir húsa á lóðum nr. 2 og 3 hækka. Fyrirkomulag lóða og gatna, nýtingarhlutfall lóða og byggingarreitir eru óbreyttir. Tilgangur breytingarinnar er að koma til móts við óskir um minni og ódýrari íbúðir.

Í Aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði (ÍB5) og meðalþéttleiki byggðar skal vera 15 íb./ha. Breytingin felur í sér að þéttleiki svæðisins verður 23 íb./ha. Að öðru leyti er hún í samræmi við aðalskipulag.

Skipulagsfulltrúi hefur óskað eftir áliti Skipulagsstofnunar um breytingarnar og mælir hún með því að farið verði með bæði aðal– og deiliskipulagsbreytingu, sem verulegar breytingar og tillögur að verði kynntar og afgreiddar samhliða, sbr. tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 26. október sl.

Afgreiðsla máls:
Að mati nefndarinnar skulu vera a.m.k. 1,5 bílastæði/íbúð í hverfinu. Nefndin telur því að annað hvort verði að fækka íbúðum eða fjölga bílastæðum. Nefndin mælist til þess að hugað verði að rafhleðslustöðvum fyrir rafbíla við deiliskipulagsgerðina.

Nr. 4
Málsnúmer: 202010816071
Heiti máls: Iðjumörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála.
Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafi: Guðrún Hafsteinsdóttir kennitala 090270-5839 Iðjumörk 3, 810 Hveragerði.
Hönnuður aðaluppdrátta: Guðjón Þórir Sigfússon kennitala 020162-3099.

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn, frá lóðarhafa lóðarinnar Iðjumörk 3, dags. 27. október sl., um byggingarleyfi fyrir 42,5m2 sólskála á lóðinni Iðjumörk 3, skv. meðfylgjandi teikningu gerðri af VGS verkfræðistofu dags. 20. september sl. Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Lóðin er 700m2 að flatarmáli og nýtingarhlutfall hennar verður 0,4. Lóðin er skv. aðalskipulagi á reit ÍB10 þar sem gert er ráð fyrir lágreistri byggð 1-2 hæða húsa og nýtingarhlutfalli lóða á bilinu 0,4-0,6.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdinni verði vísað í grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 5
Málsnúmer: 202011286075
Heiti máls: Ölfusvegur um Varmá.

Lýsing á máli:
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir framkvæmdinni ,,Ölfusvegur um Varmá“ sbr. útboðs- og verklýsingu, gerða af Eflu verkfræðistofu dags. október 2020. Í verkinu fellst lagning nýs vegar á 780m löngum kafla frá gatnamótum Sunnumerkur og Dalsbrúnar að gatnamótum Ölfusvegar við Ölfusborgir ásamt byggingu nýrrar brúar yfir Varmá. Verkhlutar eru þrír.

  • Um 300m langur vegkafli á Sunnumörk, frá núverandi malbiksenda við Dalsbrún að framtíðar gatnamótum við Þelamörk með 2,0 m breiðri hjólarein, 7 m akbraut, 2,7m grassvæði og 3,0 m breiðum göngu- og hjólastíg.
  • Um 210m vegkafli á Ölfusvegi, frá gatnamótum við Þelamörk að nýrri brú yfir Varmá með 2,0 m hjólarein, 7 m breiðri akbraut og 2,0 m hjólarein og um 220m langur vegkafli á Ölfusvegi austan Varmár frá brúnni að Ölfusborgarvegi með 7,0 m breiðri akbraut og 1,5 m breiðum vegöxlum.
  • Ný 47,8m löng og 14,6m breið brú yfir Varmá með 2,0m gangstétt 0,5m öryggisvæði, 1,8m hjólarein, 7,0m akbraut, 1,8m hjólarein og 0,5m öryggissvæði.

Áformað er að verkið verði boðið út í einum áfanga og verður verkhluti 1 fjármagnaður af Hveragerðisbæ en verkhlutar 2 og 3 af Vegagerðinni.

Framkvæmdin, sem er í samræmi við aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029 er að hluta til innan deiliskipulags fyrir Sólborgarsvæðið og deiliskipulags við Dalsbrún, Hjallabrún og Hólmabrún og er hún í samræmi við þær deiliskipulagsáætlanir. Á um 150 m vegarkafla er framkvæmdin á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulagsstofnun hefur ákveðið að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, sbr. bréf dags. 2. júlí 2020..

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni sbr.15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á grundvelli ofangreindrar útboðs- og verklýsingar.

Fundi slitið.

 

Getum við bætt efni síðunnar?