Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

192. fundur 07. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:12 fjarfundur
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Snorri Þorvaldsson
  • Hlynur Kárason
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn er með farfundarfyrirkomulagi (Microsoft Teams Meeting) í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar þann 23. mars. sl. og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnúmer: 202003846049
Heiti máls: Ölfusvegur/Sunnumörk og brú yfir Varmá, greinargerð með ákvörðun um matskyldu framkvæmdar.

Lýsing á máli:
Lögð fram greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matskyldu á framkvæmdinni Ölfusvegur/Sunnumörk í Hveragerði og brú yfir Varmá, dags. 12. mars 2020, gerð af Eflu verkfræðistofu. Um er að ræða lagningu tæplega 1 km langs vegkafla fyrir tengiveg frá fyrirhuguðum gatnamótum Sunnumerkur og Þelamerkur að Ölfusborgarvegi. Framkvæmdin nær til svæðis sem er á náttúruminjaskrá og skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur hún í B flokk framkvæmda, sbr. tl. 10.09 í 1. viðauka laganna og er hún því tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matskyldu.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir nokkrum athugasemdum við texta greinargerðarinnar sem hann hefur sent Vegagerðinni og er það einkum athugasemdir við texta í köflum 1.1, 1.5, 2.1, 2.2, 2.6, 3.4 og 4.

Afgreiðsla:
Varðandi tímasetningu framkvæmdarinnar og þær skorður sem Fiskistofa setur um að leyfilegur framkvæmdatími í Varmá sé frá 31. desember til 31. mars, þá telur nefndin að auðveldlega megi ljúka verkinu á árinu 2021 verði verkið boðið út í haust eða fyrrihluta næsta vetrar. Nefndin gerir ekki aðrar athugasemdir við greinargerðina en þær sem skipulagsfulltrúi hefur komið á framfæri við Vegagerðina.


Nr. 2
Málsnúmer: 202001746040
Heiti máls: Réttarheiði 17-19, sólstofa, umsókn um byggingarleyfi, niðurstaða grenndarkynningar.
Tegund lóðar: Parhúsalóð
Lóðarhafi: Gunnar Þór Jónsson, kennitala 010552-2149, Réttarheiði 19, 810 Hveragerði.
Stærð sólstofu: 15.2 m2
.
Lýsing á máli:
Á 188. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram umsókn frá eigendum fasteignarinnar Réttarheiði 19, um byggingarleyfi fyrir 15m2 sólstofu. Um er að ræða parhúsaíbúð á lóðinni Réttarheiði 17-19. Meðfylgjandi var samþykki eigenda fasteignarinnar Réttarheiði 17. Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir og var samþykkt að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynning hefur nú farið fram. Frestur til að gera athugasemdir við framkvæmdina var til 20. mars sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verðið verði samþykkt.

Nr. 3
Málsnúmer: 202004116051
Heiti máls: Brattahlíð 18 og 20-22, umsókn um byggingarleyfi fyrr nýjum matsal, bílskýli og býslagi/skyggni og breytingum á núverandi húsnæði.
Tegund lóðar: Samfélagsþjónustulóð.
Lóðarhafi: Grund 5801691209 Hringbraut 50 101 Reykjavík
Aðalhönnuður: Sigbjörn Kjartansson kennitala 121258-2269

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn frá Grund, kt. 580169-1209, dags. 3. apríl 2020, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum á lóðunum Brattahlíð 18 og 20-22 sem fela í sér eftirfarandi:

1) 173,0m2 matsalur, nýbygging á lóðinni Bröttuhlíð 18 ásamt nýrri 19,5m2 tengibyggingu við núverandi byggingu á lóðinni Brattahlíð 20-22. Matsalurinn, sem einnig verður funda- og samkomusalur tekur 80 manns í sæti. Í tengibyggingunni er aðalanddyri og fatahengi fyrir gesti sem koma beggja vegna frá. Inngangar, skjólveggir og þakskyggni eru beggja vegna við anddyrið.

2) Endurbætur og breytingar á innra skipulagi núverandi húss á lóðinni Brattahlíð 20-22. Helstu breytingar eru þær að viðtalsherbergi hjúkrunarfræðings, skrifstofa eldhúss og eldhússalur með svæði fyrir matvælavagna, þurrgeymslu og kæli, verður komið fyrir í
núverandi matsal. Núverandi eldhús verður endurskipulagt.

3) 50,6m2 bílskýli og 12,4m2 býslags/skyggnis við eldhús á lóðinni Brattahlíð 20-22. Framkvæmdin felur í sér að opnað verður út úr eldhússal inn í bílskýli þar sem aðstaða verður til að hlaða og afferma sendiferðabíla. Býslag/skyggni utan við eldhúsinngang er ætlað til að veita skjól fyrir aðföng. Þar verður einnig sorpgerði.

Í tillögu að deiliskipulagi Ás- Grundarsvæðis, sem nú er í kynningu, er gert ráð fyrir því að lóðirnar Brattahlíð 18 og 20-22 og Hverahlíð 19, 21 og 23 verði sameinaðar í eina lóð sem muni fá heitið Hverahlíð 19. Staðfangaheiti fasteigna breytast þó ekki. Skipulagsfulltrúi upplýsti að bæjarstjórn hafi nú þegar samþykkt beiðni Grundar um að umræddar lóðir verði sameinaðar í eina lóð. Fyrirhuguð framkvæmd er innan byggingarreits SÞ1 og er í góðu samræmi við ákvæði deiliskipulagstillögunnar. Þakgerð matsalar er einhalla þak, sem skv. greinargerð aðalhönnuðar, er valin til að fullnægja þörfum innra rýmis auk þess að gera bygginguna þannig lágreista og látlausa í umhverfinu. Í deiliskipulagstillögunni segir að þakgerðir innan reitsins skuli taka mið af nærliggjandi húsum.

Þar sem tillaga að deiliskipulagi Ás- Grundarsvæðis er enn í auglýsingu þá er að mati skipulagsfulltrúa eðlilegt að málsmeðferð framkvæmdarinnar verði í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar segir að Þegar sótt er um byggingar- eðaframkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Skipulagsnefnd er þó heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Að mati skipulagsfulltrúa varðar framkvæmdin ekki hagsmuni annarra en Hveragerðisbæjar og Grundar og því sé nefndinni heimilt að falla frá grenndarkynningu.

Gísli Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla máls:
Nefndin er sammála ofangreindu mati skipulagsfulltrúa um málsmeðferð og um að rétt sé að falla frá grenndarkynningu málsins. Nefndin fellst á sjónarmið aðalhönnuðar um þakgerð matsalar og mun við afgreiðslu deiliskipulags Ás- Grundarsvæðis meta hvort rétt sé að breyta orðalagi um þakgerð húsa á reitum SÞ1 og SÞ2. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Nr. 4
Málsnúmer: 202003406050
Heiti máls: Framkvæmdir og mannvirkjagerð í Hveragerði, skýrsla byggingar- og mannvirkjafulltrúa.

Lýsing máli:
Byggingar- og mannvirkjaulltrúi gerði grein fyrir helstu byggingar-, gatnagerðar- og veituframkvæmdum, sem nú er unnið eða eru áformaðar á næstu misserum í Hveragerði, bæði á vegum Hveragerðisbæjar, fyrirtækja og annarra aðila.

Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni síðunnar?