Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

188. fundur 05. nóvember 2019 kl. 17:00 - 18:08 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson varaformaður
  • LaufeySif Lárusdóttir
  • Kristján Björnsson mætti í forföllum Hlyns Kárasonar
  • Snorri Þorvaldsson.
Starfsmenn
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201809205986
Heiti máls: Friðarstaðareitur, deiliskipulag.

Lýsing
Á 187. fundi nefndarinnar var farið yfir nokkrar sviðsmyndir Ask arkitekta af skipulagi svæðisins og lagði formaður nefndarinnar þá til að nefndarmenn og bæjarfulltrúar færu vel yfir þær og kæmu sjónarmiðum sínum og ábendingum til skipulagsfulltrúa.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir samráðsfundi fulltrúa bæjarins og skipulagsráðgjafa, sem haldinn var 28. október sl. en á þeim fundi var ákveðið að unnið yrði aðeins lengra með sviðsmyndirnar og þá einkum svæðið norðan Varmár 2. Á þeim fundi var lagður fram uppdráttur sem sýnir vel staðsetningu efribrúnar Varmárgilsins og einnig að byggingarsvæði þarna er nokkuð minna er fyrri sviðsmyndir Ask arkitekta sýndu. Því þarf aðstytta lóðir til austurs þar sem áhersla er lögð á almennan umgengisrétt meðfram brúninni.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir nokkrum nýjum deiliskipulagstillögum Ask arkitekta dags. 4. nóvember 2019. 

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að haldinn verði sérstakur kynningarfundur fyrir skipulagsnefnd og bæjarstjórn þar sem ráðgjafar, Ask arkitektar og Landslag, gera grein fyrir framkomnum tillögum og jafnframt verði stefnt að almennum kynningarfundi um málið í desember nk.


Nr. 2
Málsnr. 201906296017
Heiti máls: Hreinsistöð, breyting á deiliskipulagi.

Lýsing
Á 187. fundi nefndarinnar var lagt til að Landform ehf. verði falið að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir skólphreinsistöðvarsvæðið og að tekið verði tillit til þeirra atriða, sem fram komu í minnisblaði skipulagsfulltrúa dags. 25. júní sl.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir vettvangsferð sem hann fór í ásamt framkvæmdastjóra Eldhesta þann 7. október sl. til að skoða hvar best er að staðsetja vað yfir Varmá fyrir hestamenn. Sameiginleg niðurstaða þeirrar ferðar var að hagkvæmast og því fylgir minnsta rask að nota áfram núverandi vað suðaustan við skólphreinsistöðina og að reiðveginn liggi áfram suðvestan við stöðina og að nota að hluta til gömlu aðkomuleiðinni að henni. Þessi leið er þó ekki í samræmi við aðalskipulag en breytingin er þó að mati skipulagsfulltrúa óverulegt frávik.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu Landform ehf. að breytingu á deiliskipulagi skólphreinsistöðvarsvæðisins dags. 4. nóvember 2019.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagssvæðið verði stækkað til norðurs að helgunarsvæði Suðurlandsvegar og að skoðað verði hvort rétt sé að nýta svæðið norðaustan við lóð skólphreinsistöðvarinnar sem framtíðar hundasvæði. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að láta gera nokkrar aðrar minniháttar breytingar á uppdrættinum í samræmi við umræður á fundinum og leggja lagfærðan uppdrátt fyrir næsta fund nefndarinnar.

Nr. 3
Málsnr. 201909756027
Heiti máls: Ás-/Grundarsvæði, deiliskipulag.

Lýsing
Málið var á dagskrá 187. fundar nefndarinnar, sem lagði þá til við bæjarstjórn að nú þegar yrði gengið til samninga við skipulagsráðgjafa um deiliskipulagsgerðina. Bæjarstjórn hefur nú falið Landform ehf. að vinna verkið og hafa bæjarstjóri, formaður skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúi átt fund með ráðgjafanum sbr. minnisblað dags. 21.10.2019. Aðilar voru sammála um að deiliskipulagssvæðið nái til svæðis afmarkast af Hverahlíð, Þverhlíð, Klettahlíð og Breiðumörk. Dvalarheimilið Ás og Grund eru einu lóðarhafarnir á svæðinu.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir lýsingu á deiliskipulagi svæðisins gerðri af Landform ehf. dags. nóvember 2019.

Lögð var fram til kynningar fornleifaskráning, fyrir deiliskipulagssvæðið, gerð af Margréti Hrönn Hallmundsdóttur, Náttúrustofu Vestfjarða, dags. október 2019. Engar fornleifar fundust innan þess og engar heimildir eru um neinar minjar á svæðinu.

Gísli Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði send Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum til umsagnar og kynnt fyrir almenningi sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 4
Málsnr. 201910406032
Heiti máls: Hraunbæjarland, ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Lýsing
Lagður fram undirskriftarlisti frá 19 lóðarhöfum raðhúsalóða við Hraunbæ 1-41, dags. 7. október 2019, þar sem farið er fram á að byggingarreitir á lóðunum verði stækkaðir um 5 m til suðurs.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjarlands, gerð af Landform ehf. dags. 14.10.2019, sem felur í sér umbeðna stækkun á byggingarreit en með breytingunni opnast möguleiki á því að byggja á baklóðum viðkomandi húsa t.d. sólstofur. Að mati skipulagsfulltrúa er breytingin óveruleg þar sem hún víkur óverulega frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins og varðar ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa í viðkomandi götu.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 5
Málsnr. 201910966034
Heiti máls: Breiðamörk 25, ósk um breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis.

Lýsing
Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhafa lóðarinnar Breiðamörk 25 dags. 17. október sl. þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarreit fyrir viðbyggingu við Þinghúsið í samræmi við meðfylgjandi grunn- og ásýndarmyndir. Viðbyggingin mun koma aftan við samkomusalinn og í átt að Hveramörk. Helstu röksemdir lóðarhafa fyrir breytingunni eru þær að nota þarf stærra port undir ruslagáma og vörumóttöku aftan við húsið, innra skipulag verður hagkvæmara og betra, skjól myndast framan við húsið með möguleikum á fallegu hellulögðu setsvæði og viðburðatorgi, viðbyggingin og Þinghúsið mun njóta sín betur. 

Að mati skipulagsfulltrúa er breytingartillagan óveruleg þar sem hún víkur óverulega frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins. Málsmeðferð getur því verið í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga en þá skal fara fram grenndarkynning á breytingartillögunni.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breytingartillaga við gildandi deiliskipulag miðbæjarsvæðis í samræmi við óskir lóðarhafa og að hún verði grenndarkynnt sem óveruleg breyting, þegar fullnægjandi grenndarkynningargögn liggja fyrir að mati skipulagsfulltrúa.

Getum við bætt efni síðunnar?