Fara í efni

Bæjarstjórn

473. fundur 11. febrúar 2016 kl. 17:00 - 18:44 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Þórhallur Einisson
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason
  • Guðjón Óskar Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Hér var gengið til dagskrár.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 21.1.2016.

1601004F

Enginn tók til máls.
Liðir afgreiddir sérstaklega 6,7,10,11 og 12.
Liður 6 "First ehf frá 18. janúar 2016" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Sýslumaður Suðurlands frá 19. janúar 2016" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Umsókn um þátttöku í akstri frá 9. desember 2015" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 11 "Lóðarumsókn, Heiðmörk 49" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 12 "Tillaga að viðmiðunartekjum v/ tekjutengds afsláttar fasteignaskatts og holræsigjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 4.2.2016.

1601005F

Enginn tók til máls.
Liðir afgreiddir sérstaklega 5 og 6.
Liður 5 "Umsókn um grunn- og leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags frá 29. janúar 2016" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Lóðarumsókn, Smyrlaheiði 52" afgreiddur sérstaklega. Guðjón Óskar Kristjánsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 8.2.2016

1602015

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liðir afgreiddir sérstaklega 1,2,3,4,5,6,7,8 og 9.
Liður 1. „Aðalskipulag, NLFÍ reitur, tillaga að breytingu á aðalskipulagi, athugasemdir sem borist hafa" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að í greinargerð verði bætt við kafla um meðhöndlun regn- og fráveituvatns. Breytingin á aðalskipulagi samþykkt samhljóða.

Liður 2. „Brattahlíð-Klettahlíð, nýtt deiliskipulag" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 3. „Aðalskipulag, Tívolí reitur, tillaga að breytingu á aðalskipulagi, athugasemdir sem borist hafa" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að í greinargerð verði bætt við kafla um meðhöndlun regn- og fráveituvatns. Breytingin á aðalskipulagi samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn samþykkir að vinna við deiliskipulag svæðisins verði hafin sem fyrst.

Liður 4. „Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 - Skipulagslýsing".
Bæjarstjórn samþykkir að tekið verði tillit til innsendra athugasemda og ábendinga við aðalskipulagsvinnuna.

Liður 5. „Deiliskipulag Hraunbæjarhverfis, tillaga að óverulegri breytingu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið verði grenndarkynnt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi í samræmi við 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 6. „Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillögu að deiliskipulagi Kambalands.

Liður 7. „Heiðmörk 53, bílskúr, breyting á notkun, útliti og innra skipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 8. "Breiðamörk 19, breytt notkun húsnæðis" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 9. "Austurmörk 6, beiðni um breytingu á deiliskipulagi lóðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir þær breytingar sem um er beðið enda teljast þær óverulegar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðis frá 14.1.2016

1602021

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liðir afgreiddir sérstaklega 1.
Liður 1 "Gervigras í Hamarshöll" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu stjórnar Fasteignafélags Hveragerðis á málinu.

5.Fundur fræðslunefndar frá 9.2.2016.

1602018

Enginn tók til máls.

Kl. 17:19 var gert fundarhlé.
Kl. 17:37 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra og formanni fræðslunefndar að semja við ráðgjafa í ljósi samþykktar fræðslunefndar. Meginmarkmið vinnunnar verði að leita leiða sem eflt geta starf í skólanum enn frekar en nú er.

6.Greinagerð starfshóps um nýjan leikskóla frá 9.2.2016.

1602016

Bæjarstjóri kynnti greinargerð frá starfshópi um byggingu nýs leikskóla í Hveragerði.

Í máli bæjarstjóra kom fram að tillögurnar fela í meginatriðum í sér að byggður verði sex deilda leikskóli að Þelamörk 62. Gert verði ráð fyrir að börn frá 12 mánaða aldri fái að jafnaði boð um leikskólavistun. Leikskólinn verði fullkláraður að utan ásamt lóð en til að byrja með verði innréttaðar fjórar deildir og tvær bíði innréttinga þar til þörf skapast fyrir fleiri leikskólapláss. Samið verði við ASK arkitekta um hönnun leikskólans sem byggi á hönnun leikskólans Hulduheima við Erlurima á Selfossi tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem þar hafa komið fram við hönnun hússins.
Skoðað verði hvort rétt sé að hanna eldhús í nýjum leikskóla með það fyrir augum að hægt verði að framreiða mat fyrir fleiri stofnanir bæjarins.
Með þessari tillögu er gert ráð fyrir að Leikskólinn Undraland fái nýtt hlutverk og geti til dæmis hýst frístundaskóla bæjarins en þar eru nú 80 börn í húsnæði sem ekki er sérstaklega hannað fyrir starfsemina. Lóð Undralands hentar sérlega vel fyrir eldri börn og húsið ætti einnig að vera hentugt fyrir þann mikla fjölda barna (80) sem nú nýtir þjónustu frístundaskólans.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Garðar Rúnar Árnason og Þórhallur Einisson.

Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á málinu þar til búið er að afgreiða lið 8 "tillaga frá S-lista um leikskóla fyrir börn frá 9 mánaða aldri".
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða þær tillögur sem starfshópurinn setur fram í greinargerðinni með þeim fyrirvara að þörf fyrir frekari innréttingu deilda en hér er gert ráð fyrir verði metin árið 2017 en vonir standa til að leikskólinn eigi að geta tekið til starfa síðla það ár.

Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að starfshópurinn starfi áfram á meðan á hönnun leikskólans stendur og vinni náið með hönnuðum í ferlinu.

7.Fundarboð frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

1602019

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til fundar á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 18. febrúar 2016 vegna laga um opinber fjármál nr. 123/2015.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Lagt fram til kynningar en bæjarstjóri og skrifstofusjóri munu sækja fundinn fyrir hönd bæjarins auk þeirra bæjarfulltrúa sem tök hafa á.

8.Tillaga frá S-lista um leikskóla fyrir börn frá 9 mánaða aldri.

1602017

Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra leggja til að með tilkomu nýs leikskóla, sem nú er í undirbúningi, verði stefnt að því að börn komist inn á leikskóla í Hveragerði frá 9 mánaða aldri.

Njörður Sigurðsson
Guðjón Óskar Kristjánsson

Greinargerð
Á fundi bæjarstjórnar 10. september 2015 var tillaga meirihluta sjálfstæðismanna um leikskóla fyrir börn frá 12 mánaða aldri samþykkt samhljóða. Leikskóli fyrir börn frá 12 mánaða aldri nær ekki að brúa bilið á milli fæðingarorlofs, sem í flestum tilfellum er 9 mánaða langt, og leikskóla. Með byggingu nýs leikskóla í Hveragerði, sem þegar er í undirbúningi, er tækifæri að haga hönnun og byggingu hans á þann veg að börn frá 9 mánaða aldri komist inn á leikskóla í Hveragerði. Undanfarin ár hefur margítrekað komið í ljós hversu dagforeldrakerfið í Hveragerði er gallað. Reglulega kemur upp sú staða að skortur er á dagforeldrum og foreldrar barna sem eru 9-18 mánaða fá ekki dagvist fyrir börn sín. Með því að nýta tækifærið nú og gera ráð fyrir að nýr leikskóli geti tekið við börnum frá 9 mánaða aldri er bilið brúað á milli fæðingarorlofs og leikskóla og foreldrar þurfa ekki að stóla á stopult dagforeldrakerfi. Með því að tryggja börnum frá 9 mánaða aldri pláss á leikskólum bæjarins getur Hveragerðisbæjar mótað heildstæða stefnu í dagvistunar- og skólamálum og tryggt faglegt starf frá lokum fæðingarorlofs til loka grunnskóla.

Að meðaltali eru fæddir Hveragerðingar síðasta áratug 28,5 á ári hverju. Árið 2014 fæddust 35 Hvergerðingar og árið 2015 33. Ef horft er á fjölda í árgangi sem fæddist 2015 má gera ráð fyrir að með því að taka inn á leikskóla börn frá 9 mánaða aldri í stað frá 12 mánaða aldri fjölgi aðeins um 8-9 börn í yngsta aldurshópnum. Með tilkomu nýs sex deilda leikskóla skapast rými til þess að bjóða þessum börnum leikskólavist. Mikilvægt er að við hönnun og byggingu nýs leikskóla verði tekið mið að þörfum svo ungra barna.

Miðað við ofangreindar forsendur má reikna með að þurfi um tvö ný stöðugildi á leikskólana verði tekið á móti 9 mánaða börnum í stað 12 mánaða barna. Að frádregnum kostnaði sem bærinn þyrfti ekki að bera vegna niðurgreiðslu dagforeldragjalda fyrir þennan hóp má reikna með að kostnaður bæjarins myndi aukast aðeins um 8-10 mkr. á ári.

Með því að því að 9 mánaða gömul börn komist inn á leikskóla myndi Hveragerðisbær stíga mikilvægt skref í þjónustu við yngstu Hvergerðingana og foreldra þeirra og gera bæjarfélagið enn eftirsóttara til búsetu.

Eftirtaldir tóku til máls: Guðjóns Óskar Kristjánsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Unnur Þormóðsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Garðar Rúnar Árnason
Tillagan felld með 4 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar minnihlutans með.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Í dag er gert ráð fyrir að börnum bjóðist að jafnaði leikskólavistun hér í Hveragerði við 18 mánaða aldur. Með byggingu nýs leikskóla sem nú er í undirbúningi er gert ráð fyrir að börnum frá 12 mánaða aldri bjóðist leikskólavistun. Við hönnun leikskólans verður því tekið tillit til þarfa svo ungra barna. Með þessu skrefi er komið til móts við þarfir vel flestra foreldra en mörgum tekst með útsjónarsemi og lagni að brúa bilið frá 9 mánaða til 12 mánaða þannig að börnin fari ekki á leikskóla fyrr en 1 árs. Það er aftur á móti mikilvægt að muna eftir að það gildir ekki um alla. Nú er þung umræða í gangi í þá veru að breyta þurfi fæðingarorlofinu þannig að það megi dekka fyrstu 12 mánuðina í ævi hvers einstaklings og hafa þingmenn lagt fram frumvörp þess efnis. Meirihlutinn vill hvetja alþingismenn til dáða í því sambandi en með þeirri breytingu væri ungabörnunum tryggðar dýrmætar samvistir við foreldra sína fyrsta æviárið. Það er mikilvægt að halda til haga ábyrgð ríkis og vinnumarkaðar í þessu sambandi en þarna þurfa þessir aðilar að leggja sitt af mörkum í stað þess að búast við því að sameiginlegir sjóðir sveitarfélaganna sjái einir um hagsmuni barna og foreldra þeirra í þessu sambandi.

9.Fundargerð Bæjarstjórnar frá 14.1.2016

1602020

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:44.

Getum við bætt efni síðunnar?