Fara í efni

Bæjarstjórn

579. fundur 11. apríl 2024 kl. 17:00 - 18:49 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson forseti bæjarstjórnar
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Eyþór H. Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
  • Helga Kristjánsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 21. mars 2024

2403008F

Liðir 1, 3, 5, 6, 7 og 10 afgreiddir sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Halldór Benjamín Hreinsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Liður 1 "Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 8. mars 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á lið 1.

Liður 3 "Bréf frá Íþróttafélaginu Hamri frá 18. mars 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að styrkja Íþróttafélagið Hamar um kr. 3.000.000,- vegna fjölgreinaverkefnis fyrir árið 2024.

Liður 5 "Opnun tilboða í verkið sláttur og hirðing í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Sighvats Nathanaelssonar enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

Liður 6 "Fráveituráðgjöf - verkbeiðni frá Cowi Island ehf." afgreiddur sérstaklega.
Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun.
Á fyrsta bæjarráðsfundi þessa kjörtímabils, þann 14. júní 2022, var lagt fram minnisblað frá fyrrum skipulags- og byggingarfulltrúa um skólphreinsun í Hveragerði, dagsett 19. maí 2022. Í minnisblaðinu eru raktar ýmsar aðgerðir sem farið var í við hreinsistöðina á árunum 2019-2022 sem dugði fyrir þeirri íbúafjölgun sem þá var orðin. Svo virðist sem meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar hafi síðan ekki tekið mark á þessu minnisblaði og þeim tillögum að frekari aðgerðum sem þar voru lagðar til, en áætlunin gerði ráð fyrir að skólphreinsistöðin yrði stækkuð í áföngum frá 2023-2030 og myndi þannig anna íbúafjölgun í sveitarfélaginu að minnsta kosti næsta áratug.
Þess má geta að afgreiðsla minnisblaðsins var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og hefði því öllum bæjarfulltrúum átt að vera ljóst efni þess og hvert umfang verkefnisins væri strax þarna um árið.
Þess ber einnig að geta að á árinu 2020 var gerð deiliskipulags breyting á svæði hreinsistöðvarinnar í þeim tilgangi að hægt væri að stækka stöðina eins og þá var þegar farið að skoða. Var tímaplanið m.a. sett fram í umræddu minnisblaði ásamt áætluðum kostnaði.
Núverandi meirihluti virðist ekkert hafa gert með þessar áætlanir heldur látið hjá líða og ákveðið þess í stað að leita til nýrra aðila með tilheyrandi kostnaði við ráðgjafavinnu, þegar öll þessi vinna hafði þegar farið fram.

Eyþór H. Ólafsson
Friðrik Sigurbjörnsson

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir verkbeiðni 4 um fráveitu ráðgjöf frá Cowi Ísland. Minnihlutinn sat hjá.

Liður 7 "Gjaldskrá Bergrisans vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Bergrisans vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga.

Liður 10 "Þjónustusamningur við Söngsveit Hveragerðis 2024-2026" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir þjónustusamning Hveragerðisbæjar við Söngsveit Hveragerðis 2024-2026.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 4. apríl 2024

2403014F

Liðir 10, 12 og 14 afgreiddir sérstaklega.

Eftirtaldið tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Liður 10 "Opnun tilboða vegna heimilisins við Birkimörk - Útveggjaklæðning" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði næst lægstbjóðanda HH-hús ehf. enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

Liður 12 "Minnisblað frá Fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis vegna hækkunar á upphæð fjárhagsaðstoðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir hækkun frá 1. apríl 2024 á upphæð fjárhagsaðstoðar í samræmi við neysluvísitölu um 4,9%.

Liður 14 "Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 25. mars 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela fasteignafulltrúa í samráði við skólastjóra að greina þá valkosti á læsingarkerfum sem í boði eru.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

3.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 2. apríl 2024

2403017F

Liðir 2, 3, 4, 5 og 6 afgreiddir sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Sandra Sigurðardóttir og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Liður 2 "Árhólmar - deiliskipulagsbreyting" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi "Ferðaþjónustusvæði við Árhólma í Hveragerði", dags. 9. maí 2023, síðast breytt 4. apríl 2024 eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2024 um athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Liður 3 "Aðalskipulagsbreyting vegna sleðabrautar í Árhólmum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir auglýsingu á skipulagslýsingu.

Liður 4 "Hjallabrún 9" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á deiliskipulagi til þess að heimila byggingu sólstofa með til þess gerðum byggingareit allt að 3m utan núverandi byggingareitar aðkomumegin og að hámarki 15 m2.

Liður 5 "Hólmabrún 13 - skjólveggur á lóðamörkum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna umsókninni þar sem hún er ekki í samræmi við reglur Hveragerðisbæjar um smáhýsi, girðingar og skjólveggi frá 14. júlí 2020. Bæjarstjórn beinir því til skipulags- og umhverfisnefndar að taka reglur um smáhýsi, girðingar og skjólveggi frá 14. júlí 2020 til endurskoðunar með það að markmiði að rýmka þær en þó með teknu tilliti til öryggis og umhverfis.

Liður 6 "Hesthúsasvæði og golfvöllur - deiliskipulagsgerð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að ganga til samninga við Dagnýju Bjarnadóttur landslagsarkitekt á DLD design í samræmi við innkomið tilboð.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

4.Fundargerð menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 4. apríl 2024

2403018F

Liður 1 afgreiddur sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir og Friðrik Sigurbjörnsson
Liður 1 "Atvinnumálastefna Hveragerðis" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að boðað verði til íbúafundar um atvinnumál í fyrri hluta maímánaðar.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

5.Fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Hveragerðis ehf. frá 14. febrúar 2024

2402001F

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Fundargerðin er staðfest.

6.Fundargerð Öldungaráðs frá 12. mars 2024

2403679

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun.
Gerð er athugasemd við að forföll fulltrúa D-lista og varamanns hennar sem tilkynnt voru séu ekki bókuð í fundargerð.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Fylgiskjöl:

7.Lánssamningur - Lánasjóður sveitarfélaga

2404055

Lagður fram lánssamningur nr. 2404_17 milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000,-, með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til framkvæmda við fráveitu sem fellur undir skilgreiningu 5.3. skv. reglugerð ESB nr. 2139/2021 sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Helgu Kristjánsdóttur, staðgengli bæjarstjóra kt. 141060-5629, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

8.Lánssamningur - Lánasjóður sveitarfélaga

2404056

Lagður fram lánssamningur nr. 2404_16 milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000,-, með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til framkvæmda við grunnskóla sem fellur undir skilgreiningu 7.1. skv. reglugerð ESB nr. 2139/2021 sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Helgu Kristjánsdóttur, staðgengli bæjarstjóra kt. 141060-5629, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

9.Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023, fyrri umræða

2401128

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 þar sem lagðar eru til breytingar er varðar skipun barnaverndarþjónustu. Á fundi bæjarstjórnar 8. febrúar 2024 var samþykkt að fresta afgreiðslu á tillögunni.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa til síðari umræðu þeim breytingum sem lagðar eru til á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 er varðar skipun barnaverndarþjónustu.

10.Samningur Hveragerðisbæjar við Frístundamiðstöðina Bungubrekku og Félags eldri borgara

2404061

Lagður fram samningur Hveragerðisbæjar við Frístundamiðstöðina Bungubrekku og Félag eldri borgara.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Helga Kristjánsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

11.Þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Karlakórs Hveragerðis 2024 - 2026

2404037

Lagður fram þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Karlakórs Hveragerðis 2024 - 2026.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

12.Þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Skátafélagsins Stróks 2024-2026

2404060

Lagður fram þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Skátafélagsins Stróks 2024-2026.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

13.Þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Golfklúbbs Hveragerðis 2024-2026

2404059

Lagður fram þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Golfklúbbs Hveragerðis 2024-2026.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

14.Þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Hjálparsveitar skáta í Hveragerði 2024-2026

2404062

Bæjarstjórn leggur fram þjónustusamning milli Hveragerðisbæjar og Hjálparsveitar skáta í Hveragerði 2024-2026.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

15.Tilkynning um undirskriftarsöfnun - óskað eftir íbúakosningu varðandi íþróttaaðstöðu í Hveragerði

2404058

Með bréfi, dags. 5. apríl 2024, frá stjórn Knattspyrnudeildar Hamars er tilkynnt um fyrirhugaða undirskriftasöfnun þar sem óskað er eftir almennri atkvæðagreiðslu um uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Hveragerði samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 155/2013. Ábyrgðaraðilar undirskriftarsöfnunar eru Eydís V. Valgarðsdóttir og Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Eyþór H. Ólafsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefja undirbúning að undirskriftasöfnun í samræmi við 3. gr. reglugerðar nr. 155/2013 um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum og felur bæjarritara Hveragerðisbæjar allan nauðsynlegan undirbúning.
Samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 155/2013 má undirskriftasöfnun hefjast á þeim degi sem ákvörðun sveitarstjórnar er heimilar hana liggur fyrir, þó eigi síðar en innan tveggja vikna. Skal undirskriftasöfnun lokið innan fjögurra vikna frá því að hún hefst. Í 66. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar segir að ef 25% þeirra sem kosningarrétt eiga í sveitarfélaginu óski almennrar atkvæðagreiðslu skv. 108. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011 skuli bæjarstjórn verða við því eigi síðar en innan árs frá því að slík ósk berst.

16.Fundadagatal bæjarráðs og bæjarstjórnar 2023-2024

2309055

Lögð er fram tillaga að breytingu á dagsetningu fundar bæjarstjórnar í maí 2024. Samkvæmt samþykktu fundardagatali bæjarráðs og bæjarstjórnar er næsti fundur bæjarstjórnar fyrirhugaður 9. maí 2024 sem er Uppstigningardagur og almennur frídagur. Lagt er til að fundurinn verði færður fram um einn dag til miðvikudagsins 8. maí 2024 kl. 17:00.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að fyrirhugaður bæjarstjórnarfundur sem samkvæmt samþykktu fundardagatali bæjarráðs og bæjarstjórnar á að halda 9. maí 2024 verði færður til miðvikudagsins 8. maí kl. 17:00.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:49.

Getum við bætt efni síðunnar?