Fara í efni

Bæjarstjórn

577. fundur 22. mars 2024 kl. 08:00 - 08:26 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson forseti bæjarstjórnar
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Hlynur Kárason varamaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Eyþór H. Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
  • Helga Kristjánsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Ráðningasamningur bæjarstjóra

2403735

Lögð fram tillaga að samningi um starfslok Geirs Sveinssonar.



Umræður fóru fram fyrir luktum dyrum.



Eftirfarandi tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi tillögur:
1. Tillaga að starfslokasamningi við Geir Sveinsson og að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er falið að rita undir samninginn og ganga frá starfslokum núverandi bæjarstjóra. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sat hjá.

2. Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er falið að undirbúa ráðningu nýs bæjarstjóra. Samþykkt samhljóða.

3. Skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar falið að gegna hlutverki staðgengils bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn.
Samþykkt samhljóða.

Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Frá því að núverandi meirihluti tók við og réð Geir Sveinsson til starfa hefur verið unnið að mörgum mikilvægum og krefjandi verkefnum, meðal annars verið unnið að stækkun leik- og grunnskóla, ný sorphirða verið innleidd, vinnu við stækkun íþróttahúss hrint úr vör sem og vinnu við hönnun nýs gervigrasvallar. Þá var ráðist í stefnumótun og breytingar á skipuriti bæjarins, fræðslu- og velferðarsviði komið á fót, lækkun leikskólagjalda, frístundastyrkur hækkaður verulega og fráveitumál eru komin á áætlun. Unnið hefur verið að skipulagningu í Fagrahvammslandinu og Öxl og þá er ótalið Árhólmaverkefnið sem mun skila Hveragerðisbæ hundruðum milljóna í tekjur þegar fram líða stundir.

Um sameiginlega ákvörðun meirihluta og Geirs Sveinssonar um starfslok bæjarstjóra er að ræða. Meirihluti bæjarstjórnar þakkar Geir Sveinssyni kærlega fyrir samstarfið á síðastliðnum tveimur árum og óskar honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér næst fyrir hendur.

Halldór Benjamín Hreinsson
Hlynur Kárason
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Klukkan 08:05 var gert fundarhlé.
Klukkan 08:09 hélt fundur áfram.

Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans óska Geir Sveinssyni, fráfarandi bæjarstjóra, velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni.

Friðrik Sigurbjörnsson
Eyþór H. Ólafsson

Umræða um dagskrárliðinn færð í trúnaðarmálabók.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:26.

Getum við bætt efni síðunnar?