Fara í efni

Bæjarstjórn

559. fundur 09. mars 2023 kl. 17:00 - 18:04 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Hlynur Kárason varamaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar 2023

2302002F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 2. mars 2023

2302004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 6, 11, 12 og 13.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 6 "Bréf frá Tailwind ehf frá 10.2.2023" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 11 "Minnisblað frá fasteignafulltrúa - utanhúsklæðning Birkimörk 21-27" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 12 "Lóðaumsóknir - Hólmabrún" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.

Liður 13 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. febrúar 2023

2301004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 2, 3,4, 5 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 2 "Breiðamörk 3 - lóðablað" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir nýtt lóðablað vegna sameiningar lóðanna Breiðamörk 3 og Þelamörk 32.

Liður 3 "Lóðabreyting Lyngheiði 11" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að eigandi að Lyngheiði 11 fái að kaupa lóðaskikan hafi hann áhuga á því.

Liður 4 "Breiðamörk 25a" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að þjónustu- og verslunarrými að Breiðumörk 25a, rými 0101 og fnr. 227-3736, verði breytt í íbúð.

Liður 5 "Breiðumörk 10" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að umsóknin fari í grenndarkynningu.

Liður 7 "Þórsmörk 3 - grenndarkynning" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir grenndarkynninguna. Grenndarkynning nær til: Þórsmörk 1a, 4, 5 og 6 og Fljótsmörk 2 - 12.

Fundargerðin að öðru leiti samþykkt samhljóða.


4.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 21. febrúar 2023

2302003F

Liður afgreiddur sérstaklega 3.

Enginn tók til máls.
Liður 3 "Hlíðarhagi - óveruleg deiliskipulagsbreyting" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn að samþykkir tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hlíðarhaga með vísan í 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga 123/2010.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð atvinnumálanefndar frá 30. janúar 2023

2302019

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð auka aðalfundar Bergrisans frá 20. febrúar 2023

2302054

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Breyting á samþykktum fyrir byggðasamlagið Bergrisann bs, fyrri umræða

2302055

Lagðar fram breytingar á samþykktum fyrir byggðasamlagið Bergrisan bs til fyrri umræðu.

Enginn tók til máls.
Samþykkt að vísa til síðari umræðu.

8.Þjónustusamningur við Hjálparsveit skáta 2023

2302039

Lagður fram þjónustusamningur við Hjálparsveit skáta fyrir árið 2023.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

9.Minnisblað frá skipulagsfulltrúa vegna ákvörðunar um íbúakynningu

2303012

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2023 vegna ákvörðunar um íbúakynningu vegna deiliskipulags ferðaþjónustusvæðis við Árhólma í Hveragerði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að halda íbúafund í samræmi við 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að boða hann þegar kynningargögn verða tilbúin.

10.Minnisblað frá skrifstofustjóra - Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga

2303015

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra frá 7. mars 2023 vegna lánsamnings við Lánasjóð sveitarfélaga.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Geir Sveinsson, Helga Kristjánsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Kl. 17:27 var gert fundarhlé.
Kl. 17:38 hélt fundur áfram.

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 600.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039.
Meirihluti Bæjarstjórnar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, kt. 270164-2699, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Fulltrúar D-listans sátu hjá með eftirfarandi bókun.

Bæjarfulltrúar D-listans hafa ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu þessa máls þar sem ljóst er að hluti af lánsupphæðinni er ætlað að fjármagna þá leið sem meirihlutinn hefur kosið að fara við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Á sama tíma gera bæjarfulltrúar D-listans sér grein fyrir því að nauðsynlegt er að taka lánið sem hér um ræðir til að fjármagna aðrar framkvæmdir sem þeir eru sammála um að þurfi að ráðast í.

Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson


11.Samkomulag um úrgöngu Sveitarfélagsins Ölfus og Hveragerðisbæjar úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

2303014

Lagt fram samkomulag um úrgöngu Sveitarfélagsins Ölfus og Hveragerðisbæjar úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Eftirtaldir tóku til máls. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Geir Sveinsson.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um úrgöngu Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

12.Bréf frá Friðriki Sigurbjörnssyni frá 7. mars 2023

2303016

Lagt fram bréf frá Friðriki Sigurbjörnssyni frá 7. mars 2023 þar sem hann óskar eftir að fá ársleyfi frá störfum bæjarstjórnar af persónulegum ástæðum.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir leyfið. Eyþór H. Ólafsson verður bæjarfulltrúi í hans stað.

13.Skipan í nefndir og ráð

2303017

Tillaga kom um breytingar á fulltrúum í:

Bæjarráð
Alda Pálsdóttir, aðalmaður
Eyþór H. Ólafsson, varamaður

Atvinnumálanefnd
Íris Brá Svavarsdóttir, aðalmaður
Lilja Björg Kjartansdóttir, varamaður

Fasteignafélag Hveragerðis
Eyþór H. Ólafsson, varamaður

Fulltrúar Hveragerðisbæjar á Ársfund SASS
Eyþór H. Ólafsson, varamaður

Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund Bergrisans
Eyþór H. Ólafsson, aðalmaður

Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund HES
Eyþór H. Ólafsson, aðalmaður

Fulltrúar í Héraðsnefnd Árnesinga
Eyþór H. Ólafsson, aðalmaður

Fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Eyþór H. Ólafsson, varamaður.
Tillögurnar samþykktar samhljóða.

14.Reglur um úthlutun félagsleg leiguhúsnæðis

2303019

Lagðar fram reglur um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson, Geir Sveinsson og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með þeir breytingum sem lagðar voru til á fundinum en þær verða endurskoðaðar þegar reynsla er komin á Fræðslu- og velferðaþjónustu Hveragerðisbæjar.

15.Reglur Hveragerðisbæjar um fjárhagsaðstoð

2303021

Lagðar fram reglur Hveragerðisbæjar um fjárhagsaðstoð.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með þeir breytingum sem lagðar voru til á fundinum en þær verða endurskoðaðar þegar reynsla er komin á Fræðslu- og velferðaþjónustu Hveragerðisbæjar.

16.Reglur Fræðslu og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar um félagslegt leiguhúsnæði

2303020

Lagðar fram reglur Fræðslu og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar um félagslegt leiguhúsnæði.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með þeir breytingum sem lagðar voru til á fundinum en þær verða endurskoðaðar þegar reynsla er komin á Fræðslu- og velferðaþjónustu Hveragerðisbæjar.

17.Reglur Fræðslu og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur barna

2303022

Lagðar fram reglur Fræðslu og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur barna.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með þeir breytingum sem lagðar voru til á fundinum en þær verða endurskoðaðar þegar reynsla er komin á Fræðslu- og velferðaþjónustu Hveragerðisbæjar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:04.

Getum við bætt efni síðunnar?