Fara í efni

Bæjarstjórn

542. fundur 10. febrúar 2022 kl. 17:00 - 19:02 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Alda Pálsdóttir varamaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Friðrik Sigurbjörnsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði bæjarstjórn fram eftirfarandi bókun.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið.
Bæjarstjórn ítrekar mikilvægi þess að þessari fjölförnu samgönguæð sé haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjölmargir sækja vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins og fjölgar sífellt í þeim hópi. Fyrirtæki sinna þjónustu þvert á svæðin og eru greiðar samgöngur þeim mikilvægar. Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 20. janúar 2022.

2201001F

Liðir afgreiddir sérstaklega 3, 4, 5, 6 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 3 "Bréf frá persónuverndarfulltrúa frá 17. janúar 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 4 "Bréf frá Sigurhæðum frá 16. desember 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að styrkja Sigurhæðir um kr. 584.694,-.

Liður 5 "Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi 2022-2033, sbr. lið 5 í fundargerðs SOS" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Minnisblað frá skrifstofustjóra: Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 8 "Afgreiðslur umsókna um leikskólavist/skólavist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 3. febrúar 2022.

2201004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 7, 8, 9, 10, 11 og 12.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 7 "Bréf frá Klúbbnum Stróki frá 20. janúar 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að styrkja Klúbbinn Strók um kr. 150.000,-.

Liður 8 "Minnisblað frá bæjarstjóra - breytingar á gerð ársreiknings og fjárhagsáætlunar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fjárhagsáætlun ársins 2022 verði endurskoðuð að teknu tilliti til þessara breytinga.

Liður 9 "Leigusamningur - Tjaldsvæði Hveragerðisbæjar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 10 "Opnun tilboða í verkið - Hólmabrún í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka lægsta tilboði frá Gröfutækni ehf enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

Liður 11 "Verðkönnun - Opnun tilboða í verkið - Álfafell" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Sportþjónustunnar ehf.

Liður 12 "Lóðaumsóknir" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutanirnar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags - og mannvirkjanefndar frá 8. febrúar 2022.

2201006F

Liðir afgreiddir sérstaklega 2 og 3.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 2 "Nýtt íbúðarsvæði ÍB15, tillaga að breytingu á aðalskipulagi" afgreiddur sérstaklega.

Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð og Eyþór H. Ólafsson tók við fundarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til umsagnar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en hún verður auglýst skv. 31. gr. sömu laga. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn þá tillögu nefndarinnar að gengið verði til samninga við ASK arkitekta um gerð deiliskipulags á svæðinu í ljósi niðurstöðu samkeppni um skipulag miðbæjar árið 2008 og eru þeir kunnugir staðháttum.

Liður 3 "Brattahlíð 2, geymslu- og aðstöðuhús, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu í grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að því tilskyldu að breytingar verði gerðar á teikningum í samræmi við athugasemdir nefndarinnar um að fjarlægð húss verði minnst 1m frá gangstéttarbrún.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2022, síðari umræða.

2201016

Lögð fram til síðari umræðu Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2022.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Fulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram eftirfarandi bókun.

Á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að „[h]lutverk húsnæðisáætlana er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma. Megin markmið með gerð húsnæðisáætlana er því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimilanna“. Í húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2022, sem nær til ársins 2031, er að finna greiningu á stöðu í húsnæðismálum í sveitarfélaginu og hvert framboð húsnæðis þurfi að vera til að halda við núverandi stöðu. Þess vegna er t.d. ekki að finna í húsnæðisáætlun markmið um uppbyggingu námsmannaíbúða eða eins og segir í húsnæðisáætlun: „Í sveitarfélaginu er ekki hefð fyrir húsnæði fyrir námsmenn og ekkert slíkt húsnæði til staðar. Af þeirra ástæðu er engin eftirspurn eftir leiguhúsnæði fyrir námsmenn í Hveragerði.“ Á sama hátt er ekki sett fram áætlun um hlutfallslega fjölgun leiguíbúða né félagslegs leiguhúsnæðis þó að alþekkt sé að Hveragerðisbær er eftirbátur annarra sveitarfélaga í að bjóða upp á félagslegt leiguhúsnæði og þörfin er langt umfram framboð bæjarins. Sú aðgerð að fjölga leiguíbúðum og félagslegu leiguhúsnæði mun eitt og sér tryggja húsnæðisöryggi fjölda fjölskyldna. Eins er tilvalið að sveitarfélagið setji sér markmið um að námsmannaíbúðir verði í Hveragerði en líklega yrðu slíkar íbúðir eftirsóttar meðal námsmanna með fjölskyldur, og námsmanna sem eiga rætur í Hveragerði og vilja búa hér áfram þó nám sé sótt til höfuðborgarsvæðisins. Í húsnæðisáætlun ættu að vera metnaðarfull markmið um fjölbreytt húsnæðisform frekar en að hafa það að markmiði að halda í núverandi stöðu.

Undirrituð greiða atkvæði með þeirri húsnæðisáætlun sem hér liggur til samþykktar, en heita því að ef Okkar Hveragerði verður í þeirri aðstöðu að mynda meirihluta í bæjarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningar í vor munu metnaðarfyllri áætlanir sjást í húsnæðismálum sveitarfélagsins.

Njörður Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir

Kl. 17:33 var gert fundarhlé.
Kl. 17:53 hélt fundur áfram.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Hlutverk húsnæðisáætlana er að draga fram mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf til lengri og skemmri tíma. Megin markmiðið með gerð húsnæðisáætlana er að unnið sé með þær upplýsingar sem þar koma fram með það að markmiði að stuðlað sé að auknu húsnæðisöryggi.

Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar byggir á áherslum sem lagðar hafa verið í aðalskipulagi Hveragerðisbæjar sem gildir frá 2017 til 2029. Þar er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi að meðaltali um 2-3% á ári, sem er hraðari íbúafjölgun heldur en mannfjöldaspá Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar gerir ráð fyrir.

Íbúum Hveragerðisbæjar hefur að meðaltali fjölgað árlega um 2,3% frá aldamótum. Nokkur stöðnun var þó á árabilinu 2009-2013. Frá 2019 til ársins 2021 hefur íbúafjölgun verið vel yfir meðallagi, eða 3%. Íbúafjölgun á árinu 2021 var í sögulegu hámarki, en íbúum fjölgaði þá um tæp 8% á milli ára sem er mesta fjölgun á landinu í stærri sveitarfélögum. Ekki er þó raunhæft að áætla að íbúafjölgun verði jafn hröð og hún hefur verið og tekur mannfjöldaspá bæjarins tillit til þess. Frá aldamótum hefur meðalfjölgun íbúa verið um 2,5%, sem er í samræmi við miðspá aðalskipulags bæjarins. Af þeirri ástæðu er mannfjöldaspá bæjarins til lengri tíma (eftir árið 2025) eins og lagt er til í aðalskipulaginu, en tekið er tillit til þeirrar uppsveiflu sem er í gangi núna næstu þrjú árin og þá sérstaklega í háspánni.Fjöldi skipulagðra íbúðarsvæða sem á eftir að byggja upp mun einnig hafa áhrif á íbúafjölgun í bænum. Vert er að geta þess að bæjarstjórn getur haft mikil áhrif á hversu hröð/hæg íbúafjölgun verður með því að stýra úthlutun lóða og heimildum til handa einkaaðilum til uppbyggingar á eignarlóðum.

Með ítarlegri húsnæðisáætlun er komið stjórntæki fyrir bæjarstjórn sem gefur glögga mynd af stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu og einfaldar þar með alla ákvarðanatöku til mikilla muna. Bæjarstjórn vill jafnframt fagna nýkominni heimasíðu Þjóðskrár þar sem nú er hægt að sjá frá degi til dags þróun á fasteignamarkaði einstakra sveitarfélaga. Með því ætti öll umræða um húsnæðismál í samfélaginu að færast nær þeim raunveruleika sem sá málaflokkur býr við.

Eyþór H.Ólafsson
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir
Alda Pálsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar árið 2022.

5.Hveragerði og Gallup - Þjónusta sveitarfélaga 2021.

2202061

Lögð fram niðurstaða þjónustukönnunar sveitarfélaga 2021. Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Könnunin hefur verið kynnt bæjarfulltrúum af Matthíasi Þorvaldssyni fyrir fundinn.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.

Hveragerðisbær skipar sér í efsta sæti sveitarfélaga þegar spurt er um heildaránægju íbúa með sveitarfélagið sem stað til þess að búa á. Þrátt fyrir að vera í fyrsta sæti er rétt að geta þess að ekki er marktækur tölfræðilegur munur á Hvergerðingum og íbúum þess sveitarfélags sem næst kemur.

Undanfarin ár hafa íbúar Hveragerðisbæjar vermt efstu sæti þessarar könnunar og er ánægjulegt að sjá að bæjarstjórn hefur verið á réttri leið hvað varðar þjónustu við bæjarbúa.
Á árinu 2021 var Hveragerðisbær í efsta sæti eins og áður hefur komið fram þegar lagt er mat á sveitarfélagið sem stað til að búa á og reyndust 92% aðspurðra ánægðir, 3% hvorki né og 5% eru óánægðir. Meðaleinkunnin hækkar úr 4,3 í 4,4 á milli ára hjá Hveragerðisbæ sem sýnir að fáir íbúar ef nokkrir á Íslandi eru ánægðari með sveitarfélagið sitt en Hvergerðingar. Er sérlega ánægjulegt að sjá að ánægja íbúa í Hveragerði eykst á milli ára þrátt fyrir andstreymi af völdum covid sem gefur góðar vísbendingar um gleðiríka framtíð.

Hveragerðisbær er yfir landsmeðaltali í öllum málaflokkum nema einum, en ljóst er að ánægja með sorphirðu mætti vera betri í bæjarfélaginu. Þar er verk að vinna. Það er afar ánægjulegt að sjá þá miklu ánægju sem ríkir í mörgum málaflokkum eins og til dæmis varðandi þjónustu við eldri borgara þar sem ánægja mælist langt fyrir ofan þau sveitarfélög sem næst koma. Einnig eru íbúar áberandi ánægðari en allir aðrir með umhverfi í nálægð við heimili sitt, ánægja með skipulagsmál er eins og best verður á kosið sem og ánægja með þjónustu þegar á heildina er litið.

Í ár keypti Hveragerðisbær aðgang að könnun um umhverfismál og þar eru íbúar Hveragerðisbæjar marktækt ánægðari en íbúar allra annarra sveitarfélaga í öllum þeim málum sem spurt var um. Í þremur spurningum af fimm eru Hvergerðingar ánægðastir allra og í einni spurningu í öðru sæti en erum vel fyrir ofan miðju þegar spurt var um hvernig íbúar töldu Hveragerðisbæ standa sig í að minnka kolefnisspor sveitarfélagsins.

Könnun sem þessi gefur góðar vísbendingar um það sem gera mætti betur og er hvetjandi fyrir bæjarfulltrúa í þeim efnum. Bæjarstjórn lítur á þessar frábæru niðurstöður sem hvatningu til að gera enn betur en áður og munu hér eftir sem hingað til leggja sig fram um að íbúum Hveragerðisbæjar séu búin bestu mögulegu skilyrði.

Bæjarstjórn þakkar íbúum þeirra mikilvæga framlag með þátttöku í könnuninni og felur bæjarstjóra að koma niðurstöðunum á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt er því beint til stjórnenda og nefndarformanna að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og úrvinnslu.

6.Leigusamningur Breiðumörk 21.

2202063

Lagður fram leigusamningur um hluta af Breiðumörk 21.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

7.Makaskipti á landi - Öxnalækur.

2202064

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 8. febrúar 2022 varðandi makaskipti á lóðum úr landi Öxnalækjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir þær tillögur sem lagðar eru fram í minnisblaðinu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við aðila á þeim grunni sem þarna er kynntur. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að lóðin Vorsabær 6 verði auglýst laus til úthlutunar í samræmi við hefðbunda úthlutunarskilmála lóða í Hveragerði um leið og umræddir samningar hafa verið frágengnir.

8.Ráðning fasteignafulltrúa.

2202060

Lögð fram greinargerð frá Hagvangi vegna stöðu fasteignafulltrúa hjá Hveragerðisbæ og göng um umsækjendur.

Enginn tók til máls.
Kl. 18:20 var gert fundarhlé.
Kl. 18:34 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn hefur farið ýtarlega yfir fyrirliggjandi gögn um alla umsækjendur. Það er niðurstaða bæjarstjórnar að Runólfur Þór Jónsson uppfylli best þær kröfur sem gerðar voru í auglýsingu og samþykkir því að honum verði boðið starf fasteignafulltrúa í Hveragerði.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:02.

Getum við bætt efni síðunnar?