Fara í efni

Bæjarstjórn

485. fundur 09. mars 2017 kl. 17:00 - 19:04 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Guðjón Óskar Kristjánsson varamaður
  • Garðar R. Árnason
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar kannaði forseti hvort fundarmenn gerðu athugasemdir við að fundurinn væri ekki hljóðritaður vegna bilunar í tækjabúnaði. Enginn gerði athugasemd vegna þessa.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 16.febrúar 2017.

1702002F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 5, 6 og 7.
Liður 5 "Bréf frá stúkunni Geysi frá 23. janúar 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Bréf frá félaginu Leiðin út á þjóðveg frá 13. febrúar 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs. Styrkurinn verður greiddur út við framvísun reikninga vegna aðkeyptrar þjónustu.

Liður 7 "Bréf frá Fjölís frá 1. febrúar 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Vegna liðar 9 verkfundargerð "Leikskóli Þelamörk 62" telur bæjarstjórn rétt að leikskólastjóri Undralands sitji verkfundi þar sem innrétting húss og frágangur lóðar fer nú senn að hefjast og mikilvægt er að sjónarmið þeirra sem vinna munu í húsinu komi fram strax.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 2.mars 2017.

1702003F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Garðar R. Árnason.
Liðir afgreiddir sértaklega: 10, 12, 13, 14, 15 og 16.
Liður 10 "Bréf frá Elínu Káradóttur og Sigurði Vilberg Svavarssyni frá 22. febrúar 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 12 "Bréf frá Fróða ehf frá 6. janúar 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 13 "Lóðaumsókn Dynskógar 11 og 13" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 14 "Lóðarumsókn Dynskógar 13" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 15 "Kauptilboð í fasteignina Lækjarbrún 9" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Vegna liðar 16 þá tekur bæjarstjórn undir þakkir bæjarráðs og þakkar Ara Eggertssyni góð störf og gott samstarf um leið honum er óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Jafnframt er bæjarstjóra falið að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar.

Vegna liðar 7 þá tekur bæjarstjórn undir bókun bæjarráðs og ítrekar fyrirliggjandi vilja bæjarstjórnar um að allar tunnur í Hveragerði verði losaðar á þriggja vikna fresti.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7.mars 2017.

1703002

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Garðar R Árnason og Guðjón Ó. Kristjánsson.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 1,2,3,4 og 5.
Liður 1 "Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 - Verkstaða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að senda tillöguna til Sveitarfélagsins Ölfus og annarra formlegra umsagnaraðila og þeim veittur frestur til 24. mars til að gera athugasemdir við hana sbr. 2. mgr. 4.6.1 gr skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Liður 2 "Deiliskipulag fyrir Dalsbrún, Hjallabrún og Hólmabrún, breytingartillaga" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillöguna.

Liður 3 "Svæði milli Austurmerkur og Suðurlandsvegar, tillaga að deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að við deiliskipulagsgerðina verði tekið mið af þeim tillögum sem fram koma í kynningunni. Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar um að hús á Eden lóðinni eigi ekki að fara yfir 3 hæðir og að þriðja hæðin verði á einhverjum stöðum inndregin til að milda ásýnd húsanna.

Liður 4 "Edenreitur, deiliskipulag" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að við deiliskipulagsgerðina verði tekið mið af þeim tillögum sem fram koma í kynningunn en vísar jafnframt í bókun við lið 3.

Liður 5 "Breiðamörk 1C, tillaga að deiliskipulag" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim lagfæringum sem kynntar voru á fundinum.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 13.febrúar 2017.

1703004

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Samkomulag við Bandalag íslenskra skáta vegna World Scout Moot.

1703003

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Unnur Þormóðsdóttir.

Lagt fram samkomulag milli Bandalags íslenskra skáta, Hveragerðisbæjar og Landbúnaðarháskóla Íslands vegna World Scout Moot sem haldið verður á Íslandi 2017. Gert er ráð fyrir um 400 þátttakendum í Hveragerði.
Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið.

6.Forkaupsréttur, Öxnalækjarland.

1703005

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Unnur Þormóðsdóttir.

Lagt fram kauptilboð í Öxnalækjarland 171614 en Hveragerðisbær er með forkaupsrétt að landinu.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta bæjarráðsfundar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu á málinu.

7.Samkomulag við ábúanda á Friðarstöðum um ábúðarlok og uppgjör.

1703007

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Garðar R. Árnason og Guðjón Ó. Kristjánsson.

Lagt fram samkomulag við ábúanda á Friðarstöðum um ábúðarlok og uppgjör. Samkvæmt samkomulaginu verða ábúðarlok 1. júní 2017 og Hveragerðisbær greiðir ábúanda matsfjárhæð kr. 63.048.891.- að viðbættri vísitöluhækkun.
Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið. Bæjarstjóra falið að ganga frá ábúðarlokum í samvinnu við lögmann bæjarins.

8.Fyrirspurn frá S-lista.

1703006

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Fririk Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.

Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn um viðurkenningu Hveragerðisbæjar fyrir framlag til menningar.

Á bæjarstjórnarfundi 14. janúar 2016 lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra fram tillögu um að komið yrði á fót árlegri viðurkenningu fyrir framlag til menningar í Hveragerði. Tillagan var samþykkt með breytingartillögu sjálfstæðismanna sem hljóðaði upp á að í tilefni 70 ára afmælis Hveragerðisbæjar skyldi sérstaklega horft til þess að veita viðurkenningu á árinu 2016 til hóps eða félags sem unnið hefur ötullega að framgangi menningar og listalífs í sveitarfélaginu og jafnframt að menningar-, íþrótta- og frístundanefnd skyldi endurskoða reglur um veitingu þessara viðurkenninga.

Spurt er um hvenær von er á að endurskoðaðar reglur um veitingu menningarviðurkenningar komi til umfjöllunar bæjarstjórnar.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði fram eftirfarandi svar:
Vinna er hafin í Menningar-, íþrótta- og frítstundanefnd við endurskoðun reglugerðar um úthlutun á menningarverðlaunum Hveragerðisbæjar. Hefur sú vinna því miður aðeins tafist m.a. vegna breytinga á skipan nefndarinnar. Stefnt er að því að tillaga um endurskoðaða reglugerð verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar sem væntanlega verður haldin í april. Rétt er að geta þess að Listvinafélag Hveragerðis fékk menningarverðlaun árið 2016 í samræmi við þá tillögu sem samþykkt hafði verið.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:04.

Getum við bætt efni síðunnar?