Fara í efni

Bæjarstjórn

531. fundur 11. febrúar 2021 kl. 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 21. janúar 2021.

2101003F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1 og 4.

Enginn tók til máls.
Liður 1 "Bréf frá Villiköttum frá 15. janúar 2021" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 4 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir beiðnina.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 4. febrúar 2021.

2101005F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 7, 10 og 12.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 7 "Forkaupsréttur Austurmörk 20 - fnr. F2234364" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti á umræddri húseign.

Liður 10 "Opnun verðkönnunar í verkið - Bláskógar 1, niðurrif" afgreiddur sérstaklega. Njörður Sigurðsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Gumma Sig ehf.

Liður 12 "Lóðaumsókn Bláskógar 1" afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir úthlutunina. Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir sátu hjá.

Varðandi lið 20 Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þá vísar bæjarstjórn drögum að samþykkt um vatnsvernd til umhverfisnefndar.

Varðandi lið 4 "Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 26. janúar 2021" vegna áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða tekur bæjarstjórn undir afstöðu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 2. febrúar 2021.

2102023

Liðir afgreiddir sérstaklega: 2, 3 og 4.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Liður 2 "NLFÍ, tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi" afreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til umsagnar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi af því kynnt íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum, sbr. 2. mgr. 30. gr. laganna og auglýst í samræmi við 31. gr. laganna.
Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar um að henni lýst í megin atriðum vel á deiliskipulagsdrögin með þeim athugasemdum sem nefndin gerir.
Liður 3 "Hlíðarhagi, breyting á aðal- og deiliskipulagi, umsagnir sem borist hafa um skipulagslýsingu og tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til umsagnar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi af því kynnt nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum, sbr. 2. mgr. 30. gr. laganna og auglýst samhliða tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við 31. og 43. gr. laganna.

Liður 4 "Brúarhvammslaut, stofnun lóðar" afgreiddur sérstaklega. Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir lóðarblaðið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð fræðslunefndar frá 2. febrúar 2021.

2101006F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 2 og 6.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 2 "Skýrsla skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði" afgreidd sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að skipaður verði starfshópur með utanaðkomandi aðstoð til að yfirfara og endurbæta skólastefnu bæjarins. Bæjarstjóra og formanni fræðslunefndar falið að leggja fram tillögu að aðilum i starfshópinn ásamt tillögu að ráðgjafa sem starfað gæti með hópnum fyrir bæjarráð.

Liður 6. "Hugarfrelsi - Námskeið og eftirfylgni" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela menningar- og frístundafulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við bókun nefndarinnar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Kjörstjórnar frá 18. janúar 2021.

2102024

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus frá 1. febrúar 2021.

2102025

Lagt fram bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus þar sem tilkynnt er breyting á fulltrúum Ölfus í fræðslunefnd. Baldur Guðmundsson verði aðalmaður og Indiana Sólveig Marquez verði varamaður.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir breytinguna.

7.Forkaupsréttur Breiðamörk 22

2102027

Lagt fram bréf frá Fagvís þar sem óskað er eftir að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti af fasteigninni Breiðamörk 22 fnr. 228-4721.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti að fasteigninni Breiðamörk 22 fnr. 228-4721.

8.Minnisblað frá bæjarstjóra- fráveitulögn frá Hlíðarhaga.

2102031

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 9. febrúar 2021 vegna fráveitulagnar frá Hlíðarhaga.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að nú þegar verði boðin út fráveitulögn frá fyrirhugaðri íbúðabyggð í Hlíðarhaga og að brunni í Laufskógum. Kostnaði verði mætt með greiðslum lóðarhafa í Hlíðarhaga sem eru í samræmi við samning milli aðila varðandi uppbyggingu á svæðinu. Fráveitulögnin mun einnig þjónusta nýja byggð við Varmá en deiliskipulagsvinna á þeim reit er á lokastigi.

9.Tillaga frá D-lista um bílastæði við Skólamörk.

2102030

Fulltrúar meirihluta D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu.
Undirrituð leggja til að hönnun hefjist nú þegar á bílastæðinu milli Breiðumerkur 24 og Íþróttahússins við Skólamörk með það fyrir augum að bílaplanið nýtist þeirri fjölbreyttu starfsemi sem er þar í nágrenninu en taki einnig mið af þeirri staðreynd að planið er á skólasvæðinu og tengist einnig Lystigarðinum Fossflöt.

Meirihlutinn leggur til að við hönnunina verði horft til þess að planið geti, fyrir utan það að vera bílastæði, nýst með sem fjölbreyttustum hætti, við hátíðahöld og íþróttaiðkun. Rétt er einnig að horfa til þess að grófhanna aðkomu að núverandi anddyri Grunnskólans í Hveragerði. En þar sem fyrirhuguð er viðbygging í þá átt í framtíðinni er ekki skynsamlegt að ráðast út í endanlegar framkvæmdir við frágang þar fyrr en sú viðbygging verður að veruleika.

Skipulagsfulltrúa er falið að hefja þessa vinnu en við hönnunina hafi hann samráð við nefndir bæjarins á þessu sviði auk þeirra starfsmanna sem málið varðar.

Greinargerð:
Eins og sjá má á myndinni hér meðfylgjandi er stórt ómalbikað plan við íþróttahúsið Skólamörk þar sem fjölda bíla er lagt á álagstímum. Bílaplanið gæti tekið við hátt í 100 bifreiðum með góðri hönnun ef eingöngu væri horft til notkunar þess sem bílastæðis.

Hinir fjölmörgu veitingastaðir sem eru í miðbæ Hveragerðis laða að sér tugþúsundir gesta á ári hverju rétt eins og Lystigarðurinn Fossflöt og Hveragarðurinn svo fátt eitt sé talið.

Það er löngu ljóst að það er krefjandi verkefni og úrlausnarefni til framtíðar að útbúa bílastæði fyrir almenning í miðbænum. Þar sem þetta bílastæði er staðsett í raun innan skólasvæðis og við stórt íþróttamannvirki þá er einnig rétt að við framtíðarskipulag verði tekið mið af þeirri staðreynd.

Eyþór H. Ólafsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

10.Tillaga frá Frjálsum með Framsókn um fjölskyldusundkort.

2102029

Fulltrúi Frjálsra með Framsókn lagði fram eftirfarandi tillögu.
Bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn leggur til að kannað verði hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegu fjölskyldusundkorti í samstarfi við nágrannasveitarfélögin Árborg og Ölfus.

Greinargerð:
Sund er góð hreyfing. Þetta er hreyfing sem hægt er að stunda alla ævina, hún eykur liðleika og bætir líkamsstöðuna og hentar fjölbreyttum aldurshópi. Sundlaugarnar hafa upp á margt að bjóða, hvort sem það er sundlaugin sjálf til að synda í, heitu pottarnir, gufan eða rennibrautin þar sem við á. Ekki síst er það félagslegi þátturinn. Samverustund fjölskyldunnar, hitta fólk í pottinum og eiga þar góðar samræður eða bara að njóta kyrrðarinnar þegar enginn annar er. Markmið fjölskyldu sundkorts, í samstarfi við nágrannasveitarfélögin, væri að auka þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, auka afþreyingarmöguleika á hagkvæmari máta, stuðla að heilsubót og bættri lýðheilsu.
Svo vitnað sé í leiðarljós íþrótta og frístundastefnu Hveragerðisbæjar:
„Góð samvinna bæjarfélagsins, íþrótta- og frístundafélaga og annarra aðila stuðlar að bættri lýðheilsu íbúanna. Meginmarkmið Hveragerðisbæjar í málaflokknum er að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættrar lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, iðkunar íþrótta og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Einnig að tryggja börnum og ungmennum öruggt umhverfi þar sem unnið er markvisst gegn áhættuhegðun, svo sem einelti, ofbeldi, klámvæðingu og notkun vímuefna.

Ennfremur í almenna kaflanum um íþróttir og frístundir
segir: “...efla samstarf við nágrannasveitarfélög um nýtingu íþróttamannvirkja.“
Frjáls með Framsókn leggja mikla áherslu á málefni fjölskyldunnar í stefnuskrá sinni og hvetja til þess að gengið verið að þessari tillögu.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar til umfjöllunar.

11.Stjórnarfundur Bergrisans frá 26.janúar 2021.

2102026

Eftirtaldir tóku til máls:
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?