Fara í efni

Bæjarstjórn

524. fundur 10. september 2020 kl. 17:00 - 17:33 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Sigurður Einar Guðjónsson varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 3. september 2020.

2008001F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð fræðslunefndar frá 2. september 2020.

2009010

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn mun fjalla um opnunartíma leikskólanna í vinnu sinni við gerð fjárhagsáætlunar. Einnig felur bæjarstjórn bæjarstjóra að kanna þann kostnaðarauka sem felst í breytingum á starfi leikskólanna í kjölfar nýrra kjarasamninga leikskólakennara en bæjarfulltrúar þurfa að taka tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Opnun tilboða í verkið - Sundlaugin Laugaskarði, endurbætur 2. áfangi.

2009006

Opnun tilboða í verkið "Sundlaugin Laugaskarði, endurbætur 2. áfangi" fór frá miðvikudaginn 2. september 2020. Alls bárust 4 tilboð í verkið.

Viðskiptavit ehf 156.351.479.kr
Frumskógar ehf 146.861.768.kr
Verkeining ehf 159.977.975.kr
Trésmiðja Sæmundar ehf 163.268.528.kr

Kostnaðaráætlun Verkís 142.049.300.kr.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að tala tilboði lægstbjóðanda, Frumskóga ehf, enda uppfylli fyrirtækið skilyrði útboðsgagna.

4.Tilboð í bankaþjónustu.

2009018

Óskað var eftir tilboðum í bankaþjónustu frá þeim þremur bönkum sem reka útibú á svæðinu þ.e. Arionbanka, Íslandsbanka og Landsbanka. Óskað var eftir upplýsingum um hvaða þjónustu bankarnir væru tilbúnir til að veita íbúum í Hveragerði og einnig óskað tilboða í helstu viðskipti Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Þórunn Pétursdóttir, Garðar R. Árnason og Sigurður Einar Guðjónsson.
Bæjarstjórn þakkar forsvarsmönnum bankanna tilboðin sem óskað var eftir í kjölfar lokunar útibús Arion banka hér í Hveragerði.

Það eru bæjarstjórn mikil vonbrigði að enginn af þessum bönkum skuli sjá hag sinn í því að opna útibú hér í Hveragerði, í bæjarfélagi sem telur um 2.750 íbúa auk mikils fjölda innlendra jafnt sem erlendra ferðamanna sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma.

Það er sérkennilegt að sjá að allir bankarnir telja nauðsynlegt að hafa útibú, svo til hlið við hlið, á Selfossi á sama tíma og íbúum Hveragerðisbæjar er sagt að engin nauðsyn sé að hér sé útibú enda sé hægt að sinna öllum viðskiptum við banka rafrænt. Sú staðreynd ætti að gera það mögulegt að útibúum bankanna væri dreift jafnar í þéttbýliskjarna svæðisins en nú er gert. Hinn stafræni heimur virkar ekki bara á einn veg hann getur hæglega virkað til dreifingar þjónustu vítt og breitt um landsbyggðina standi raunverulegur hugur til þess.

Í ljósi þeirra tilboða sem hér eru lögð fram mun bæjarstjórn semja um áframhaldandi bankaviðskipti við Arion banka sem býður hagstæðustu viðskiptakjörin fyrir Hveragerðisbæ og jafnframt örlitla þjónustu við íbúa bæjarins i formi innlagnarhraðbanka sem aðgengilegur verður allan sólarhringinn, viðveru og þjónustu vikulega við umræddan hraðbanka auk kennslu og aðstoð við íbúa á Dvalarheimilinu Ási í notkun á stafrænni þjónustu.

5.Samningur við nemendur í 7. bekk GÍH veturinn 2020-2021.

2009019

Lagður fram samningur við 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði um umhverfishreinsun veturinn 2020-2021.

Enginn tók til máls.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

6.Samningur við nemendur í 10. bekk í GÍH veturinn 2020-2021.

2009021

Lagður fram samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólastarf veturinn 2020-2021.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

7.Þjónustusamningur - Foreldrafélag leikskólanna Undralands og Óskalands 2020-2022.

2009020

Lagður fram þjónustusamningur við Foreldrafélag leikskólanna fyrir árin 2020-2022.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

8.Erindi frá Garðari Rúnari Árnasyni frá 3. september 2020.

2009007

Lagt fram bréf frá Garðari Rúnari Árnasyni frá 3. september 2020 þar sem hann óskar eftir ótímabundnu leyfi frá setu í bæjarstjórn af persónulegum ástæðum. Einnig segir hann sig frá því að sækja ársfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir beiðnina en Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir mun taka sæti Garðars í bæjarstjórn á meðan á leyfinu stendur. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Jóhanna verði aðalmaður á Ársfundi SASS og aðalmaður á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

9.Erindi frá Árdísi Rut Hlífar Einarsdóttur frá 3. september 2020.

2009008

Lagt fram bréf frá Árdísi Rut H. Einarsdóttur frá 3. september 2020 þar sem hún segir sig úr fræðslunefnd þar sem hún er flutt úr Hveragerði.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að Gunnar Biering Agnarsson verði varamaður í fræðslunefnd í stað Árdísar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:33.

Getum við bætt efni síðunnar?