Fara í efni

Bæjarstjórn

523. fundur 11. júní 2020 kl. 17:00 - 18:59 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Friðrik Örn Emilsson varamaður
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð Bæjarráðs frá 22. maí 2020.

2005002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 7 og 10.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.

Liður 7 "Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands frá 15. maí 2020" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að kanna málið nánar fyrir næsta fund bæjarráðs.

Liður 10 "Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - endurnýjun á gervigrasi í Hamarshöll" afgreiddur sérstaklega.
Fyrir bæjarstjórnarfundinn var bæjarfulltrúum kynnt það gras sem gerð er tillaga um verði keypt.
Bæjarstjórn samþykkir að kaupa Edelgrass frá Leiktækjum og Sport.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Bæjarráðs frá 4. júní 2020.

2006001F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 7.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 7 "Minnisblað frá skrifstofustjóra - jafnlaunavottun" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Varðandi lið 3 samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar beinir því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra að séð verði til þess að umrædd heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts við byggingu, endurbætur og viðhald húsnæðis verði framlengd út árið 2021. Þessi endurgreiðsluheimild skiptir sköpum fyrir sveitarfélög sem þar með geta ráðist í framkvæmdir þrátt fyrir að sjá fram á lækkun tekna. Með þessari heimild er sveitarstjórnarstiginu gert kleyft að taka þátt í endurreisn og uppbyggingu samfélagsins en þannig geta þau lagt sitt af mörkum varðandi uppbyggingu atvinnulífs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 19. maí 2020.

2005003F

Varðandi lið 1 kom Elísabet B. Lárusdóttir á fund með bæjarstjórn og kynnti verkefni sitt.
Varðandi lið 5 tekur bæjarsjórn undir bókun umhverfisnefndar með þakkir til sjálfboðaliða sem hafa lagt hönd á plóg við endurbætur á Lystigarðinum.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 2. júní 2020.

2006018

Liðir afgreiddir sérstaklega 2, 3, 4 og 6.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson,
Liður 2 "Kambahraun 51, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og við bílskúr" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt að nýju skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 3 "Dynskógar 24, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 4 "Bláskógar 6, ósk um að skipta einbýlishúsalóð í þrjár einbýlishúsalóðir" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt.

Liður 6 "Borgarheiði 18, umsókn um leyfi fyrir skjólgirðingu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að gera tillögu til bæjarstjórnar að almennum reglum um afgreiðslu byggingarfulltrúa á umsóknum um girðingar og skjólveggi, sem lóðarhafar vilja reisa á lóðarmörkum sínum við götur, stíga og opin svæði.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Fræðslunefndar Hveragerðisbæjar frá 3. júní 2020.

2006019

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar frá 2. júní 2020.

2006028

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð kjörstjórnar frá 10. júní 2020.

2006034

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð og verklagsreglur Bergrisans frá 3. júní 2020.

2006030

Lögð fram fundargerð Bergrisans, NPA reglur og verklagsreglur Þjónusturáðs Suðurlands.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA fyrir sitt leyti.

9.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun.

2006025

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna tekjumissis og aukins kostnaðar í ársbyrjun 2020.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun upp á kr. 89.000.000.- vegna tekjumissis og aukins kostnaðar í ársbyrjun 2020 sem mætt verði af handbæru fé. Í staðinn samþykkir bæjarstjórn að taka lán fyrir öllum fjárfestingum ársins en áður var áætlað að 89 milljónir af fjárfestingum væru greiddar með handbæru fé.

10.Lánasamningur - Lánasjóður sveitarfélaga.

2006026

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 89 m.kr.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 89.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

11.Tillaga frá meirihluta D-listans um tilboð í bankaþjónustu.

2006032

Lögð er fram tillaga frá fulltrúum meirihluta D-listans um að leitað verði tilboða í bankaþjónustu (vaxtakjör og þjónustugjöld) hjá þeim bankastofnunum sem áhuga kunna að hafa á þjónustu við Hveragerðisbæ. Einnig verði óskað eftir upplýsingum um það með hvaða hætti viðkomandi banki sjái fyrir sér þjónustu við bæjarbúa.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson.
Tillagan samþykkt samhljóða.

12.Þjónustusamningur við Leirlistahóp - Hveraportið.

2006029

Lagður fram þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Handverks og hugvits undir Hamri þar sem leirlistahópurinn fær rétt til afnota af Hveraportinu, Breiðumörk 21 samningur þessi gildir til 31. ágúst 2022.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

13.Umsókn um rekstrarleyfi Varmi gistihús.

2006020

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Sigfríðar Sigurgeirsdóttur til sölu gistingar í flokki II stærri gistiheimila að Varmahlíð 17 (fnr.221-0853).

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt fyrir gististað að Varmahlíð 17, fastanúmer 221-0853.

14.Opnun tilboða - Bílastæði Árhólma.

2006031

Opnun tilboða í bílastæði við Árhólma fór fram þriðjudaginn 9. júní 2020. Alls bárust 9 tilboð í bílastæðin.

Smávélar ehf 30.518.470.-
Berg verktakar 36.184.050.-
Jarðbrú ehf og Egíslason 31.449.050.-
Ausa ehf 65.981.270.-
Meiriháttar ehf 33.994.200.-
Arnon ehf 33.212.400-
Aðalleið ehf 27.899.230.-
Sportþjónustan ehf 31.139.800.-
Hamranes ehf 35.211.500.-

Kostnaðaráætlun Eflu verkfræðistofu: 32.017.500.-

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir að taka lægsta tilboði frá Aðalleið ehf enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna. Tilboðið er 87% af kostnaðaráætlun.

15.Minnisblað frá bæjarstjóra - Ráðgjöf vegna innheimtu bílastæðagjalda.

2006012

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 10. júní 2020 þar sem undirrituð leggur til við bæjarstjórn að fyrirtækið Sannir Landvættir verði fengnir til ráðgjafar við undirbúning á gjaldtöku á bílastæði við Árhólma í Ölfusdal.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að að fá fyrirtækið Sannir Landvættir til ráðgjafar við undirbúning á gjaldtöku á bílastæði við Árhólma í Ölfusdal.

16.Þjónustusamningur við Reykjadalsfélagið slf.

2006033

Lagður fram aðstöðu og þjónustusamningur við Reykjadalsfélagið slf.

Kl. 18:06 var gert fundarhlé.
Kl. 18:32 hélt fundur áfram.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir að visa samningnum til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum.

17.Kosning forseta- og varaforseta í bæjarstjórn skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2006021

Kosning forseta bæjarstjórnar.
Eyþór H. Ólafsson fékk 7 atkvæði. Eyþór H. Ólafsson er því kjörinn forseti bæjarstjórnar.
Kosning varaforseta bæjarstjórnar.
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir fékk 7 atkvæði. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir er því kjörin varaforseti.

18.Kosning skrifara og varaskrifara skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2006022

Kosning skrifara.
Stungið var upp á Friðriki Sigurbjörnssyni sem skrifara. Samþykkt með 7 atkvæðum.
Kosning varaskrifara.
Stungið var upp á Nirði Sigurðssyni sem varaskrifara. Samþykkt með 7 atkvæðum

19.Kosning í bæjarráð skv. 26.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2006023

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð og þriggja til vara.
Tillaga kom um aðalmenn: Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, Njörður Sigurðsson.

Tillaga kom um varamenn: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Þórunn Pétursdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða.

20.Sumarleyfi bæjarstjórnar.

2006024

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. greinar og 6. mgr. 31. greinar samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:59.

Getum við bætt efni síðunnar?