Fara í efni

Bæjarstjórn

521. fundur 24. apríl 2020 kl. 17:00 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 16. apríl 2020.

2004002F

Liðir 4, 6, 8 og 9 afgreiddir sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 4 "Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 6. apríl 2020" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 6 "Erindi frá Crossfit Hengli ódagsett" afgreiddur sérstaklega.
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 8 "Minnisblað - Verkeftirlit í Grunnskóla" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 9 "Persónuverndarfulltrúi Hveragerðisbæjar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Sekretum ehf.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 21. apríl 2020.

2004004F

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Kauptilboð - Dalsbrún 27.

2004026

Lagt fram kauptilboð frá Hafsteini Bjarnasyni og Vigdísi Önnu Steingrímsdóttur í fasteignina Dalsbrún 27, fnr. 231-7391.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir kauptilboðið.

4.Bréf frá Önnu María Eyjólfsdóttur og Ólafi Inga Reynissyni frá 1. apríl 2020.

2004027

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að fasteignagjöld á eign þeirra Austurmörk 2, efri hæð verði felld niður þar sem þau hafa ekki getað nýtt húsnæðið þar sem það vantar flóttaleið og þau hafa ekki getað fengið samþykki fyrir henni hjá öðrum eigendum í húsinu.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu stóð.

Því miður sér bæjarstjórn sér ekki fært að fella niður fasteignagjöld af þeirri eign sem þarna er um að ræða en hvetur eigendur í húsinu til að ná niðurstöðu í þeim málum sem þarna eru rædd.

5.Umsókn um rekstrarleyfi - Reykr ehf.

2004034

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Reykr ehf um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II, að Hverhömrum,(226-8838, mhl 06-0101).

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Minnisblað frá sunnlenskum samráðsfundi frá 17. apríl 2020.

2004029

Lagt fram minnisblað frá SASS frá sunnlenskum samráðsfundi sem haldinn var 17. apríl 2020.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

7.Stöðuskýrsla bæjarstjóra vegna Covid-19.

2004020

Lögð fram fimmta stöðuskýrsla frá bæjarstjóra vegna Covid-19 gerð 22. apríl 2020. Auk skýrslunnar eru lagðir fram minnispunktar frá bæjarstjóra vegna fjögurra funda í Aðgerðarstjórn Almannavarna Suðurlands og tveggja funda í Vettvangsstjórn Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Stöðuskýrslan ásamt fylgigögnum lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni síðunnar?