Fara í efni

Bæjarstjórn

475. fundur 14. apríl 2016 kl. 17:00 - 19:33 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Þórhallur Einisson
  • Friðrik Sigurbjörnsson varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar kynnti bæjarstjóri að í dag hafi fallið dómur í Hæstarétti í máli ábúanda að Friðarstöðum gegn Hveragerðisbæ og var dómurinn Hveragerðisbæ í vil.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram dagskrárbreytingartillögu þannig að við bætist fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl 2016 og fundargerð fræðslunefndar frá 12. apríl 2016.
Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.


Hér var gengið til dagskrár.

1.Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2015 - fyrri umræða.

1604014

Á fundinn mætti Jóhann G. Harðarson endurskoðandi og kynnti ársreikninginn og lagði fram endurskoðunarskýrslu sína.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.

Í máli endurskoðanda kom fram að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 19,9 mkr en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð kr. 45,9 mkr. Heildartekjur A og B hluta eru 2.217 mkr og heildarútgjöld án fjármagnsliða 2.054 mkr.

Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er jákvæð um 8 mkr en áætlun gerði ráð fyrir hagnaði 9 mkr. Eigið fé samstæðu A og B hluta í árslok nam rúmum 950 mkr. skv. efnahagsreikningi.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam um 198,5 mkr eða 7,6 % af heildartekjum. Handbært fé frá rekstri var 185 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 216,8 mkr. Þessi stærð er mjög mikilvæg þar sem hún sýnir þá peningamyndun sem varð hjá sveitarfélaginu á árinu. Eðlilegt er að gera ráð fyrir að þessi stærð sé hærri en næsta árs afborgun langtímalána til þess að sveitarfélagið þurfi ekki að fjármagna rekstur eða endurgreiðslu lána með nýju lánsfé eða sölu eigna.
Ef rekstur sveitarfélagsins á árinu 2016 verður svipaður og á árinu 2015 þá mun handbært fé frá rekstri verða nægjanlegt til þess að greiða fyrir áætlaðar afborganir lána og afgangur verður til fjárfestinga. Fjárfestingar á árinu 2015 námu 103 mkr.
Afborganir langtímalána og afborganir leiguskuldar vegna Sunnumarkar nema 154,9 m kr. Tekin ný langtímalán voru 70 mkr.

Í árslok er hlutfall skulda af tekjum 114,8%. Ef frá er dregin lífeyrisskuldbinding sem fellur til eftir 15 ár eða síðar er skuldahlutfallið 104,81%.
Í máli endurskoðanda kom fram að bókhald væri vel og skipulega fært en fara þurfi yfir starfaaðgreiningar í ínnraeftirliti.

Samþykkt að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá 17. mars 2016.

1603002F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 10, 11, 12 og 13.
Liður 10 "Samningar um hönnun vegna leikskóla við Þelamörk 62" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 11 "Umsókn um lóðina Mánamörk 1" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 12 "Umsókn um lóðirnar Heiðmörk 45-47" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 13 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá 7. apríl 2016.

1603003F

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Viktoría Kristinsdóttir.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 10.

Klukkan 18:07 var gert fundarhlé.
Kl. 18:17 hélt fundur áfram.
Liður 10 "Bréf frá Fanneyju Ásgeirsdóttur frá 4. apríl 2016" afgreiddur sérstaklega.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa eftir nýjum skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði í samvinnu við ráðningarstofu.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl 2016.

1604002F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings frá 6. apríl 2016.

1604011

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Með fundargerðinni fylgdi skýrsla með tölulegum upplýsingum skóla- og velferðarþjónustu árið 2015 og einnig kynning á viðbragðsteymi heimaþjónustu.
Bæjarstjórn þakkar greinargóðar upplýsingar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 5. apríl 2016.

1604012

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 9.
Liður 1 "Deiliskipulag Hraunbæjarhverfis, tillaga að óverulegri breytingu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna.
Liður 2 "Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 - Verkstaða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fyrstu drög aðalskipulagstillögu verði kynnt á almennum íbúafundi þann 26. apríl nk.
Liður 5 "Heiðmörk 53, bílskúr, breytingar á notkun, útliti og innra skipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfið.
Liður 6 "Varmahlíð 17, gistiheimili, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina og fyrirhugaða notkun.
Liður 7 "Breiðamörk 25 "Þinghúsið" breytingar á innra skipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfið.
Liður 8 "Breiðamörk 22, fasteign 221-0110 breyting á notkun og innra skipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfið.
Liður 9 "Heiðmörk 27, umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun og breyttu útliti og innra skipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfi fyrir áformaðri notkun og breytingum á húsinu að uppfylltri kröfu nefndarinnar um aðgengi fyrir alla.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð umhverfisnefndar

1604013

Eftirtaldir tóku til máls: Garðar R. Árnason og Eyþór H. Ólafsson.
Varðandi lið 1 samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra og umhverfisfulltrúa að kanna kostnað við að breyta úr þriggja tunnu kerfi í tunnu í tunnu kerfi og hver ávinningur af slíku væri. Upplýsingarnar verði lagðar fyrir bæjarráð.

Bæjarstjórn fagnar vali nefndarinnar á bæjarplöntu en fyrir valinu varð rósakirsi. Verður plantan einkennandi í plöntuvali bæjarins og eru íbúar hvattir til að gróðursetja rósakirsi í garða sína.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð fræðslunefndar frá 12. apríl 2016.

1604016

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Garðar R. Árnason.

Kl. 18:53 var gert fundarhlé.
Kl. 18:58 hélt fundur áfram.

Kl. 19:03 var gert fundarhlé.
Kl. 19:04 hélt fundur áfram.
Liður 1.3, "ráðgjöf um skólastarf" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir áframhaldandi ráðgjöf Gunnars Gíslasonar til vors.

Liður 3, "Læsisstefna Hveragerðis" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir nánari greinargerð um fyrirkomulag vinnunnar og verða þær upplýsingar lagðar fyrir bæjarráð til afgreiðslu.

Liður 4, "Skólastefna" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn tekur undir nauðsyn þess að skólastefna bæjarins verði endurskoðuð og felur formanni fræðslunefndar og fræðslunefnd að hefja þá vinnu.

9.Jafnréttisáætlun Hveragerðisbæjar 2016-2020, fyrri umræða.

1604015

Jafnréttisáætlun Hveragerðisbæjar lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Markmið laganna er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum karla og kvenna og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum samfélagssviðum.


Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Viktoría Sif Kristinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Samþykkt að vísa jafnréttisáætluninni til síðari umræðu.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:33.

Getum við bætt efni síðunnar?