Fara í efni

Bæjarstjórn

474. fundur 10. mars 2016 kl. 17:00 - 18:28 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Berglind Sigurðardóttir varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Hér var gengið til dagskrár.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 18. febrúar 2016 - 646

1602002F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Unnur Þormóðsdóttir, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liðir afgreiddir sérstaklega 6,7.

Liður 6 "Umsókn um lóðina Smyrlaheiði 50" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Greiðsla fatapeninga til starfsmanna FOSS" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 3. mars 2016 - 647

1602003F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 9, 10 og 12.

Kl. 17:13 var gert fundarhlé.
Kl.17:28 hélt fundur áfram.

Liður 1 "Umhverfis- og samgöngunefnd frá 26. febrúar 2016" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 9 "Sýslumanninum á Suðurlandi frá 29. febrúar 2016" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Magneu Jónsdóttur, Dalakaffi frá 20. febrúar 2016" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 12 "Samningur við Landform ehf um Aðalskipulag Hveragerðis 2017-2029" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 1. mars 2016

1603009

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Liðir afgreiddir sérstaklega 1,2,3,4 og 5.

Liður 1. „Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 - Verkstaða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að halda almennan íbúafund um aðalskipulagið í lok apríl nk. þar sem kynnt verða helstu markmið varðandi landnotkun og umferðarskipulag. Á fundinum verði kallað eftir hugmyndum frá íbúum sem nýta megi við skipulagsgerðina.

Liður 2. „Veiðihús við Varmá" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að leyfa staðsetningu hússins á þeim stað sem skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til.

Liður 3. „Hverahlíð 13, gestahús, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita leyfi fyrir framkvæmdinni að uppfylltum kröfum um brunavarnir.

Liður 4. „Austurmörk 18a, umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða byggingarleyfið.

Liður 5. „Dalsbrún 35, sólstofa, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð MÍF nefndar frá 23. febrúar 2016

1603010

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Varðandi lið 3 "Samantekt um ungmennaráð" leggur meirihluti bæjarstjórnar fram eftirfarandi tillögu:

Fulltrúar D-listans í bæjarstjórn gera það að tillögu sinni að skipað verði í ungmennaráð Hveragerðisbæjar í samræmi við reglur sem í gildi eru um ráðið. Nýju ungmennaráði verði falið að endurskoða reglurnar og gera tillögur að breytingum til bæjarstjórnar ef þörf er á. Greitt verði fyrir fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn að vori í samræmi við reglur um nefndalaun hjá Hveragerðisbæ.

Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Berglind Sigurðardóttir

Tillagan borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 16. febrúar 2016

1603011

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Þjónustusamningur milli Hveragerðis og Handverks og hugvits undir Hamri - mars 2016

1603012

Lagður fram þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Handverks og hugvits undir Hamri sem gildir til 31. desember 2017.

Meginmarkmið með samningnum er að stuðla að eflingu handverks og listiðnaðar í Hveragerði og að skilningur á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks aukist í bæjarfélaginu.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Hveragerðisbær veitir Handverki og hugviti undir Hamri rétt til endurgjaldslausra afnota af hluta af neðri hæð gamla Barnaskólans við Skólamörk 2 í samræmi við ákvæði í samningnum.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

7.Þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði.

1603013

Lagður fram þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði sem gildir til 31. desember 2018.
Samningum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði og tryggja öflugt æskulýðs- og forvarnarstarf fyrir börn og unglinga í Hveragerði

Eftirtaldir tóku til máls: Viktoría Sif Kristinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson,
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum.

8.Úrskurður frá 3. mars 2016 Friðarstaðir - kæra v/dagsekta

1603005

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru ábúenda Friðarstaða vegna dagsekta sem lagðar voru á þar til uppfyllt verðu skylda til úrbóta á gróðurhúsum í landi Friðarstaða.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn fagnar niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kröfu kæranda um ógildindingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar frá 28. ágúst 2015 er hafnað. Bæjarstjórn furðar sig aftur á móti á að álagning dagsekta sem byggð var á umræddri ákvörðun skuli vera felld úr gildi af sanngirnis- og eðlisrökum. Í ljósi þessa felur bæjarstjórn byggingafulltrúa að skora nú þegar á ábúendur Friðarstaða að koma umræddum mannvirkjum í viðundandi horf.

9.Breyting á samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar - Síðari umræða

1603006

Breyting á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar nr. 693/2013 lögð fram til síðari umræðu.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Breytingar á samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar samþykktar samhljóða.

10.Erindisbréf fræðslunefndar

1603015

Lagðar fram breytingar á erindisbréfi fræðslunefndar.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Samþykkt að fresta til næsta fundar.

11.Erindisbréf Menningar- íþrótta- og frístundanefndar

1603016

Lagðar fram breytingar á erindisbréfi Menningar- íþrótta- og frístundanefndar.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Unnur Þormóðsdóttir.
Samþykkt að fresta til næsta fundar.

12.Erindisbréf Umhverfisnefndar

1603017

Lagðar fram breytingar á erindisbréfi Umhverfisnefndar.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Samþykkt að fresta til næsta fundar.

13.Fundargerð bæjarstjórnar frá 11. febrúar 2016 - 473

1602001F

Lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir bæjarstjórnar frá síðasta fundi verði héðan í frá ekki lagðar fram til kynningar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:28.

Getum við bætt efni síðunnar?