Fara í efni

Bæjarráð

832. fundur 07. mars 2024 kl. 08:00 - 08:41 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir Bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1. mars 2024

2403010

Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands.
Bæjarráð fagnar bréfinu og felur jafnframt menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að verða við erindinu.

2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 27. febrúar 2024

2403009

Í bréfinu er kynnt álit um færslu tryggingarfræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Samningur um barnaverndarþjónustu á milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss

2401099

Samningur um barnaverndarþjónustu á milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss lagður fyrir til samþykktar.

Á fundi bæjarráðs þann 1. febrúar 2024 samþykkti bæjarráð að fresta afgreiðslu á samningi um barnaverndarþjónustu á milli Hveragerðisbæjar og Ölfuss þar sem bæjarstjórn Ölfuss hafi samþykkt á fundi sínum 25. janúar 2024 að vísa samningnum til umfjöllunar í fjölskyldu- og fræðslunefnd sveitarfélagsins. Samningurinn var samþykktur á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss 29. febrúar 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

4.Minnisblað frá skrifstofustjóra - yfirdráttarheimild í Arion banka

2403014

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn samþykki yfirdráttarheimild í Arion banka að upphæð 130 mkr. Er þetta í samræmi við reglur sem í gildi eru en þar óskar Arion banki eftir árlegri staðfestingu bæjarstjórnar á yfirdráttarheimild í bankanum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun á yfirdráttarheimild upp á 130 mkr. hjá Arion banka.

5.Samstarfssamningur við Íþróttafélagið Hamar 2024-2026

2403019

Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur Hveragerðisbæjar við Íþróttafélagið Hamar 2024-2026.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamning við Íþróttafélagið Hamar 2024-2026 og að bæjarstjóra verði falið að skrifa undir samninginn.

6.Fyrirspurn frá fulltrúa D-listans vegna Leikskólans Óskalands

2403017

Bæjarfulltrúar D- lista óska eftir upplýsingum og svörum við eftirfarandi spurningum:



1. Á hvaða tímapunkti kom Fasteignafélagið Eik inn í fjármögnun á viðbyggingu við Leikskólann Óskaland?

2. Voru allir þeir sem tóku þátt í upphaflega útboðinu og sem síðar var boðið með í samkeppnisviðræður upplýstir um þátttöku Fasteignafélagsins Eikar í fjármögnuninni?

3. Ef já við lið 2, á hvaða stigi og hvenær voru þeir upplýstir um þátttöku Eikar?

4. Hvenær var Sveitarfélagið Ölfus, sem á 9% hlut í leikskólum bæjarins og öllum nýframkvæmdum við þá, upplýst um að byggja ætti deildir við Leikskólann Óskalandi og hætt hafi verið við uppbyggingu leikskóla í Kambalandi sem þeir höfðu gert ráð fyrir í sinni fjárfestingaráætlun?

5. Hefur Sveitarfélagið Ölfus fengið afrit af samningnum við Fasteignafélagið Eik?

6. Hefur Sveitarfélagið Ölfus samþykkt samninginn við Fasteignafélagið Eik sem eigendur 9% hlutar í Leikskólanum Óskalandi?

7. Mun Hveragerðisbær þurfa að kaupa upp fasteignir í nágrenni við Leikskólann Óskaland svo hægt sé að byggja við hann með þeim hætti sem áætlað er? Ef svo er, hvaða fasteignir er um að ræða?



Óskað er eftir skriflegum svörum við þessum fyrirspurnum.



Þá er einnig óskað eftir því að samningurinn við Fasteignafélagið Eik verði birtur opinberlega á vef Hveragerðisbæjar ásamt áliti HLH ráðgjafar sem lá fyrir á bæjarstjórnarfundi í febrúar.
Eftirfarandi eru svör meirihlutans við spurningunum:
1. Við höfum ekki upplýsingar um hvenær Eik kom inn sem fjármögnunaraðili á viðbyggingu við leikskólann. Fram kemur í tilboði Hrafnshóls að þeir geri þann fyrirvara við tilboðið að forsenda í samningi við Hrafnshól ehf. sem leigusala sé að samningurinn sé framseljanlegur. Aðrir þátttakendur í tilboðinu voru ekki með slíka fyrirvara.

2. Á þeim tímapunkti þegar öllum tilboðum var hafnað lá aðkoma Eikar ekki fyrir. Það lá heldur ekki fyrir þegar samkeppnisviðræðunum lauk og ákveðið var að vinna málið áfram með Hrafnshóli.

3. Sjá svar við lið nr. 2

4. Sveitarfélagið Ölfus á vissulega 9% í rekstri leikskóla Hveragerðisbæjar samkvæmt kaupsamningi frá 2015. Þar segir þó hvergi að Ölfus eignist samsvarandi hlut í nýframkvæmdum, en látum það liggja á milli hluta hér. Ölfus var upplýst í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar sveitarfélaganna fyrir árið 2024 hver áætlaður rekstrarkostnaður Óskalands yrði 2024. Upplýsingar um hvenær farið yrði í byggingu nýs Leikskóla í Kambalandi voru sendar til bæjarritara Ölfus, 20.11.sl.

5. Sveitarfélagið Ölfus hefur ekki óskað eftir því að fá afrit af samningnum við Fasteignarfélagið Eik. Drög að samningi voru send bæjarritara Ölfus 2. febrúar sl. eftir að þeir höfðu verið lagðir fyrir bæjarráð. Fram kom í þeim tölvupósti að samningar hafi ekki verið birtir og séu óundirritaðir og því trúnaðarmál.

6. Sveitarfélagið Ölfus er ekki aðili að samningi Hveragerðisbæjar við Fasteignarfélagið Eik og því er samþykki þeirra ekki krafist.

7. Nei, viðbygging við leikskólann kallar ekki á uppkaup fasteigna í nágrenni við Leikskólann Óskaland.

Óskað er eftir skriflegum svörum við þessum fyrirspurnum. Þá er einnig óskað eftir því að samningurinn við Fasteignafélagið Eik verði birtur opinberlega á vef Hveragerðisbæjar ásamt áliti HLH ráðgjafar sem lá fyrir á bæjarstjórnarfundi í febrúar.

Afstaða Eikar liggur ekki fyrir.

7.Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags

2402169

Óskað er eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerðis frá og með 1. mars 2024 þar sem foreldri starfar hjá sama skóla og barnið hefur fengið leikskólavist.
Bæjarráð samþykkir umsóknina þar til að barnið fær leikskólapláss í Hveragerði samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Komi til annar kostnaður umfram það sem viðmiðunargjaldið rúmar skal um það samið sérstaklega.

8.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 27. febrúar 2024

2403007

Fundargerðin er staðfest.

9.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 9. febrúar 2024

2403023

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. febrúar 2024

2403008

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 15. febrúar 2024

2403006

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:41.

Getum við bætt efni síðunnar?