Fara í efni

Bæjarráð

810. fundur 01. júní 2023 kl. 08:00 - 08:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Niðurfelling leikskólagjalda vegna verkfalls BSRB starfsmanna

2305117

Bæjarstjóri skýrði frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga heldur reglulega upplýsingafundir fyrir sveitarstjóra til að fara yfir stöðu mála. Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af stöðunni og vonast eftir því að aðilar nái saman sem allra fyrst. Bæjarráð hefur fullan skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á börn, foreldra og starfsfólki.
Bæjarráð vill þó árétta að Hveragerðisbær hefur ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og þar að leiðandi ekki áhrif á framgöngu þeirra.
Lagt er til að leikskólagjöld verði felld niður þær stundir sem börnin geta ekki mætt í skólann. Það er að segja, þegar vistunartími er skertur eða ekki er unnt að bjóða upp á hádegismat. Kostnaðurinn verður endurgreiddur til foreldra í lok tímabilsins, þegar samningar hafa náðst.

2.Fyrirspurn frá fulltrúa D- lista - biðlistar á leikskólum

2305087

Fulltrúi D-listans leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir

Óskað er eftir upplýsingum um hversu mörg börn séu á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði?
Hver aldursdreifing barna er á biðlistum?
Hvernig skiptingin á biðlista er milli umsókna á leikskóla Óskalands og hins vegar Undralands og þeirra sem sækja um á báðum leikskólum? Hver er aldursskipting á deildum í vetur og hvort sama aldurskipting verði næsta vetur?
Hversu mörg börn eru nú skráð á hvorn leikskóla fyrir sig?
Hver er heimilaður fjöldi barna á hvorum leikskóla fyrir sig?
Þá óskar fulltrúi D-listans eftir upplýsingum um hversu margir hafi sótt um og nýtt sér foreldragreiðslur sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í september sl.?
Alls eru 63 börn á biðlista eftir leikskólaplássi. 33 börn á biðlista eftir plássi á Undralandi, 15 börn á biðlista eftir plássi á Óskalandi og 15 börn á biðlista eftir plássi á Óskalandi eða Undralandi. 56 börn eru fædd 2022 og 7 börn eru fædd 2023.
Alls eiga foreldrar 24 barna rétt á foreldragreiðslum, þar af hafa 23 nýtt sér greiðslurnar.
Taka þarf mið af aldri barnanna að hverju sinni sem og sértækum þörfum s.s. fötlunum og röskunum. svo ekki er hægt að segja hve nákvæmur heildarfjöldi barna er heimilaður að hverju sinni á hvorum leikskólanum fyrir sig.

Á Óskalandi eru skráð 109 börn og gert er ráð fyrir svipuðum fjölda barna næta vetur.
Við stækkun leikskólans með tilkomu nýrra deilda væri hægt að bæta við aukalega 35 til 40 börnum.
Aldursskipting eftir sumarleyfið verður 23 börn fædd 2018, 21 barn fætt 2019, 26 börn fædd 2020, og 23 börn fædd 2021.

Á Undralandi eru skráð 115 börn og gert er ráð fyrir 116 börnum næsta vetur. Núna eru hreinir árgangar á fjórum deildum en blandaðir árgangar á tveimur. Varð sú breyting á starfinu í vetur að tveimur deildum var breytt í blandaðar deildir svo hægt væri að taka inn fleiri börn. Miðað við núverandi forsendur sér leikskólastjóri fram á að næsta vetur verði mögulega hægt að halda tveimur elstu árgöngum hreinum.
Ljóst er að nauðsynlegt verður að blanda árgöngum að einhverju leyti á yngri deildum og á það við um báða leikskólana.

3.Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands - endurnýjun samnings

2305111

Lagður fram endurnýjaður samningur við Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands sem gildir frá 2023-2025.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

4.Greiðsluþátttaka lögheimilissveitarfélags

2305114

Lögð fram beiðni um greiðsluþátttöku vegna frístundaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg fyrir þjónustuþega með lögheimili í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir beiðni um greiðsluþátttöku vegna frístundaþjónustu hjá Sveitarfélaginu Árborg.

5.Minnisblað frá bæjarstjóra - íbúðahúsalóðir við Varmá

2305116

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 30. maí 2023 vegna íbúðarhúsalóða við Varmá.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa íbúðarhúsalóðir við Varmá lausar til úthlutunar. Um ræðir alls 12 íbúðarhúsalóðir. Fimm einbýlishúsalóðir, tvær parhúsalóðir ( 4 íbúðir) og eina raðhúsalóð (3 íbúðir). Stefnt er að úthlutun lóðanna á fyrsta fundi bæjarráðs í ágúst.

6.Fundargerð Bergrisans frá 18. apríl 2023

2305112

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. maí 2023

2305113

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð auka Héraðsnefndar Árnesinga ásamt minnisblaði frá 24. maí 2023

2305115

Bæjarráð samþykkir að ganga til samningaviðræðna um að leigja húsnæðið að Hellismýri 8 fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Getum við bætt efni síðunnar?