Fara í efni

Bæjarráð

673. fundur 27. apríl 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 6.apríl 2017.

1704021

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á svið barnaverndar, 378. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 7.apríl 2017.

1704022

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 10.apríl 2017.

1704019

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 10.apríl 2017.

1704020

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð Hveragerðis tekur undir með flutningsmönnum þingsályktunarinnar um mikilvægi NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Flugvöllurinn gegnir lykilhlutverki fyrir sjúkraflug af landsbyggðinni á Landspítalann, þegar hver mínúta getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu sjúklingsins. Í hvassri SV-átt er þetta eina flugbrautin á SV-horni Landsins sem sjúkraflugvélar geta lent á.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 10.apríl 2017.

1704024

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 114. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 10.apríl 2017.

1704025

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11.apríl 2017.

1704023

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur o.fl.), 333. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá Innanríkisráðuneytinu frá 1.apríl 2017.

1704027

Í bréfinu er tilkynning um endanlegt framlag Jöfnunarsjóðs vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2017. Hveragerðisbær fær alls 2.600.000.- í framlög.
Lagt fram til kynningar.

9.Bréf frá Innanríkisráðuneytinu frá 1.apríl 2017.

1704028

Í bréfinu er tilkynning um endanlegt framlag Jöfnunarsjóðs vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum á fjárhagsárinu 2017. Hveragerðisbær fær alls 6.650.000.- í framlög.
Lagt fram til kynningar.

10.Bréf frá Innanríkisráðuneytinu frá 17.mars 2017.

1704029

Í bréfinu óskar Jöfnunarsjóður sveitarfélaga eftir upplýsingum frá sveitarfélögum vegna framlaga til eflingar tónlistarnáms vegna skólaársins 2016-2017.
Lagt fram til kynningar.

11.Bréf frá Skyrgerðinni frá 10.apríl 2017.

1704040

Í bréfinu er rætt um umhverfismál og fráveitumál við Skyrgerðina að Breiðamörk 25.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna möguleika á úrbótum við fráveitu frá Skyrgerðinni og leggja upplýsingar um kostnað og framkvæmdina fyrir bæjarráð til ákvörðunar. Ákvörðun um endurnýjun gangstéttar er vísað til umhverfisfulltrúa og gerðar fjárhagsáætlunar. Umhverfisfulltrúa er einnig falið að meta hvort að rétt sé að fella aspir er standa framan við húsið.

12.Bréf frá Ungmennaráði UMFÍ ódagsett.

1704030

Í bréfinu er ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ sem haldin var á Laugabakka 5. - 7. apríl 2017 um málefni ungmenna.
Lagt fram til kynningar en ályktuninni einnig vísað til ungmennaráðs.

13.Bréf frá skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatn frá 21.apríl 2017.

1704039

Í bréfinu sem er afrit af bréfi til mennta- og menningarmálaráðherra er rætt um málefni íþróttamannvirkja HÍ á Laugarvatni þar sem íþróttafræðasetur HÍ hefur verið lagt niður.
Bæjarráð tekur undir bókun skólanefndar Menntaskólans á Laugarvatni varðandi mikilvægi þess að íþróttahús verði starfrækt á Laugarvatni er nýtast myndi menntaskólanum. Rétt er að hafa í huga að öflugt íþrótta- og félagslíf hefur verið eitt af aðalsmerkjum Menntaskólans að Laugarvatni. Ungmenni úr Hveragerði hafa sótt skólann í áratugi og lítur bæjarráð svo á að ef að ekki finnst ásættanleg lausn á rekstri íþróttamannvirkja við skólann sé mikilvægri stoð kippt undan skólastarfinu. Því hvetur bæjarráð ráðherra mennta- og menningarmála og ráðherra fjármála að finna viðhlýtandi lausn til framtíðar hið allra fyrsta.

14.Bréf frá Myndstef frá 19.apríl 2017.

1704031

Í bréfinu er rætt um höfundarrétt Erlends Magnússonar af hurðum sem voru í Eden.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og gera grein fyrir sjónarmiðum bæjarins í þessu máli.

15.Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni frá 6.apríl 2017.

1704026

Í bréfinu eru tvær samþykktir frá héraðsþingi Héraðssambandsins Skarphéðni sem haldið var 11. mars sl.
Annars vegar er samþykkt um þakkir til sveitarstjórna og héraðsnefnda fyrir mikilvægan stuðning og hins vegar er samþykkt þar sem skorað er á aðildarfélög að banna alla vímugjafa í öllu ungmenna og íþróttastarfi félaganna.
Bæjarráð tekur undir ályktun Héraðssambandsins varðandi tóbaksnotkun í íþróttastarfi og felur menningar- og frístundafulltrúa að vinna að framgangi þessi í samstarfi við íþróttafélögin.

16.Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni frá 10.apríl 2017.

1704032

Í bréfinu þakkar héraðssambandið Skarphéðinn Hveragerðisbæ fyrir frábærar móttökur á héraðsþingi HSK sem haldið var á Hótel Örk í Hveragerði 11. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Bréf frá Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurlands frá 7.apríl 2017.

1704033

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf sem haldinn verður fimmtudaginn 11. maí nk. á Hótel Selfossi.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóri mun sitja fundinn.

18.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 25.apríl 2017.

1704042

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Magneu Jónsdóttur f.h. Dalakaffis ehf um rekstrarleyfi í flokki II.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bæði afgreiðslutími og staðsetning er innan marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

19.Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 19.apríl 2017.

1704038

Í bréfinu er kynnt arðgreiðsla vegna rekstrarársins 2016 en Hveragerðisbær fær í arðgreiðslu kr. 4.713.600.-
Lagt fram til kynningar.

20.Lóðarumsókn Mánamörk 7.

1703028

Hilmar Sigursteinsson og Alexander Ólafsson sækja um lóðina Mánamörk 7. Dagskrárliðurinn var áður á dagskrá bæjarráðs 6. apríl sl.
Með umsókninni fylgdu upplýsingar um fyrirhugaða byggingu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Hilmari Sigursteinssyni og Alexander Ólafssyni lóðinni Mánamörk 7 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

21.Lóðarumsókn Heiðmörk 48.

1704034

Jón Viðar Gestsson sækir um lóðina Heiðmörk 48.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Jóni Viðari Gestssyni lóðinni Heiðmörk 48 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

22.Lóðarumsókn Sunnumörk 1 og 3 og Austurmörk 24 og 25.

1704035

Suðursalir ehf sækir um lóðirnar Sunnumörk 1, Sunnumörk 3, Austurmörk 24 og Austurmörk 25.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og útfæra nánar skilmála lóðaúthlutunar í samræmi við forgang sem aðilar hafa haft að uppbyggingu á lóðunum.

23.Lóðaumsóknir Hjallabrún.

1704004

Fyrir fundinum liggja 184 umsóknir um 14 parhúsalóðir við Hjallabrún. Kristján Óðinn Unnarsson fulltrúi sýslumanns hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar.
Bæjarráð samþykkir að til að reyna að tryggja að sem flestir umsækjendur geti fengið lóð verði eftirfarandi haft til hliðsjónar:

* Hvert fyrirtæki eða forsvarsmenn þess geta einungis fengið eina lóð.

* Hjón, sambýlisfólk eða aðilar með lögheimili á sama stað skoðast sem einn umsóknaraðili og
geta því aðeins fengið eina lóð.

* Við úthlutun lóða til framkvæmdaaðila skal taka tillit til þess hvort viðkomandi hefur staðið
við skuldbindingar sínar vegna fyrri úthlutana, þar með talið hvort að eðlileg framvinda hafi
verið í byggingarframkvæmdum. Sé svo ekki mun viðkomandi ekki fá úthlutað lóð að þessu
sinni.

7 aðilar til vara verða jafnframt dregnir út og geta þeir þá í þeirri röð sem þeir eru dregnir valið lóðir sem falla
til baka til bæjarins.

Framsal lóða er óheimil og mun bæjarráð ekki samþykkja nafnabreytingar á úthlutuðum lóðum fyrr
en framkvæmdir teljast hafnar á lóðinni og lóðarleigusamningur hefur verið gefinn út.

Úthlutun fellur úr gildi hafi lóðarhafi ekki skilað fullgildum aðaluppdráttum til byggingafulltrúa
innan þriggja mánaða frá samþykkt um lóðarúthlutun og hafið framkvæmdir á lóðinni innan sex
mánaða frá sama degi.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að byggingafulltrúa verði falið að gera tillögu að nýjum reglum um úthlutun lóða í Hveragerði.

Eftirtaldir aðilar fá tilboð um lóðir við Hjallabrún.
Hjallabrún 1-3 Sveinn H.Guðmundsson.
Hjallabrún 2-4 Halldór Sveinsson.
Hjallabrún 5-7 Laugavegur ehf.
Hjallabrún 6-8 Aðalsteinn Ingvason.
Hjallabrún 9-11 Sigurður Kaldal.
Hjallabrún 10-12 Gísli Rúnar Sveinsson.
Hjallabrún 13-15 Hilmar Jónsson.
Hjallabrún 14-16 Sigrún Lilja Hjartardóttir.
Hjallabrún 17-19 Brynleifur Siglaugsson.
Hjallabrún 18-20 Anton Svanur Guðmundsson.
Hjallabrún 21-23 Ómar Davíðsson.
Hjallabrún 25-27 Unnar Steinn Guðmundsson.
Hjallabrún 29-31 Byggingarfélagið Landsbyggð.
Hjallabrún 33-35 B13 ehf.

Til vara voru dregin upp eftirtalin nöfn:
1. Ástré ehf.
2. Guðmundur Jónsson.
3. Friðbert Bragason.
4. Hannes Kristmundsson.
5. Björn Hauksson.
6. Pegasos.
7. Jón Óskar Hilmarsson.

24.Verkfundargerð Leikskóli Þelamörk 62 frá 25.apríl 2017.

1704041

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

25.Fundargerð Samtök sunnlenskra sveitarfélaga frá 6.apríl 2017.

1704036

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.mars 2017.

1704037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?