Fara í efni

Bæjarráð

772. fundur 21. október 2021 kl. 08:00 - 09:19 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Sigrún Árnadóttir
Starfsmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 11. október 2021.

2110116

Í bréfinu kemur fram að breyting hefur orðið á reglugerð 1212/2015. Sveitarfélög eru minnt á framangreinda reglugerðarbreytingu sem felur í sér skyldu til að færa inn í reikningsskil sveitarfélags ábyrgðir vegna byggðasamlaga, sameignarfélaga, sameignarfyrirtækja og annarra félagaforma sem fela í sér ótakmarkaða ábyrgð sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 14. október 2021

2110109

Í bréfinu kemur fram að þann 29. janúar 2020 samþykkti Alþingi þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í ályktuninni er m.a. fjallað um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar og jafnframt vísað til nánari skoðunar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2022.

3.Bréf frá Skipulagsstofnun frá 14. september 2021.

2110111

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun frá 14. september þar sem kemur fram að Orka náttúrunnar hefur óskað eftir umsögn vegna mögulegrar skjálftavirkni vegna fyrirhugaðrar aukningar á massavinnslu jarðhitavökva a Hellisheiði.
Hvergerðingar hafa ávallt furðað sig á því að umhverfisáhrif Hellisheiðarvirkjunar og tengdra framkvæmda hafi ekki verið metin með skýrari hætti gagnvart Hvergerðingum en raun var á í umhverfismati virkjunarinnar á sínum tíma. Þar var hvergi minnst á að jarðskjálftar væru fylgifiskar niðurdælingar og lítið gert úr áhrifum mengunar sem nú hefur þó verið bætt úr.
Bæjarráð telur með öllu óásættanlegt ef að aukin skjálftavirki muni fylgja fyrirhuguðum framkvæmdum á Hellisheiði eins og fram kemur að geti verið raunin. Skjálftar sem valdið geta óþægingum í nærliggjandi byggðarlögum eins og Hvergerðingar hafa ítrekað upplifað eru aldrei ásættanlegir. Bæjarráð telur að allra leiða verði að leita til að komið verði í veg fyrir að slíkt verði raunin. Íbúar verða ávallt að geta treyst því að hagsmunir þeirra séu settir framar öðrum hagsmunum þegar kemur að ákvörðunum og framkvæmdum á svæðinu. Bæjarráð vill einnig ítreka mikilvægi góðs samráðs og upplýsingagjafar sem er reyndar með allt öðrum og betri hætti að undanförnu heldur en áður var.
Bæjarstjóra falið að senda umsögn um erindið byggða á umræðum á fundinum en frestur til að skila athugasemdum Hveragerðisbæjar hefur verið gefinn til 29. október n.k..

4.Bréf frá Vegagerðinni frá 13. október 2021.

2110107

Í bréfinu kemur fram að Vegagerðin áformar að bjóða út framkvæmdir vegna Ölfusvegar um Varmá í samstarfi við Hveragerðisbæ í nóvember 2021 með fyrirvara um að ekki verði umtalsverðar breytingar á fjárveitingum til Vegagerðarinnar í tenglsum við fjárlagagerð fyrir árið 2022. Í bréfinu óskar Vegagerðin eftir því að gerður verði samningur um kostnaðarþátttöku vegna sameiginlegs útboðs á næstu vikum og í framhaldinu verði sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Bæjarráð fagnar áformum Vegagerðarinnar sem munu gjörbylta og bæta alla umferð á milli Hveragerðisbæjar og Selfoss og auka til mikilla muna öryggi þeirar fjölmörgu sem þar eiga leið um. Ekki síst mun íbúum í dreifbýli Ölfuss muna hvað mest um þessar vegbætur. Með tengingunni skapast ríkara tækifæri til fjölbreyttra ferðamáta á milli þessara þéttbýliskjarna þegar ekki þarf lengur að hjóla, svo dæmi sé tekið, á vegöxl Suðurlandsvegar á milli staðanna. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að taka þátt í útboði Vegagerðarinnar en Hveragerðisbæ ber að greiða kostnað vegna tenginga frá fyrstu götu í þéttbýli, Þelamörk, og að Sunnumörk og greiða einnig nauðsynlegan kostnað við veitur. Áætlaður kostnaðarhluti Hveragerðisbæjar er um 47 m.kr. samkvæmt kostnaðaráætlun frá júlí 2020.
Kostnaði vegna framkvæmdanna verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
Jafnframt vill bæjarráð ítreka fyrri erindi er varða færsluna á Suðurlandsveginum, frá Kömbum að Varmá, og hvetja alþingismenn til að flýta eins og kostur er þeim mikilvægu framkvæmdum.

5.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Grunnskólinn í Hveragerði.

2110104

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Grunnskólans í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. Kostnaði verði mætt af lið 21010-9980 og með auknum tekjum vegna útsvars.

6.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Leikskólinn Óskaland.

2110105

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna Leikskólans Óskalands.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. Kostnaði verði mætt með hækkuðum útsvarstekjum sveitarfélagsins.

7.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Leikskólinn Undraland.

2110106

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna Leikskólans Undralands.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur. Kostnaði verði mætt með hækkuðu útsvari.

8.Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga 25. október 2021 - Dagskrá.

9.Fundargerð NOS frá 13. október 2021.

2110112

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 12. maí 2021.

2110113

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 17. maí 2021

2110114

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 3. júní 2021.

2110115

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 6. október 2021.

14.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna frá 13. október 2021.

2110117

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:19.

Getum við bætt efni síðunnar?