Fara í efni

Bæjarráð

620. fundur 15. janúar 2015 kl. 08:00 - 08:23 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir Skrifstofustjóri

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar:

1. Bréf sem borist hafa frá:

1.2. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 24. nóvember 2014.
Í bréfinu er rætt um breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðningur við innleiðingu námskrár.
Lagt fram til kynningar, fræðslunefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 12. janúar sl.

1.2. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 25. nóvember 2014.
Í bréfinu er kynntur styrkir til sveitarfélaga og annarra rekstraraðila grunnskóla í landinu til að taka upp námsupplýsingakerfi er styður við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár í grunnskólum landsins. Grunnskólinn í Hveragerði fær kr. 190.000.- í styrk.

Lagt fram til kynningar, fræðslunefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 12. janúar sl.

1.3. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 4. desember 2014.
Í bréfinu er rætt um eftirfylgni með úttekt á Grunnskólanum í Hveragerði sem Námsmatsstofnun gerði í apríl 2013.

Lagt fram til kynningar, fræðslunefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 12. janúar sl.

1.4. Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 4. desember 2014.
Í bréfinu er hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.

Lagt fram til kynningar, fræðslunefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 12. janúar sl.

1.5. Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 27. nóvember 2014.
Í bréfinu er rætt um málþing um innflytjendamál sem haldið var 14. nóvember sl. og ábendingar til sveitarfélaga úr stefnumótun sambandsins frá 2009 um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum.

Lagt fram til kynningar.

1.6. Ungmennafélagi Íslands frá 10. desember 2014.

Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum til að halda landsmót UMFÍ árið 2017.

Lagt fram til kynningar.

1.7. Ungmennafélagi Íslands frá 12. desember 2014.

Í bréfinu er tillaga sem samþykkt var á 39. sambandsráðsfundi Ungmennafélags Íslands 11. október sl þar sem sveitarfélögum er þakkaður stuðningur við iðkendur ungmenna- og íþróttafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði.

Lagt fram til kynningar.

1.8. Sambandi sunnlenskra kvenna frá 30. nóvember 2014.

Í bréfinu er óskað eftir styrk vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður á Hótel Selfossi daganna 9.-11. okt. 2015.

Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

1.9. Stígamótum frá 10. desember 2014.

Í bréfinu óskar Stígamót eftir stuðningi við rekstur sinn árið 2015.

Í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir kr. 120.000.- styrk til Stígamóta.

1.10. Félagi eldri borgara í Hveragerði frá 16. desember 2014
Í bréfinu er kynnt að Kristín Dagbjartsdóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir og Guðlaug Birgisdóttir verði fulltrúar Félags eldri borgara í Hveragerði í Öldungaráði Hveragerðis.

Lagt fram til kynningar.

1.11. Landsneti ódagsett.

Í bréfinu er kynnt að Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2015-2024 samkvæmt raforkulögum og óskar eftir upplýsingum um áform sveitarfélaga um atvinnubyggingu skv. aðalskipulagsáætlun. Landsnet óskar fyrst og fremst eftir upplýsingum um orkufreka starfsemi.

Erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

1.12. Skipulagsstofnun frá 19. desember 2014.

Í bréfinu óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

1.13. Markaðsstofu Suðurlands frá 30. desember 2014.

Með bréfinu fylgdi drög af þjónustusamningi við Markaðsstofu Suðurlands.

Bæjarstjórn hefur samþykkt í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 að veita kr. 830.000 til starfsemi Markaðsstofu Suðurlands. Bæjarstjóra falið að undirrita samning í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar er gildi til 1 árs. Menningar- og frístundafulltrúi verði tengiliður Hveragerðisbæjar við Markaðsstofu Suðurlands.

2. Fjárhagsleg málefni:

2.1. Tillaga að viðmiðunartekjum v/ tekjutengds afsláttar fasteignaskatts og holræsagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega.
Tillaga að viðmiðunartekjum vegna tekjutengds afsláttar fasteignaskatts og holræsagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega.
Niðurfellingin gildir einungis vegna þess húsnæðis sem viðkomandi býr sannanlega í.
Tekjur eru bæði launatekjur og fjármagnstekjur.
Vegna ársins 2015 / tekjur 2014
Lagt er til að viðmiðunartekjur hækki milli ára um 3,% sem er í samræmi við hækkun bóta Tryggingastofnunar ríkisins.

Einstaklingar:
Tekjur að niðurfelling
2.347.000 100%
2.740.000 75%
3.130.000 50%
3.522.000 25%

Hjónafólk
Tekjur að niðurfelling
3.530.000 100%
4.063.000 75%
4.601.000 50%
5.137.000 25%
Bæjarráð samþykkir viðmiðunartekjurnar.

2.2. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Lögð fram umsókn fyrir nemanda með lögheimili í Hveragerði um námsvist í Vallaskóla á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

2.3. Minnisblað frá bæjarstjóra v/ innheimtu.
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 13. janúar 2015 vegna innheimtuþjónustu fyrir Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Motus um innheimtuþjónustu bæjarins til tveggja ára.

3. Fundargerðir til kynningar:

3.1. Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2014.
3.2. Fagráði Tónlistarskóla Árnesinga frá 5. janúar 2015.
3.3. Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá 12. desember 2014.
3.4. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2014.

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Getum við bætt efni síðunnar?