Fara í efni

Bæjarráð

748. fundur 01. október 2020 kl. 08:00 - 09:05 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 6. ágúst 2020.

2009055

Í bréfinu sem er afrit af bréfi til SASS er fjallað um hvernig koma má á miðlægu samstarfi milli sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða þáttakendur í stafrænni framþróun til að þau geti betur nýtt nútímatækni til að bæta þjónustu og samskipti við íbúa. Með bréfinu fylgdi erindisbréf fyrir stafrænan faghóp SASS.
Bæjarráð samþykkir að Friðrik Sigurbjörnsson verði fulltrúi Hveragerðisbæjar í stafrænu ráði á vegum SASS. Starfsmaður til stuðnings verði Ragnheiður Brynjólfsdóttir. Friðik er jafnframt fulltrúi SASS í samstarfshóp um stafræna þróun á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.Bréf frá Vegagerðinni frá 28. september 2020.

2009073

Í bréfinu er fjallað um starfshóp sem skipaður hefur verið á vegum ríkisstjórnarinnar til að móta samstarf hagsmunaaðila varðandi umbætur og hagræðinu á girðingum.
Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að svara erindinu og felur honum jafnframt að kanna ástand og nauðsyn þeirra girðinga sem eru í bæjarfélaginu.

3.Bréf frá íbúum Reykjamörk 14 og Reykjamörk 16 ódagsett.

2009054

Í bréfinu vilja undirritaðir íbúar við Reykjamörk 14 og 16 koma á framfæri skoðun sinni um hve truflandi rekstur tjald- og þjónustusvæðis við Reykjamörk hefur á búsetu þeirra.
Bæjarráð bendir bréfriturum á að samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir afþreyingar og ferðamannasvæði á reit AF1 sem er skýrt afmarkaður á uppdrætti með aðalskipulagi. Rekstur tjaldsvæðis á þessum stað samræmist því gildandi aðalskipulagi. Samkvæmt samningi milli Hveragerðisbæjar og rekstraraðila tjaldsvæðisins ber að sjá til þess að farið sé að leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar varðandi brunavarnir á svæðinu og einnig á að sjá til þess að ekki séu undir 2 metrar að jafnaði frá lóðamörkum aðliggjandi íbúðabyggðar að tjöldum og ferðavögnum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka þessi ákvæði samningsins við rekstraraðila og vonast til þess að sátt skapist um rekstur svæðisins sem þarna hefur verið rekið í hátt í 20 ár.

4.Forkaupsréttur Austurmörk 20.

2009068

Lagt fram bréf og kaupsamningur frá KPMG þar sem óskað er eftir að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti af eigninni Austurmörk 20, fnr. F2234364.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti vegna þessara viðskipta.

5.Minnisblað frá bæjarstjóra - Bláskógar 1.

2009075

Lagt fram minniblað frá bæjarstjóra frá 30. september 2020 vegna Bláskóga 1.
Meirihluti bæjarráðs leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að útbúa mæli- og hæðarblöð fyrir lóðina og svo verði hún auglýst laus til umsóknar með þeim skilmálum að grenndarkynna þurfi teikningar að því húsi sem þar yrði fyrirhugað að byggja. Njörður Sigurðsson sat hjá.

6.Minnisblað frá skrifstofustjóra - Áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2020.

2009072

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra frá 23. september 2020 þar sem fjallað er um áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Erindi frá Lotu frá 28. september 2020.

2009074

Í bréfinu er fjallað um áætlun kostnaðar við gerð rýmingaruppdrátta fyrir byggingar bæjarins auk brunayfirlitsmyndar fyrir áhaldahús og slökkvistöð.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum um tilboðið.

8.Verkfundagerð frá 23. september 2020 - Gatnagerð Kambaland 2020.

2009066

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.Verkfundagerð frá 25. september 2020 - Vorsbær yfirborðsfrágangur.

2009067

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. september 2020.

2009070

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð NOS frá 23. september 2020.

2009064

Fundargerðin lögð fram til kynningar en jafnframt er vakin athygli á aðalfundi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn verður í Þorlákshöfn 22. október kl.15:00. Öllum bæjarfulltrúum er boðið til fundarins og þeim starfsmönnum sem áhuga kunna að hafa.

12.Fundargerð Bergrisans frá 14. september 2020.

2009063

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 22. september 2020.

2009058

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Sorpstöð Suðurlands - Aðgerðaráætlun Suðurland_drög

2009056

Lögð fram drög að Suðurlandskafla aðgerðaráætlunar fyrir endurskoðun á
sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Suðvesturhornið 2021-2032 til umræðu og athugsemda.
Lagt fram til kynningar en bæjarfulltrúar munu kynna sér drögin og gera athugasemdir ef þörf er á fyrir aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands í október.

15.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 5. júní 2020.

2009059

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 18. september 2020.

2009060

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 25. september 2020.

18.Fundargerð Listasafns Árnesinga frá 24. apríl 2020.

2009061

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð Listasafns Árnesinga frá 24. september 2020.

2009062

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 17. september 2020.

2009057

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Getum við bætt efni síðunnar?