Fara í efni

Bæjarráð

743. fundur 03. júlí 2020 kl. 08:00 - 11:02 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Auk þess sat fundinn Garðar R. Árnason sem áheyrnarfulltrúi.

Í upphafi fundar leitaði formaður eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.


Hér var gengið til dagskrár.

1.Bréf frá Dómsmálaráðuneytinu frá 24. júní 2020.

2006060

Í bréfinu er gerð grein fyrir framlagi ríkissjóðs til sveitarfélaga vegna framkvæmdar þeirra á forsetakosningunum þann 27. júní 2020
Lagt fram til kynningar en reikningur verður sendur dómsmálaráðuneytinu vegna þessa.

2.Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfuss frá 15. júní 2020.

2006058

Í erindinu er gerð grein fyrir breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss og óskað umsagnar Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að senda umbeðna umsögn.

3.Bréf frá Pálínu G. Sigurjónsdóttur frá 29. júní 2020.

2006065

Í bréfinu er gerð grein fyrir vilja systkinanna frá Varmá til að kaupa bekk og gefa Hveragerðisbæ til minningar um móður sína, Steinunni Sigurjónsdóttur. Hugmynd þeirra er að bekkurinn verði settur upp á hæðinni fyrir ofan Gossabrekku.
Bæjarráð þakkar þann hlýhug sem felst í umræddri gjöf og þiggur hana með þökkum. Nánara fyrirkomulag verði ákvarðað í samvinnu við bæjarstjóra.

4.Bréf frá Birni Pálssyni frá 23. júní 2020.

2006063

Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við umgengi og þá starfsemi sem virðist vera rekin í ákveðinni eign í næsta nágrenni.
Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að vinna að úrbótum á umræddri lóð en ljóst er að ef að um starfsemi er að ræða er slíkt skýlaust brot á ákvæðum deiliskipulags og getur slíkt valdið bæði hættu og óþægindum sem koma þarf í veg fyrir. Því óskar bæjarráð einnig eftir aðkomu starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna þessa. Bæjarráð ítrekar einnig að snúningssvæði í enda gatna eru ekki hugsuð sem bíla- og/eða geymslusvæði og biður bæjarbúa að taka tillit til þess.

5.Bréf frá Borgartúni ehf frá 30. júní 2020.

2006067

Í bréfinu er óskað eftir viðræðum við Hveragerðisbæ um niðurfellingu gatnagerðargjalda í Hlíðarhaga gegn því að lóðarhafi sjái sjálfur um gatnagerð á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leggja tillögu að afgreiðslu fyrir næsta fund bæjarráðs.

6.Bréf Sveitarfélaginu Skagafirði frá 30. júní 2020.

2006068

Í bréfinu hvetur byggðarráð Skagafjarðar stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá
landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið um að brýnt er að fjölga opinberum störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Stíga þarf stór skref í þá átt enda er fjölgun opinberra starfa mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytni atvinnulífs á Íslandi öllu. Athygli hefur vakið að stofnanir sem að undanförnu hafa auglýst eftir nýju húsnæði fyrir höfuðstöðvar eins og Vegagerðin og Skatturinn hafa eingöngu óskað eftir húsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Slík stýring er með öllu óeðlileg sérstaklega þegar við nú stöndum mitt í fjórðu "iðn" byltingunni og störf án staðsetningar ættu að vera regla frekar en undantekning auk þess sem þjónustuþegar eiga yfirleitt greiða leið að þjónustu eftir stafrænum leiðum og því er staðsetning húsnæðis þessara stofnana úti á landi löngu orðinn raunhæfur kostur. Bæjarráð minnir um leið á að Hveragerðisbær er ákjósanleg staðsetning fyrir bæði stofnanir og fyrirtæki sem öll ættu í auknum mæli að víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að ákvörðun um staðsetningu.

7.Rekstraryfirlit frá janúar - apríl 2020.

2006027

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til apríl 2020.
Rekstraryfirlitið er lagt fram til kynningar en viðaukar vegna þeirrar stöðu sem það sýnir hafa þegar verið samþykktir af bæjarstjórn. Bæjarstjóri gerði einnig grein fyrir því að Jöfnunarsjóður hefur sent út nýja áætlun fyrir framlög ársins 2020 þar sem fram kemur að framlög til Hveragerðisbæjar muni skerðast um 67 m.kr. frá áætlun. Viðaukar vegna þessarar væntu skerðingar verða lagðir fram að loknu sumarfríi.

8.Lóðarumsóknir - Kambaland.

2006064

Fyrir fundinum liggja 144 umsóknir um lóðir í Kambalandi sem auglýstar hafa verið í 4 vikur í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Hveragerði. Skipulagsfulltrúi hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda. Kristján Óðinn Unnarsson fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með útdrætti um þær lóðir þar sem fleiri en ein umsókn barst. Byrjað er á að draga um þær lóðir þar sem flestir umsækjendur eru.
Til úthlutunar eru 10 lóðir fyrir einbýlishús í Drekahrauni. Umsóknir um einbýlishús eru alls 42.
Útdráttur skilaði eftirfarandi niðurstöðu:

Drekahraun 10: Erna Finnsdóttir.
Til vara: Ásgeir Helgason, Ívar Örn Jörundsson, Lindutún ehf

Drekahraun 9: Bryndís E. Ásgeirsdóttir
Til vara: Sigríður E. Sigmundsdóttir, Össur E. Friðgeirsson, Guðbjörg Sigrún Stefánsdóttir

Drekahraun 7: Haraldur Skarphéðinsson
Til vara: Ívar Örn Jörundsson, Steingrímur Goði Snæbjörnsson, Jörundur Markússon.

Drekahraun 1: Aðalgeir Bjarki Þorsteinsson
Til vara: Eyvindur Bjarnason, Hátak ehf


Drekahraun 8: Guðbjörg Sigrún Stefánsdóttir
Til vara: Björn Guðmundsson, Tryggvi Hjörtur Oddsson, Össur Emil Friðgeirsson.

Drekahraun 2: Guðmundur B. Brynleifsson

Drekahraun 3: Hátak ehf
Til vara: Bryndís E. Ásgeirsdóttir

Drekahraun 4: Hátak ehf

Drekahraun 5: Ívar Örn Jörundsson
Til vara: Haraldur Skarphéðinsson, Gunnbjörn Steinarsson


Til úthlutunar eru þrjú raðhús við Langahraun. Umsóknir um raðhús eru samtals 88. Dregið er á milli umsækjenda af fulltrúa sýslumanns:

Langahraun 10-14: Valdimar Bjarnason
Til vara: Höfðaflatir ehf, HS hús ehf, Bjarni Ófeigur Valdimarsson.

Langahraun 16-20: Geir Höskuldsson
Til vara: Siggi Byggir ehf, Nesey ehf, Hátak ehf


Langahraun 22-26: HS hús ehf
Til vara: GH Smíði ehf, Eggert Guðmundsson, Hátak ehf

Til úthlutunar er 4 fjölbýlishús við Langahraun 9, 11, 13 og 15. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs ganga þeir umsækjendur fyrir sem sækja um öll fjölbýlishúsin. Umsækjendur sem sækja um öll fjögur fjölbýlishúsin eru alls 14. Umsóknum frá þeim sem ekki hafa skilað ársreikningi, sögu um svipaðar framkvæmdir og/eða eru nýstofnuð og án þekktrar framkvæmdasögu er hafnað. Dregið er á milli 9 umsækjenda af fulltrúa sýslumanns.

Langahraun 9,11,13 og 15: SG eignir ehf
Til vara: Klakafell ehf, Byggingarfélagið Landsbyggð ehf, Helgatún ehf.

Aðrar úthlutunar án úrdrátts:

Búðahraun 4: Grétar Freyr Gunnarsson

Vorsabær 10: Jón Ögmundsson

Bæjarráð fagnar þeim mikla áhuga sem er á lóðum í Kambalandi og þar sem færri fengu en vildu felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja nú þegar hönnun á öllum götum í neðri hluta Kambalands með það fyrir augum að úthluta megi þar lóðum frekar fyrr en seinna.

9.Minnisblað frá bæjarstjóra um framkvæmdir við sundlaugarhúsið í Laugaskarði.

2006066

Í minnisblaðinu er fjallað um kostnað við framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á búningsklefum í Sundlauginni Laugaskarði. Samkvæmt útreikningum verkfræðistofu mun kostnaður verða mun hærri en gert var ráð fyrir.
Bæjarráð samþykkir að útboð við endurbætur á búningsklefum verði auglýst nú þegar. Umframkostnaði við framkvæmdina verði mætt með endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum í bæjarfélaginu. Bæjarráð veit að kostnaður við endurbætur á eldri húsum geta orðið umfangsmeiri en gert er ráð fyrir en eðli þessa húss og mikilvægi fyrir bæjarfélagið er óumdeilt og því er nauðsyn að ráðast í þessar endurbætur.

10.Verkfundagerð frá 23. júní 2020 - stækkun á Grunnskólanum í Hveragerði.

2006062

Fundargerðin samþykkt.

11.Fundargerð Framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 23. júní 2020.

2006061

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 23. júní 2020.

2006059

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:02.

Getum við bætt efni síðunnar?