Fara í efni

Bæjarráð

717. fundur 16. maí 2019 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 30.apríl 2019.

1905019

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 30.apríl 2019.

1905020

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 2.maí 2019.

1905006

Með bréfinu fylgdi skýrsla um endurskoðun í stefnumótun í íþróttamálum. Skýrsluna má sjá hér:
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2ad118a6-6cfe-11e9-943c-005056bc530c.
Bæjarráð fagnar metnaðarfullri stefnumótun í íþróttamálum og felur Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd að fara yfir stefnumótun Hveragerðisbæjar í málaflokknum með tilliti til þessarar nýju stefnu ríkisins.

4.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 6.maí 2019.

1905015

Með bréfinu er óskað eftir umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi frá Ölkránni ehf til sölu veitinga í flokki II fyrir Matkránna Breiðumörk 10, fasteignanúmer 221-0081.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að athugasemdir verði ekki gerðar við umsóknina.

5.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 3.maí 2019.

1905022

Í bréfinu eru sveitarfélög hvött til að senda umsagnir til fjárlaganefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024. Með bréfinu fylgdi ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Hveragerðisbær hefur þegar sent inn umsögn sem var samþykkt á fundi bæjarráðs 21. mars sl. og staðfest af bæjarstjórn þann 11. apríl.

6.Bréf frá Héraðssambandi Skarphéðni frá 28.apríl 2019.

1905010

Í bréfinu eru tillögum sem samþykktar voru á 97. héraðsþingi Héraðssambandsins Skarphéðins sem haldið var á Laugalandi 14. mars sl. gerð skil.
Lagt fram til kynningar en um leið er fagnað áformum um Ungmenna- og skólabúðir á Laugarvatni. Bæjarráð vill vekja athygli á að Hveragerðisbær styður nú þegar myndalega við íþrótta og æskulýðstarf í Hveragerði með þjónustusamningum og frístundastyrkjum fyrir börn frá 0-18 ára.

7.Bréf frá Klúbbnum Geysi frá 7.maí 2019.

1905007

Í bréfinu óskar Klúbburinn Geysir eftir fjárstuðningi frá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hversu margir Hvergerðingar hafa sótt starfsemi klúbbsins á undanförnum árum. Í framhaldi af því verður gerð tillaga um styrk til starfseminnar.

8.Bréf frá Styrktarfélagi Klúbbsins Stróks frá 30.apríl 2019.

1905008

Í bréfinu óskar Styrktarfélag Klúbbsins Stróks efir styrkveitingu frá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hversu margir Hvergerðingar hafa sótt starfsemi klúbbsins á undanförnum árum. Í framhaldi af því verður gerð tillaga um styrk til starfseminnar.

9.Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar frá 26.apríl 2019.

1905011

Í bréfinu eru leiðbeiningar handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra.
Bæjarráð felur Skipulags- og mannvirkjanefnd að kynna sér leiðbeiningarnar.

10.Bréf frá eigendum Ísbúðarinnar í Sunnumörk frá 12.maí 2019.

1905012

Í bréfinu óska eigendur Ísbúðarinnar í Sunnumörk eftir að fá að nota nafnið Eden fyrir ísbúð sína.
Nafnmerkið Eden er í eigu Hveragerðisbæjar í flokkum er lúta að veitingasölu og verslun. Ástæða þess að nafnið var keypt í kjölfar brunans í Eden var vilji bæjarstjórnar til að starfsemi er líktist Eden á sínum tíma gæti nýtt nafnið ef slík starfsemi myndi hefjast í Hveragerði. Afgreiðslu málsins frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.

11.Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 9.maí 2019.

1905017

Með bréfinu fylgdi starfsleyfisskilyrði fyrir Pure North Recycling og óskað eftir að skilyrðin liggi frammi hjá sveitarfélaginu til kynningar.
Lagt fram til kynningar en starfsleyfið mun jafnframt liggja frammi á skrifstofu bæjarfélagsins næstu vikur. Bæjarráð vill ennfremur ítreka að farið verði að einu og öllu að ákvæðum starfsleyfis varðandi starfsemina og ábendingum Brunavarna Árnessýslu og að eftirlitsaðilar sinni skyldu sinni þannig að sem minnst óþægindi og hætta hljótist af rekstri verksmiðjunnar. Bæjarráð vill jafnframt óska eftir því við forsvarsmenn fyrirtækisins að efnisgeymslur verði norðan við húsið fjær íbúðabyggð.

12.Heimsmarkmiðin. Hvað getum við gert í Hveragerði?

1905021

Lögð fram flokkun sem bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega á heimsmarkmiðum sem ríkisstjórn Íslands hefur valið fyrir hönd þjóðarinnar.
Aðgerðir í loftslagsmálum eru brýnasta verkefni framtíðarinnar. Hveragerðisbær vill skipa sér í flokk þeirra sveitarfélaga sem fremst standa varðandi aðgerðir í þeim málum, en sveitarfélög gegna lykilhlutverki þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Hér í Hveragerði hefur þegar verið lyft grettistaki til dæmis með því að hreinsa allt fráveituvatn sem frá bænum kemur og flokka sorp með ýtarlegum hætti til fjölda ára.En meira þarf til. Þar vill bæjarstjórn varða veginn til framtíðar með bæjarbúum og þeim fyrirtækjum sem hér eru. Þau heimsmarkmið sem bæjarfulltrúar hafa valið til eftirfylgni liggja nú fyrir og verður unnið að þeim á næstu misserum.

Loftslagsmál verður að flétta saman við allar stefnur í bæjarfélaginu en verkefnið er stórt og mun taka tíma. Fyrsta skrefið er að allar nefndir bæjarfélagsins fjalli um markmiðin og velji hvaða markmið nefndin og viðkomandi svið vilji fylgja eftir. Því er heimsmarkmiðunum nú vísað til nefnda bæjarins sem fjalli um þau og geri tillögur til bæjarráðs um aðgerðir. Verkefnið verður betur kynnt starfsmönnum sviða og formönnum nefnda áður en sú vinna hefst. Bæjarráð mun í framhaldinu halda utan um eftirfylgni og frekari vinnu að innleiðingu markmiðanna.

13.Minnisblað frá forstöðumanni Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands.

1905016

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands vegna VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Semja þarf við vottunarstofu til að framkvæma vottun á Upplýsingamiðstöðinni og Hveragarðinum. Forstöðumaður hefur fengið tilboð frá þremur aðilum sem gerð er grein fyrir í minnisblaðinu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði BSI verði tekið.

14.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Birkimörk

1905009

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna launa hjá Búsetu fatlaðra Birkimörk vegna veikinda upp á kr. 650.000.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Fjárhæðin fari af lið 21010-9980 til síðari ráðstöfunar.

15.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 30.apríl 2019.

1905013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 9.maí 2019.

1905014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 16.apríl 2019.

1905023

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 7.maí 2019.

1905018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð Byggingarnefndar Byggðasafns Árnesinga frá 16.apríl 2019.

1905024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Byggingarnefndar Byggðasafns Árnesinga frá 23.apríl 2019.

1905025

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Getum við bætt efni síðunnar?