Fara í efni

Bæjarráð

647. fundur 03. mars 2016 kl. 08:00 - 09:06 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Umhverfis- og samgöngunefnd frá 26. febrúar 2016

1602037

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328 mál.
Bæjarráð tekur undir það sjónarmið að skipta beri út gúmmíkurli á knattspyrnuvöllum landsins en vekur jafnframt athygli á að slíkt er gríðarlega kostnaðarsamt og því eru Alþingismenn hvattir til að fylgja þingsályktunartillögunni eftir með fjárhagslegum stuðningi til sveitarfélaganna.

Bæjarráð vekur jafnframt athygli á að í fjárhagsáætlun ársins 2016 er gert ráð fyrir endurnýjun gervigrass og gúmmís á sparkvellinum við grunnskólann. Í Hamarshöll er umhverfisvænna gúmmí notað í fyllingu og því þarf ekki að grípa til aðgerða þar.

2.Velferðarnefnd frá 17. febrúar 2016

1602036

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en felur bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum um fjárhagsaðstoð Hveragerðisbæjar og leggja upplýsingarnar fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

3.Umhverfis- og samgöngunefnd frá 22. febrúar 2016

1602034

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög(fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og samgöngunefnd frá 22. febrúar 2016

1602035

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Umhverfis- og samgöngunefnd frá 22. febrúar 2016

1602038

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 22. febrúar 2016

1602039

Í bréfinu er kynnt drög að frumvarpi til breytinga á grunnskólalögum, en þau fjalla um sjálfstætt starfandi skóla.
Lagt fram til kynningar.

7.Lánasjóði sveitarfélaga frá 22. febrúar 2016

1602033

Í bréfinu er auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga en kosið verður í stjórn og varastjórn á aðalfundi sjóðsins.
Lagt fram til kynningar.

8.Nordjobb frá 26. febrúar 2016

1602040

Í bréfinu er óskað eftir því að Hveragerðisbær taki 2 norræn ungmenni á vegum Nordjobb í sumarvinnu
Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um verkefnið og framkvæmd þess.

9.Sýslumanninum á Suðurlandi frá 29. febrúar 2016

1602041

Í bréfinu óskar sýslumaður eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna
umsóknar Önnu Maríu Eyjólfsdóttur f.h. Heilsukosts ehf, kt. 630895-2439
um nýtt rekstrarleyfi til að reka veitingarstað í flokki II að Austurmörk 2.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að sýslumaður veiti umrætt
leyfi

10.Magneu Jónasdóttur, Dalakaffi frá 20. febrúar 2016

1602042

Í bréfinu óskar Magnea Jónasdóttir eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir söluskálann Dalakaffi við bílastæði í Ölfusdal, ásamt verönd og salernisaðstöðu.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi stöðuleyfi á Dalakaffi til 1. október 2016 í samræmi við umræður á fundinum.
Dalakaffi sér áfram um daglegt eftirlit á svæðinu og þrif á salernisgámum. Hveragerðisbær greiðir fyrir losun rotþróar, pappír á salerni og skaffar salernisgáma.

11.Styrktarsjóði EBÍ frá 22. febrúar 2016.

1603002

Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2016.
Bæjarstjóra falið að sækja um styrk til sjóðsins.

12.Samningur við Landform ehf. um Aðalskipulag Hvg 2017-2029

1603001

Lagður fram samningur við Landform ehf um endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann ásamt samningi við Verkís um umferðaröryggisáætlun.

13.Staða og horfur í málefnum garðyrkjunnar

1603004

Bæjarstjóri gerir grein fyrir umræðum á fundi sem haldinn var með fulltrúum garðyrkjunnar þann 23. febrúar 2016.
Til fundarins var boðað að ósk bæjarstjórnar til að ræða um stöðu og horfur í garðykju á Íslandi og ekki síst í Hveragerði.
Fundinn sóttu Guðríður Helgadóttir, LBHÍ, Katrín M. Andrésdóttir, Samb. garðyrkjubænda, Gunnar Þorgeirsson, Samb. garðyrkjubænda, Georg Ottósson, Sölufélagi garðyrkjumanna, Ingibjörg Sigmundsd. Garðyrkjust. Ingibjargar, Birgir S. Birgisson, Garðyrkjustöðin Ficus, Stefán F.B. Nielsen, Garðplöntusalan Borg
Pétur Reynisson, Dvalarheim.Ási auk bæjarfulltrúa og starfsmanna Hveragerðisbæjar.

Fundurinn var að mati fundarmanna bæði upplýsandi og góður og áttu aðilar þarna hreinskiptnar og góðar umræður. Umræðan mun nýtast við endurskoðun aðalskipulags sem nú er í gangi og við atvinnuskapandi aðgerðir í bæjarfélaginu til framtíðar.

Bæjarráð þakkar fundargestum kærlega fyrir jákvæðni og samstarfsvilja og efast ekki um að fundur sem þessi geti kveikt bæði nýjar hugmyndir og eflt þá sem fyrir eru í greininni.

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:06.

Getum við bætt efni síðunnar?