Fara í efni

Sorphirða

Hvergerðingar eru duglegir að flokka og eru í farabroddi íbúa þegar kemur að hlutfalli sorps sem fer til endurvinnslu og/eða endurnýtingar.   Mikilvægt er að íbúar kynni sér leiðbeiningar um sorpflokkun og láti ekki sitt eftir liggja í þessum mikilvæga málaflokki. 

Í Hveragerði er þriggja flokka kerfi í sorphirðu. Bæjarbúum gefst kostur á að flokka sorpið í þrjár tunnur, brúna, græna og gráa að lit. Markmiðið með sorpflokkuninni er að lágmarka það magn sorps sem fer til urðunar og auka um leið endurvinnslu með því að bjarga nothæfu rusli.

Brúna tunnan er eingöngu ætluð undir lífrænan heimilisúrgang.

Í grænu tunnuna er settur allur endurvinnanlegur heimilisúrgangur.

Í gráu tunnuna fer allt óendurvinnanlegt sorp.

Terra er með umsjón á sorphirðunni hér í Hveragerði.

Á heimasíðu þeirra má finna ýmislegan fróðleik um sorpmál.

Flokkun til framtíðar - bæklingur

Síðast breytt: 21.07.2020
Getum við bætt efni síðunnar?