Fara í efni

Miðar á gámasvæðið

Íbúar í Hveragerði geta fengið á ári hverju miða sem veita íbúum ókeypis aðgang að gámasvæðinu með 0,5 m3 gjaldskyldan úrgang allt að 10 sinnum á ári.

Miðarnir eru íbúum til afgreiðslu á bókasafninu í Sunnumörk, þar er opið virka daga frá kl. 13:00 til 18:30 og á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00. Eitt búnt er afgreitt fyrir hverja skráða íbúðareiningu, skv. skráningu Þjóðskrár Íslands.

Vinsamlegast athugið að miðarnir verða ekki sendir í pósti.

Opnunartímar gámasvæðis

Virkir dagar frá kl. 16:00 til kl. 18:00.
Laugardagar frá kl. 12:00 til kl. 16:00.
Sunnudagar lokað.

Síðast breytt: 21.12.2020