Frístundaskólinn í Bungubrekku
Frístundaskólinn (skólasel) er fyrir nemendur í yngsta stigi Grunnskólans í Hveragerði.
Hlutverk Skólasels er að mæta þörfum fjölskyldna í bæjarfélaginu og skapa yngstu nemendum grunnskólans tryggan samverustað eftir að skóla lýkur þar sem þeir taka þátt í skipulögðum tómstundum, frjálsum leik úti og inni og hvíld.
Markmið Skólaselsins eru:
- Að skapa börnunum öruggt, hlýlegt og notalegt umhverfi þar sem þau fá notið sín í leik og starfi.
- Að gefa börnunum tækifæri til að leika í frjálsum leik með félögum sínum en þó í vernduðu umhverfi.
- Að gera börnunum kleift að stunda tónlistarnám á viðverutíma.
- Að gera börnunum kleift að stunda tómstundir á viðverutíma.
- Að stuðla að því að börnin upplifi sig á jákvæðan hátt og fái aukið sjálfstraust.
- Að efla hreyfi- og tjáningarfærni barnanna.
- Að stuðla að því að börn upplifi íþróttir sem jákvæða og ánægjulega reynslu.
Til að sækja um dvöl á skólaseli er fyllt út umsóknaeyðublað sem er að finna á heimasíðu skólasels bungubrekka.hveragerdi.is og það sent á netfangið skolasel@hveragerdi.is.
Síðast breytt: 02.12.2020
Getum við bætt efni síðunnar?